Viðskipti innlent

Samherji kannast ekki við mögulegar handtökur á Íslandi

Kjartan Kjartansson skrifar
Samherji hefur verið sakaður um að bera fé á namibíska embættismenn til að tryggja sér aflaheimildir þar í landi.
Samherji hefur verið sakaður um að bera fé á namibíska embættismenn til að tryggja sér aflaheimildir þar í landi. Vísir/Sigurjón

Namibísk stjórnvöld hafa ekki verið í sambandi við starfsfólk Samherja vegna spillingarrannsóknar þar í landi eða mögulega aðgerða, að sögn fyrirtækisins. Aðstoðarríkissaksóknari í Namibíu hélt því fram að handtökur á Íslandi væru væntanlegar.

Fjölmiðlar í Namibíu höfðu eftir Ed Marondedze, aðstoðarríkisaksóknara, að rannsókn stæði enn yfir á mútugreiðslum sem tengjast úthlutun á veiðiheimildum í nokkrum löndum og að hann byggist við handtökum á Íslandi og í Angóla. Samherji hefur verið sakaður um að bera fé á embættismenn í Namibíu til að tryggja sér kvóta þar.

Í skriflegu svari Samherja við fyrirspurn Vísis segir að fyrirtækinu sé ekki kunnugt um að namibísk stjórnvöld hafi sett sig í samband við starfsfólk fyrirtækisins í tengslum við rannsóknina eða mögulegar handtökur.

Ólafur Þór Hauksson, héraðssaksóknari, sagði við Vísi í síðustu viku að embætti hans væri í samskiptum við ríkissaksóknara í Namibíu og að framvinda hafi orðið í réttarbeiðnum sem hafi borist þaðan.

Samherji segir þó í yfirlýsingu sinni að fyrirtækinu sé ekki kunnugt um „tvíhliða samkomulag milli Namibíu og Íslands sem myndi heimila aðgerðir hér á landi gagnvart íslenskum fyrirtækjum eða einstaklingum“.


Tengdar fréttir

Býst við handtökum á Íslandi

Aðstoðarríkissaksóknari í Namibíu er sagður búast við handtökum á Íslandi í rannsókn á mútumáli sem íslenska sjávarútvegfyrirtækið Samherji er sakaður um að tengjast. Dómari veitti saksóknurum lengri tíma til að rannsaka málið í dag.

Beiðnum namibískra yfirvalda miðar áfram hjá héraðssaksóknara

Embætti héraðssaksóknara á í samskiptum við ríkissaksóknara í Namibíu sem rannsakar meint brot í Samherjamálinu svonefnda og framvinda hefur orðið í réttarbeiðnum sem hafa borist að utan, að sögn héraðssaksóknara. Einn namibísku rannsakendanna kvartaði undan því að Ísland og þrjú önnur ríki hefðu enn ekki verið hjálpleg við rannsóknina í vikunni.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
HEIMA
4,76
1
154
BRIM
1,82
7
315.738
REITIR
0,56
2
17.880
SJOVA
0,25
3
4.814
ORIGO
0,16
1
23

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ICEAIR
-7,61
7
473
LEQ
-1,51
1
2.387
MAREL
-1,27
5
168.910
SYN
-0,41
1
244
ICESEA
0
1
18
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.