Formanni Samtaka ferðaþjónustunnar svarað Oddný G. Harðardóttir skrifar 3. júní 2020 17:00 Bjarnheiður Hallsdóttir formaður Samtaka ferðaþjónustunnar bregst illa við facebookfærslu minni sem ég setti fram í fyrradag eftir lestur fréttar um viðtal við Gylfa Zoega prófessor í hagfræði þar sem hann ræddi m.a. ósjálfbæran vöxt ferðaþjónustunnar. Vegna viðbragða Bjarnheiðar vil ég taka það skýrt fram að ég ber enga óvild í brjósti til ferðaþjónustunnar sem atvinnugreinar, þvert á móti. Og ég hef miklar áhyggjur af fólkinu sem starfar við ferðaþjónustu og hefur nú misst vinnuna og óvissa er framundan. Fólk sem hefur með hug, hönd og hjarta skapað frábærar aðstæður til að taka á móti gestum. Ég finn sannarlega til með eigendum ferðaþjónustufyrirtækja sem sitja uppi með fjárfestingar sem nú eru í uppnámi. Ég óska þeim alls hins besta og vona innilega að hagur greinarinnar vænkist sem allra fyrst. Það eru hagsmunir okkar allra. Facebookfærsla mín snerist um gagnrýni á stjórnvöld fyrir það að hafa hvatt til vaxtar ferðaþjónustunnar án mótvægisaðgerða. Ég hef gagnrýnt það harðlega síðastliðin átta ár að stjórnvöld hafi ýtt undir vöxt greinarinnar á meðan innviðir samfélagsins hafi ekki verið búnir undir þann vöxt. Álagið á vegi landsins hefur kallað á viðhald og framkvæmdir sem ekki hafa átt sér stað. Álag á lögreglu hefur verið svo mikil að þjónusta við íbúa hefur orðið útundan í fjölmennustu ferðamannasveitarfélögunum. Álag á heilsugæslu og heilbrigðiskerfið hefur einnig aukist því ferðamenn slasast og verða veikir líkt og aðrir. Slík vinnubrögð stjórnvalda þjóna heldur ekki hagsmunum atvinnugreinarinnar. Gagnrýni mín snýr að stjórnvöldum sem búið hafa atvinnugreininni umgjörð sem ekki hélt nægilega sem stuðningur þegar gaf á bátinn. Enginn efast um að greinin aflaði mikilla gjaldeyristekna sem skiluðu sér til hagsbóta fyrir þjóðarbúið. En greinin er viðkvæm fyrir sveiflum og mörg fyrirtæki voru farin að draga saman seglin fyrir heimsfaraldurinn. Ferðaþjónustan mun í framtíðinni gegna stóru hlutverki í íslensku atvinnulífi. Hún mun vaxa á ný en sá vöxtur þarf að vera jafn og traustur. Fleiri stoðum þarf einnig að renna undir atvinnulífið. Gerum það saman á leiðinni okkar upp úr þeirri lægð sem heimsfaraldurinn gerði enn dýpri hér á landi. Ég hef nú þegar boðið Bjarnheiði á þingflokksfund Samfylkingarinnar sem hún hefur þegið. Samtal er betra en skeytasendingar og við í Samfylkingunni viljum gjarnan eiga gott samstarf við fulltrúa allra atvinnugreina, ekki síst þessarar ungu og þróttmiklu greinar sem á eftir að auðga samfélag okkar í bráð og lengd. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ferðamennska á Íslandi Oddný G. Harðardóttir Mest lesið Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson Skoðun Halldór 18.10.2025 Halldór Baldursson Halldór Magga Stína! Helga Völundardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason skrifar Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Offita á krossgötum Guðrún Þuríður Höskuldsdóttir,Tryggvi Helgason skrifar Skoðun Fórnir verið færðar fyrir okkur Björn Ólafsson skrifar Skoðun Launaþjófaður – vanmetinn glæpur á vinnumarkaði Kristjana Fenger skrifar Skoðun Áfram veginn í Reykjavík Gísli Garðarsson,Steinunn Rögnvaldsdóttir skrifar Skoðun Fjölgun kennara er allra hagur Haraldur Freyr Gíslason skrifar Skoðun Deilt og drottnað í umræðu um leikskólamál Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson skrifar Skoðun Fjárfestum í framtíðinni Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Togstreita, sveigjanleiki og fjölskyldur Sólveig Rán Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar gjaldtakan? Hildur Hauksdóttir skrifar Skoðun Víðerni verndar og virkjana Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Blóðpeningar vestrænna yfirvalda Bergljót T. