Handbolti

Haukar fá liðsstyrk frá Fjölni

Sindri Sverrisson skrifar
Guðrún Jenný Sigurðardóttir og Karen Birna Aradóttir eru komnar til liðs við Hauka.
Guðrún Jenný Sigurðardóttir og Karen Birna Aradóttir eru komnar til liðs við Hauka. MYNDIR/HAUKAR

Haukar hafa fengið liðsstyrk frá Fjölni fyrir næstu leiktíð í handbolta kvenna en tveir af lykilmönnum Fjölnis hafa samið við Hafnarfjarðarfélagið.

Þetta eru þær Guðrún Jenný Sigurðardóttir og Karen Birna Aradóttir. Guðrún Jenný, sem er 23 ára línumaður, var ein af markahæstu leikmönnum Fjölnis þegar liðið lék í Olís-deildinni 2017-2018 og hún var markahæst Fjölniskvenna í Grill 66-deildinni í vetur, með 69 mörk í 19 leikjum.

Karen Birna er 22 ára markmaður og hefur verið aðalmarkmaður Fjölnis undanfarin ár.

Haukar hafa frá síðasta tímabili misst markmanninn Sögu Sif Gísladóttur til Vals, Guðrúnu Erlu Bjarnadóttur til Fram, og Alexöndru Líf Arnarsdóttur til HK. Þjálfarinn Árni Stefán Guðjónsson hætti og Gunnar Gunnarsson tók við Haukum í hans stað.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×