Beiðnum namibískra yfirvalda miðar áfram hjá héraðssaksóknara Kjartan Kjartansson skrifar 28. maí 2020 11:07 Ólafur Þór Hauksson, héraðssaksóknari. Vísir/Vilhelm Embætti héraðssaksóknara á í samskiptum við ríkissaksóknara í Namibíu sem rannsakar meint brot í Samherjamálinu svonefnda og framvinda hefur orðið í réttarbeiðnum sem hafa borist að utan, að sögn héraðssaksóknara. Einn namibísku rannsakendanna kvartaði undan því að Ísland og þrjú önnur ríki hefðu enn ekki verið hjálpleg við rannsóknina í vikunni. Sex fyrrverandi ráðherrar og einstaklingar sem tengjast þeim eru grunaðir um spillingu, fjársvik og mútuþægni sem tengist því hvernig kvóta var úthlutað til Samherja í Namibíu. Einn sexmenninganna, Ricardo Gustavo, fyrrverandi framkvæmdastjóri fyrirtækisins Namgomar, krefst þess nú að vera látinn laus gegn tryggingu en hann hefur setið í varðhaldi frá því í nóvember. Þegar krafa hans var tekin fyrir í Windhoek-dómstólnum í vikunni greindi Karl Cloete, einn rannsakenda nefndar sem rannsakar spillingu í Namibíu, frá því að fjárhæðin sem sexmenningarnir væru grunaðir um að hafa þegið í mútur hefði hækkað í 130 milljónir namibískra dollara, jafnvirði um 1,2 milljarða íslenskra króna. „Við búumst við því að þessi upphæð hækki þegar við fáum samvinnu frá stjórnvöldum á Íslandi, Angóla, Dúbaí og Spáni um hvert hluti af fénu var fluttur. Í augnablikinu hafa þessi stjórnvöld ekki verið hjálpleg,“ hefur namibíska dagblaðið New Era eftir Cloete. Hann telur að rúmur þriðjungur fjármunanna sem sexmenningarnir fengu hafi verið fluttir úr landinu. Ólafur Þór Hauksson, héraðssaksóknari, segist ekki geta tjáð sig um innihald og eðli réttarbeiðna sem hafi borist frá erlendum yfirvöldum í samtali við Vísi. Hann staðfestir þó að embætti hans hafi verið í samskiptum við ríkissaksóknaraembættið í Namibíu en ekki nefndina gegn spillingu. Þau samskipti hafi verið góð og beiðnir séu í vinnslu. Þá bendir Ólafur Þór á að starfsemi héraðssaksóknara hafi orðið fyrir áhrifum af kórónuveirufaraldrinum eins og aðrar stofnanir. Schengen-svæðið hafi verið lokað fyrir borgurum þriðja ríkis um nokkurra vikna skeið. Þetta hafi komið niður á störfum héraðssaksóknara, sérstaklega hvað varðar mál sem ná yfir landamæri. „Við erum í samskiptum við þá og það er framvinda í málinu,“ segir Ólafur Þór um beiðnirnar frá namibískum yfirvöldum. Samherjaskjölin Namibía Tengdar fréttir DNB hætt viðskiptum við Samherja NRK, norska ríkisútvarpið, fullyrðir á vef sínum í dag að norski bankinn DNB hafi sagt upp öllum viðskiptum við útgerðarfyrirtækið Samherja. 12. febrúar 2020 17:39 Mest lesið Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Viðskipti erlent „Þetta er ömurleg staða“ Viðskipti innlent Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap Viðskipti innlent Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Viðskipti erlent Syndis kaupir Ísskóga Viðskipti innlent Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða Viðskipti erlent Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Viðskipti erlent Þau vilja stýra ÁTVR Viðskipti innlent Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Sjá meira
Embætti héraðssaksóknara á í samskiptum við ríkissaksóknara í Namibíu sem rannsakar meint brot í Samherjamálinu svonefnda og framvinda hefur orðið í réttarbeiðnum sem hafa borist að utan, að sögn héraðssaksóknara. Einn namibísku rannsakendanna kvartaði undan því að Ísland og þrjú önnur ríki hefðu enn ekki verið hjálpleg við rannsóknina í vikunni. Sex fyrrverandi ráðherrar og einstaklingar sem tengjast þeim eru grunaðir um spillingu, fjársvik og mútuþægni sem tengist því hvernig kvóta var úthlutað til Samherja í Namibíu. Einn sexmenninganna, Ricardo Gustavo, fyrrverandi framkvæmdastjóri fyrirtækisins Namgomar, krefst þess nú að vera látinn laus gegn tryggingu en hann hefur setið í varðhaldi frá því í nóvember. Þegar krafa hans var tekin fyrir í Windhoek-dómstólnum í vikunni greindi Karl Cloete, einn rannsakenda nefndar sem rannsakar spillingu í Namibíu, frá því að fjárhæðin sem sexmenningarnir væru grunaðir um að hafa þegið í mútur hefði hækkað í 130 milljónir namibískra dollara, jafnvirði um 1,2 milljarða íslenskra króna. „Við búumst við því að þessi upphæð hækki þegar við fáum samvinnu frá stjórnvöldum á Íslandi, Angóla, Dúbaí og Spáni um hvert hluti af fénu var fluttur. Í augnablikinu hafa þessi stjórnvöld ekki verið hjálpleg,“ hefur namibíska dagblaðið New Era eftir Cloete. Hann telur að rúmur þriðjungur fjármunanna sem sexmenningarnir fengu hafi verið fluttir úr landinu. Ólafur Þór Hauksson, héraðssaksóknari, segist ekki geta tjáð sig um innihald og eðli réttarbeiðna sem hafi borist frá erlendum yfirvöldum í samtali við Vísi. Hann staðfestir þó að embætti hans hafi verið í samskiptum við ríkissaksóknaraembættið í Namibíu en ekki nefndina gegn spillingu. Þau samskipti hafi verið góð og beiðnir séu í vinnslu. Þá bendir Ólafur Þór á að starfsemi héraðssaksóknara hafi orðið fyrir áhrifum af kórónuveirufaraldrinum eins og aðrar stofnanir. Schengen-svæðið hafi verið lokað fyrir borgurum þriðja ríkis um nokkurra vikna skeið. Þetta hafi komið niður á störfum héraðssaksóknara, sérstaklega hvað varðar mál sem ná yfir landamæri. „Við erum í samskiptum við þá og það er framvinda í málinu,“ segir Ólafur Þór um beiðnirnar frá namibískum yfirvöldum.
Samherjaskjölin Namibía Tengdar fréttir DNB hætt viðskiptum við Samherja NRK, norska ríkisútvarpið, fullyrðir á vef sínum í dag að norski bankinn DNB hafi sagt upp öllum viðskiptum við útgerðarfyrirtækið Samherja. 12. febrúar 2020 17:39 Mest lesið Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Viðskipti erlent „Þetta er ömurleg staða“ Viðskipti innlent Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap Viðskipti innlent Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Viðskipti erlent Syndis kaupir Ísskóga Viðskipti innlent Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða Viðskipti erlent Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Viðskipti erlent Þau vilja stýra ÁTVR Viðskipti innlent Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Sjá meira
DNB hætt viðskiptum við Samherja NRK, norska ríkisútvarpið, fullyrðir á vef sínum í dag að norski bankinn DNB hafi sagt upp öllum viðskiptum við útgerðarfyrirtækið Samherja. 12. febrúar 2020 17:39