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eigindlegar rannsóknir og umræðan um jafnrétti Stefan C. Hardonk skrifar Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í fangelsi við landamærin Inger Erla Thomsen skrifar Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Með góðri menntun eru börn líklegri til að ná árangri Sigurður Sigurjónsson skrifar Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. skrifar Skoðun Komum í veg fyrir að áföll erfist á milli kynslóða Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Sjá meira
Bjarnheiður Hallsdóttir formaður Samtaka ferðaþjónustunnar bregst illa við facebookfærslu minni sem ég setti fram í fyrradag eftir lestur fréttar um viðtal við Gylfa Zoega prófessor í hagfræði þar sem hann ræddi m.a. ósjálfbæran vöxt ferðaþjónustunnar. Vegna viðbragða Bjarnheiðar vil ég taka það skýrt fram að ég ber enga óvild í brjósti til ferðaþjónustunnar sem atvinnugreinar, þvert á móti. Og ég hef miklar áhyggjur af fólkinu sem starfar við ferðaþjónustu og hefur nú misst vinnuna og óvissa er framundan. Fólk sem hefur með hug, hönd og hjarta skapað frábærar aðstæður til að taka á móti gestum. Ég finn sannarlega til með eigendum ferðaþjónustufyrirtækja sem sitja uppi með fjárfestingar sem nú eru í uppnámi. Ég óska þeim alls hins besta og vona innilega að hagur greinarinnar vænkist sem allra fyrst. Það eru hagsmunir okkar allra. Facebookfærsla mín snerist um gagnrýni á stjórnvöld fyrir það að hafa hvatt til vaxtar ferðaþjónustunnar án mótvægisaðgerða. Ég hef gagnrýnt það harðlega síðastliðin átta ár að stjórnvöld hafi ýtt undir vöxt greinarinnar á meðan innviðir samfélagsins hafi ekki verið búnir undir þann vöxt. Álagið á vegi landsins hefur kallað á viðhald og framkvæmdir sem ekki hafa átt sér stað. Álag á lögreglu hefur verið svo mikil að þjónusta við íbúa hefur orðið útundan í fjölmennustu ferðamannasveitarfélögunum. Álag á heilsugæslu og heilbrigðiskerfið hefur einnig aukist því ferðamenn slasast og verða veikir líkt og aðrir. Slík vinnubrögð stjórnvalda þjóna heldur ekki hagsmunum atvinnugreinarinnar. Gagnrýni mín snýr að stjórnvöldum sem búið hafa atvinnugreininni umgjörð sem ekki hélt nægilega sem stuðningur þegar gaf á bátinn. Enginn efast um að greinin aflaði mikilla gjaldeyristekna sem skiluðu sér til hagsbóta fyrir þjóðarbúið. En greinin er viðkvæm fyrir sveiflum og mörg fyrirtæki voru farin að draga saman seglin fyrir heimsfaraldurinn. Ferðaþjónustan mun í framtíðinni gegna stóru hlutverki í íslensku atvinnulífi. Hún mun vaxa á ný en sá vöxtur þarf að vera jafn og traustur. Fleiri stoðum þarf einnig að renna undir atvinnulífið. Gerum það saman á leiðinni okkar upp úr þeirri lægð sem heimsfaraldurinn gerði enn dýpri hér á landi. Ég hef nú þegar boðið Bjarnheiði á þingflokksfund Samfylkingarinnar sem hún hefur þegið. Samtal er betra en skeytasendingar og við í Samfylkingunni viljum gjarnan eiga gott samstarf við fulltrúa allra atvinnugreina, ekki síst þessarar ungu og þróttmiklu greinar sem á eftir að auðga samfélag okkar í bráð og lengd. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar.
Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun
Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar
Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar
Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun