Toppurinn á ferli Kristjáns Arasonar var fyrir nákvæmlega þrjátíu árum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. maí 2020 17:00 Kristján Arason skrifaði nýjan kafla í sögu íslenskra boltaíþrótta á þessum degi fyrir þrjátíu árum síðar. Skjámynd/Youtube Kristján Arason varð Evrópumeistari bikarhafa 29. maí 1990 með félögum sínum í spænska Teka Santander. Teka Santander vann þá upp tveggja marka forskot sænska liðsins Drott með því að vinna 23-18 sigur í seinni leiknum á Spáni. Enginn Íslendingur hafði þá orðið Evrópumeistari í hópíþrótt en árið á undan hafði Alfreð Gíslason tapað á grátlegan hátt í úrslitaleik Evrópukeppni meistaraliða í handbolta með Essen og Ásgeir Sigurvinsson tapaði sama vor í úrslitaleik UEFA-bikarsins með Stuttgart. Arnór Guðjohnsen hafði einnig tapað úrslitaleik með Anderlecht og þá höfði Valsmenn tapað í úrslitaleik meistaraliða í handbolta árið 1980. Þetta var líka sögulegur titill fyrir Teka-liðið, sem er frá borginni Santander á Norður-Spáni. Árið áður hafði Kristján Arason hjálað liðinu að vinna spænska bikarinn og þetta var síðan fyrsti alþjóðlegi titilinn. Alla nóttina dansaði fólkið í Santander út á götu „Evrópumeistaratitillinn er toppurinn á mínum ferli, á því leikur ekki minnsti vafi. Þessi sigur var í einu orði sagt stórkostlegur. Við náðum fljótlega 4-5 marka forystu og segja má að sænska liðið hafi eftir það aldrei náð að ógna okkur. Í kjölfar sigursins brutust að vonum út mikil fagnaðarlæti í borginni og í alla nótt hefur fólk í Santander dansað á götum úti og ennþá eru bíleigendur að þeyta bílflautur sínar," sagði Kristján Arason í samtali við Jón Kristján Sigurðsson á DV. Kristján Arason í leiknum fyrir þrjátíu árum síðan.Skjámynd/Youtube Kristján Arason hafði áður orðið þýskur meistari með Gummersbach en þaðan hann fór hann síðan til Teka Santander árið 1988. Kristján Arason skoraði þrjú mörk í seinni leiknum og fór fyrir sínu liði í varnarleiknum. Hann var samt mjög tæpur að ná leiknum. Öxlin var deyfð rétt fyrir leikinn „Ég var smeykur um að geta ekki leikið þennan úrslitaleik því ég hef verið slæmur í öxlinni að undanförnu. Ég hef verið í meðferð hjá læknum liðsins og rétt fyrir leikinn í gærkvöldi var öxlin deyfð með þeim árangri að ég fann ekkert til meðan á leiknum stóð. Ég gat ekki skotið utan af velli en færði mig aðeins nær vörninni með góðum árangri," sagði Kristján Arason í samtalinu við blaðamann DV. Kristján Arason var eitt ár í viðbót út á Spáni en kom svo heim í FH sumarið 1991. Hér fyrir neðan er hægt að sjá þennan fræga og sögulega leik Kristjáns Arasona á spænskri Youtube-síðu sem geymir fræga íþróttakappleiki spænsku þjóðarinnar. watch on YouTube Handbolti Spænski handboltinn Tímamót Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Handbolti Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Fótbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Fótbolti Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Fótbolti Fleiri fréttir Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Utan vallar: Betra er frensí en fálæti „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Sjá meira
Kristján Arason varð Evrópumeistari bikarhafa 29. maí 1990 með félögum sínum í spænska Teka Santander. Teka Santander vann þá upp tveggja marka forskot sænska liðsins Drott með því að vinna 23-18 sigur í seinni leiknum á Spáni. Enginn Íslendingur hafði þá orðið Evrópumeistari í hópíþrótt en árið á undan hafði Alfreð Gíslason tapað á grátlegan hátt í úrslitaleik Evrópukeppni meistaraliða í handbolta með Essen og Ásgeir Sigurvinsson tapaði sama vor í úrslitaleik UEFA-bikarsins með Stuttgart. Arnór Guðjohnsen hafði einnig tapað úrslitaleik með Anderlecht og þá höfði Valsmenn tapað í úrslitaleik meistaraliða í handbolta árið 1980. Þetta var líka sögulegur titill fyrir Teka-liðið, sem er frá borginni Santander á Norður-Spáni. Árið áður hafði Kristján Arason hjálað liðinu að vinna spænska bikarinn og þetta var síðan fyrsti alþjóðlegi titilinn. Alla nóttina dansaði fólkið í Santander út á götu „Evrópumeistaratitillinn er toppurinn á mínum ferli, á því leikur ekki minnsti vafi. Þessi sigur var í einu orði sagt stórkostlegur. Við náðum fljótlega 4-5 marka forystu og segja má að sænska liðið hafi eftir það aldrei náð að ógna okkur. Í kjölfar sigursins brutust að vonum út mikil fagnaðarlæti í borginni og í alla nótt hefur fólk í Santander dansað á götum úti og ennþá eru bíleigendur að þeyta bílflautur sínar," sagði Kristján Arason í samtali við Jón Kristján Sigurðsson á DV. Kristján Arason í leiknum fyrir þrjátíu árum síðan.Skjámynd/Youtube Kristján Arason hafði áður orðið þýskur meistari með Gummersbach en þaðan hann fór hann síðan til Teka Santander árið 1988. Kristján Arason skoraði þrjú mörk í seinni leiknum og fór fyrir sínu liði í varnarleiknum. Hann var samt mjög tæpur að ná leiknum. Öxlin var deyfð rétt fyrir leikinn „Ég var smeykur um að geta ekki leikið þennan úrslitaleik því ég hef verið slæmur í öxlinni að undanförnu. Ég hef verið í meðferð hjá læknum liðsins og rétt fyrir leikinn í gærkvöldi var öxlin deyfð með þeim árangri að ég fann ekkert til meðan á leiknum stóð. Ég gat ekki skotið utan af velli en færði mig aðeins nær vörninni með góðum árangri," sagði Kristján Arason í samtalinu við blaðamann DV. Kristján Arason var eitt ár í viðbót út á Spáni en kom svo heim í FH sumarið 1991. Hér fyrir neðan er hægt að sjá þennan fræga og sögulega leik Kristjáns Arasona á spænskri Youtube-síðu sem geymir fræga íþróttakappleiki spænsku þjóðarinnar. watch on YouTube
Handbolti Spænski handboltinn Tímamót Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Handbolti Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Fótbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Fótbolti Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Fótbolti Fleiri fréttir Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Utan vallar: Betra er frensí en fálæti „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Sjá meira