Samherji kannast ekki við mögulegar handtökur á Íslandi Kjartan Kjartansson skrifar 4. júní 2020 15:23 Samherji hefur verið sakaður um að bera fé á namibíska embættismenn til að tryggja sér aflaheimildir þar í landi. Vísir/Sigurjón Namibísk stjórnvöld hafa ekki verið í sambandi við starfsfólk Samherja vegna spillingarrannsóknar þar í landi eða mögulega aðgerða, að sögn fyrirtækisins. Aðstoðarríkissaksóknari í Namibíu hélt því fram að handtökur á Íslandi væru væntanlegar. Fjölmiðlar í Namibíu höfðu eftir Ed Marondedze, aðstoðarríkisaksóknara, að rannsókn stæði enn yfir á mútugreiðslum sem tengjast úthlutun á veiðiheimildum í nokkrum löndum og að hann byggist við handtökum á Íslandi og í Angóla. Samherji hefur verið sakaður um að bera fé á embættismenn í Namibíu til að tryggja sér kvóta þar. Í skriflegu svari Samherja við fyrirspurn Vísis segir að fyrirtækinu sé ekki kunnugt um að namibísk stjórnvöld hafi sett sig í samband við starfsfólk fyrirtækisins í tengslum við rannsóknina eða mögulegar handtökur. Ólafur Þór Hauksson, héraðssaksóknari, sagði við Vísi í síðustu viku að embætti hans væri í samskiptum við ríkissaksóknara í Namibíu og að framvinda hafi orðið í réttarbeiðnum sem hafi borist þaðan. Samherji segir þó í yfirlýsingu sinni að fyrirtækinu sé ekki kunnugt um „tvíhliða samkomulag milli Namibíu og Íslands sem myndi heimila aðgerðir hér á landi gagnvart íslenskum fyrirtækjum eða einstaklingum“. Namibía Samherjaskjölin Tengdar fréttir Býst við handtökum á Íslandi Aðstoðarríkissaksóknari í Namibíu er sagður búast við handtökum á Íslandi í rannsókn á mútumáli sem íslenska sjávarútvegfyrirtækið Samherji er sakaður um að tengjast. Dómari veitti saksóknurum lengri tíma til að rannsaka málið í dag. 4. júní 2020 13:31 Namibísk yfirvöld leita til Interpol vegna Samherjaskjalanna 3. júní 2020 16:25 Beiðnum namibískra yfirvalda miðar áfram hjá héraðssaksóknara Embætti héraðssaksóknara á í samskiptum við ríkissaksóknara í Namibíu sem rannsakar meint brot í Samherjamálinu svonefnda og framvinda hefur orðið í réttarbeiðnum sem hafa borist að utan, að sögn héraðssaksóknara. Einn namibísku rannsakendanna kvartaði undan því að Ísland og þrjú önnur ríki hefðu enn ekki verið hjálpleg við rannsóknina í vikunni. 28. maí 2020 11:07 Mest lesið Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Viðskipti innlent Vaxtaverkir í golfi: Kylfingum fjölgar um þúsundir á ári Atvinnulíf Ben kveður Jerry Viðskipti erlent Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Viðskipti innlent Sleppur við vangreiðslugjaldið hjá Parka Neytendur Vara við díoxíni í Landnámseggjum Viðskipti innlent Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Viðskipti innlent Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Viðskipti innlent Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Viðskipti innlent Fleiri fréttir Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Sjá meira
Namibísk stjórnvöld hafa ekki verið í sambandi við starfsfólk Samherja vegna spillingarrannsóknar þar í landi eða mögulega aðgerða, að sögn fyrirtækisins. Aðstoðarríkissaksóknari í Namibíu hélt því fram að handtökur á Íslandi væru væntanlegar. Fjölmiðlar í Namibíu höfðu eftir Ed Marondedze, aðstoðarríkisaksóknara, að rannsókn stæði enn yfir á mútugreiðslum sem tengjast úthlutun á veiðiheimildum í nokkrum löndum og að hann byggist við handtökum á Íslandi og í Angóla. Samherji hefur verið sakaður um að bera fé á embættismenn í Namibíu til að tryggja sér kvóta þar. Í skriflegu svari Samherja við fyrirspurn Vísis segir að fyrirtækinu sé ekki kunnugt um að namibísk stjórnvöld hafi sett sig í samband við starfsfólk fyrirtækisins í tengslum við rannsóknina eða mögulegar handtökur. Ólafur Þór Hauksson, héraðssaksóknari, sagði við Vísi í síðustu viku að embætti hans væri í samskiptum við ríkissaksóknara í Namibíu og að framvinda hafi orðið í réttarbeiðnum sem hafi borist þaðan. Samherji segir þó í yfirlýsingu sinni að fyrirtækinu sé ekki kunnugt um „tvíhliða samkomulag milli Namibíu og Íslands sem myndi heimila aðgerðir hér á landi gagnvart íslenskum fyrirtækjum eða einstaklingum“.
Namibía Samherjaskjölin Tengdar fréttir Býst við handtökum á Íslandi Aðstoðarríkissaksóknari í Namibíu er sagður búast við handtökum á Íslandi í rannsókn á mútumáli sem íslenska sjávarútvegfyrirtækið Samherji er sakaður um að tengjast. Dómari veitti saksóknurum lengri tíma til að rannsaka málið í dag. 4. júní 2020 13:31 Namibísk yfirvöld leita til Interpol vegna Samherjaskjalanna 3. júní 2020 16:25 Beiðnum namibískra yfirvalda miðar áfram hjá héraðssaksóknara Embætti héraðssaksóknara á í samskiptum við ríkissaksóknara í Namibíu sem rannsakar meint brot í Samherjamálinu svonefnda og framvinda hefur orðið í réttarbeiðnum sem hafa borist að utan, að sögn héraðssaksóknara. Einn namibísku rannsakendanna kvartaði undan því að Ísland og þrjú önnur ríki hefðu enn ekki verið hjálpleg við rannsóknina í vikunni. 28. maí 2020 11:07 Mest lesið Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Viðskipti innlent Vaxtaverkir í golfi: Kylfingum fjölgar um þúsundir á ári Atvinnulíf Ben kveður Jerry Viðskipti erlent Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Viðskipti innlent Sleppur við vangreiðslugjaldið hjá Parka Neytendur Vara við díoxíni í Landnámseggjum Viðskipti innlent Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Viðskipti innlent Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Viðskipti innlent Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Viðskipti innlent Fleiri fréttir Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Sjá meira
Býst við handtökum á Íslandi Aðstoðarríkissaksóknari í Namibíu er sagður búast við handtökum á Íslandi í rannsókn á mútumáli sem íslenska sjávarútvegfyrirtækið Samherji er sakaður um að tengjast. Dómari veitti saksóknurum lengri tíma til að rannsaka málið í dag. 4. júní 2020 13:31
Beiðnum namibískra yfirvalda miðar áfram hjá héraðssaksóknara Embætti héraðssaksóknara á í samskiptum við ríkissaksóknara í Namibíu sem rannsakar meint brot í Samherjamálinu svonefnda og framvinda hefur orðið í réttarbeiðnum sem hafa borist að utan, að sögn héraðssaksóknara. Einn namibísku rannsakendanna kvartaði undan því að Ísland og þrjú önnur ríki hefðu enn ekki verið hjálpleg við rannsóknina í vikunni. 28. maí 2020 11:07