Ferðaviljinn - ætla þeir að koma? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar 28. maí 2020 16:00 Orðið „ferðavilji“ er eitt mest notaða orðið í vangaveltum um framtíð ferðaþjónustunnar. Ferðavilji er auk nokkurra annarra þátta ein meginforsenda þess að líf færist í ferðaþjónustu bæði hér á landi og annars staðar. Þetta orð er ekki glænýtt, eins og mörg orð sem tengjast kórónuveirufaraldrinum. Elstu heimildir um notkun þess eru frá árinu 2010 - en notkun orðsins upp á síðkastið hefur margfaldast. Þýðing þess liggur í orðinu sjálfu, það er vilji fólks til að ferðast. Líklegt má telja að flestir hafi haft eindreginn ferðavilja þangað til kórónuveiran lamaði heimsbyggðina snemma á þessu ári, enda ferðalög orðinn einn mikilvægasti þáttur í neyslu fólks í þróuðum ríkjum á heimsvísu. Ferðavilji mun gegna lykilhlutverki Ferðavilji, eins og við skiljum hann í dag, getur flokkast í mismunandi þætti, svo sem ferðavilja til innanlandsferðalaga, til ferðalaga á milli landa og eftir því hvaða samgöngutæki eru notuð til ferðarinnar. Ferðavilji er einnig mjög einstaklingsbundinn. Hann getur ákvarðast af þjóðerni, fyrirhuguðum áfangastað, fjárhagsstöðu, fjölskyldustöðu, aldri, menntun, almennu heilsufari og persónuleikaeinkennum. Ekki hefur gefist tóm til að rannsaka almennan ferðavilja fólks nú þegar kórónuveirufaraldurinn er víða í rénun og flest lönd í Evrópu eru að slaka á klónni hvað varðar ferðaviðvaranir og lokun landamæra. Þó er ljóst að hann mun gegna lykilhlutverki við endurræsingu ferðaþjónustunnar og auðvitað af hluta til mótast af framboði flugsamgangna, upplýsingaflæði, flækjustigi í kringum ferðalög, sóttvarnarreglum sem gilda í hverju landi, öryggisáætlunum flugvalla og ferðaþjónustufyrirtækja auk stöðunnar í faraldsfræði veirunnar bæði í heimalandinu og á áfangastað. „Ég get ekki beðið!“ Svo virðist að ferðaviljinn sé til staðar hjá mörgum, alls ekki hjá sumum og svo er þriðji hópurinn tvístígandi. Hér eru nokkur raunveruleg og glæný dæmi úr Facebook-hópi Íslandsáhugafólks á þýskumælandi svæðum Evrópu: „Ég skil ekki hvernig fólk getur hugsað sér að setjast upp í flugvél til að fara í frí!“ „Ég er búinn að líma íslenska fánann á bílinn minn og ætla með ferjunni til Íslands um miðjan júlí. Ég er bjartsýnn á að það gangi eftir.“ „Hvernig er með tryggingar ef ég greinist með smit á Íslandi og verð að fara í sóttkví eða á sjúkrahús á Íslandi?“ „Það sem ég velti mest fyrir mér, er hvort ferðamenn verði yfir höfuð velkomnir á Íslandi í júní og júlí?“ „Ég vona innilega að þann 23. júní muni ég sitja í flugvélinni á leiðinni til Íslands!” „Ef einver þjóð ræður við að taka sýni og annað vesen við landamærin, þá eru það Íslendingar.“ „Mér finnst tilhugsunin um að sitja í einni kös í flugvél og fara svo í prufu á flugvellinum hræðileg.“ „Við eigum pantað flug til Íslands þann 15.júní. Ef það verður flogið, þá förum við. Ég get ekki beðið!“ Skýrar upplýsingar þurfa að liggja fyrir Við höfum einblínt undanfarið á mikilvægi opnun landamæra og samgangna til landsins, sem eru auðvitað lykilatriði. Við þurfum hins vegar að velta ferðaviljanum meira fyrir okkur og hafa í huga, hvernig við getum aukið hann hjá okkar helstu markhópum. Þar eru réttar, greinargóðar og samræmdar upplýsingar og miðlun þeirra til væntanlegra ferðamanna gríðarlega mikilvægar. Það er nauðsynlegt til að byggja upp traust - sem sennilega hefur aldrei gegnt stærra hlutverki en á þessum tímum. Ferðamenn þurfa að vita hver raunveruleg staða okkar er. Hvaða regluverk gildir varðandi ferðir þeirra til og frá landinu og um landið. Hvernig við sem þjóð högum okkar sóttvörnum og til hvaða sóttvarnarráðstafana ferðaþjónustufyrirtæki ætla að grípa. Þeir þurfa að vita nákvæmlega með hvaða kostnaði þeir þurfa að reikna, annað hvort við skimun, sóttkví eða einangrun vegna smits. Þeir þurfa að fá upplýsingar um smitrakningarforritið og hvernig það virkar. Það er langt frá því sjálfsagt hjá öllum þjóðum að veita aðgang að persónuupplýsingum sínum. Þeir þurfa að þekkja samfélagssáttmálann okkar og hvernig við ætlum að leysa úr atvikum sem munu koma upp. Hver dagur telur Þessar upplýsingar auk fyrirhugaðrar ímyndarherferðar fyrir íslenska ferðaþjónustu, þar sem við miðlum því að Ísland sé svo sannarlega öruggur staður til að vera á, geta án nokkurs vafa að minnsta kosti komið þeim tvístígandi inn í hóp þeirra ferðaviljugu. Hver dagur sem líður án þess að þessar upplýsingar liggi fyrir minnka líkur á að ferðavilji til Íslandsferða aukist og það kvarnast úr þeim hópi þar að auki. Því þurfum við að leggja ofuráherslu á og leggja nótt við dag, til að svara þeim spurningum sem brenna á bæði ferðaþjónustufyrirtækjum og ferðamönnum. Höfundur er formaður Samtaka ferðaþjónustunnar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bjarnheiður Hallsdóttir Ferðamennska á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson Skoðun „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Hver er staða fæðuöryggis á Íslandi? Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun Hversu ört getur höfuðborgin stefnt að breyttum ferðavenjum? Samúel Torfi Pétursson Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Frá friðarsjálfsblekkingu til raunverulegs öryggis Daði Freyr Ólafsson Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun 10 tonn af textíl á dag Birgitta Stefánsdóttir,Freyja Pétursdóttir skrifar Skoðun Sjúkraliðar er fólkið sem skiptir máli Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hversu ört getur höfuðborgin stefnt að breyttum ferðavenjum? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Frá friðarsjálfsblekkingu til raunverulegs öryggis Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Hver er staða fæðuöryggis á Íslandi? Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon skrifar Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar Skoðun Brjálæðingar taka völdin Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Ég og Dagur barnsins HRÓPUM á úrlausnir … Hvað með þig? Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Guðbjörg S. Bergsdóttir,Rannveig Þórisdóttir skrifar Skoðun Ætti Sundabraut að koma við í Viðey? Ólafur William Hand skrifar Skoðun Ekki klikka! Því það er enginn eins og Julian Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Spyrnum við fótum – eflum innlenda fjölmiðla, líka RÚV Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson skrifar Sjá meira
Orðið „ferðavilji“ er eitt mest notaða orðið í vangaveltum um framtíð ferðaþjónustunnar. Ferðavilji er auk nokkurra annarra þátta ein meginforsenda þess að líf færist í ferðaþjónustu bæði hér á landi og annars staðar. Þetta orð er ekki glænýtt, eins og mörg orð sem tengjast kórónuveirufaraldrinum. Elstu heimildir um notkun þess eru frá árinu 2010 - en notkun orðsins upp á síðkastið hefur margfaldast. Þýðing þess liggur í orðinu sjálfu, það er vilji fólks til að ferðast. Líklegt má telja að flestir hafi haft eindreginn ferðavilja þangað til kórónuveiran lamaði heimsbyggðina snemma á þessu ári, enda ferðalög orðinn einn mikilvægasti þáttur í neyslu fólks í þróuðum ríkjum á heimsvísu. Ferðavilji mun gegna lykilhlutverki Ferðavilji, eins og við skiljum hann í dag, getur flokkast í mismunandi þætti, svo sem ferðavilja til innanlandsferðalaga, til ferðalaga á milli landa og eftir því hvaða samgöngutæki eru notuð til ferðarinnar. Ferðavilji er einnig mjög einstaklingsbundinn. Hann getur ákvarðast af þjóðerni, fyrirhuguðum áfangastað, fjárhagsstöðu, fjölskyldustöðu, aldri, menntun, almennu heilsufari og persónuleikaeinkennum. Ekki hefur gefist tóm til að rannsaka almennan ferðavilja fólks nú þegar kórónuveirufaraldurinn er víða í rénun og flest lönd í Evrópu eru að slaka á klónni hvað varðar ferðaviðvaranir og lokun landamæra. Þó er ljóst að hann mun gegna lykilhlutverki við endurræsingu ferðaþjónustunnar og auðvitað af hluta til mótast af framboði flugsamgangna, upplýsingaflæði, flækjustigi í kringum ferðalög, sóttvarnarreglum sem gilda í hverju landi, öryggisáætlunum flugvalla og ferðaþjónustufyrirtækja auk stöðunnar í faraldsfræði veirunnar bæði í heimalandinu og á áfangastað. „Ég get ekki beðið!“ Svo virðist að ferðaviljinn sé til staðar hjá mörgum, alls ekki hjá sumum og svo er þriðji hópurinn tvístígandi. Hér eru nokkur raunveruleg og glæný dæmi úr Facebook-hópi Íslandsáhugafólks á þýskumælandi svæðum Evrópu: „Ég skil ekki hvernig fólk getur hugsað sér að setjast upp í flugvél til að fara í frí!“ „Ég er búinn að líma íslenska fánann á bílinn minn og ætla með ferjunni til Íslands um miðjan júlí. Ég er bjartsýnn á að það gangi eftir.“ „Hvernig er með tryggingar ef ég greinist með smit á Íslandi og verð að fara í sóttkví eða á sjúkrahús á Íslandi?“ „Það sem ég velti mest fyrir mér, er hvort ferðamenn verði yfir höfuð velkomnir á Íslandi í júní og júlí?“ „Ég vona innilega að þann 23. júní muni ég sitja í flugvélinni á leiðinni til Íslands!” „Ef einver þjóð ræður við að taka sýni og annað vesen við landamærin, þá eru það Íslendingar.“ „Mér finnst tilhugsunin um að sitja í einni kös í flugvél og fara svo í prufu á flugvellinum hræðileg.“ „Við eigum pantað flug til Íslands þann 15.júní. Ef það verður flogið, þá förum við. Ég get ekki beðið!“ Skýrar upplýsingar þurfa að liggja fyrir Við höfum einblínt undanfarið á mikilvægi opnun landamæra og samgangna til landsins, sem eru auðvitað lykilatriði. Við þurfum hins vegar að velta ferðaviljanum meira fyrir okkur og hafa í huga, hvernig við getum aukið hann hjá okkar helstu markhópum. Þar eru réttar, greinargóðar og samræmdar upplýsingar og miðlun þeirra til væntanlegra ferðamanna gríðarlega mikilvægar. Það er nauðsynlegt til að byggja upp traust - sem sennilega hefur aldrei gegnt stærra hlutverki en á þessum tímum. Ferðamenn þurfa að vita hver raunveruleg staða okkar er. Hvaða regluverk gildir varðandi ferðir þeirra til og frá landinu og um landið. Hvernig við sem þjóð högum okkar sóttvörnum og til hvaða sóttvarnarráðstafana ferðaþjónustufyrirtæki ætla að grípa. Þeir þurfa að vita nákvæmlega með hvaða kostnaði þeir þurfa að reikna, annað hvort við skimun, sóttkví eða einangrun vegna smits. Þeir þurfa að fá upplýsingar um smitrakningarforritið og hvernig það virkar. Það er langt frá því sjálfsagt hjá öllum þjóðum að veita aðgang að persónuupplýsingum sínum. Þeir þurfa að þekkja samfélagssáttmálann okkar og hvernig við ætlum að leysa úr atvikum sem munu koma upp. Hver dagur telur Þessar upplýsingar auk fyrirhugaðrar ímyndarherferðar fyrir íslenska ferðaþjónustu, þar sem við miðlum því að Ísland sé svo sannarlega öruggur staður til að vera á, geta án nokkurs vafa að minnsta kosti komið þeim tvístígandi inn í hóp þeirra ferðaviljugu. Hver dagur sem líður án þess að þessar upplýsingar liggi fyrir minnka líkur á að ferðavilji til Íslandsferða aukist og það kvarnast úr þeim hópi þar að auki. Því þurfum við að leggja ofuráherslu á og leggja nótt við dag, til að svara þeim spurningum sem brenna á bæði ferðaþjónustufyrirtækjum og ferðamönnum. Höfundur er formaður Samtaka ferðaþjónustunnar
Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun
Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar
Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar
Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun