Handbolti

Valur fær 2,04 metra markvörð frá Pick Szeged

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Martin Nagy í leik með Pick Szeged. Hann leikur með Val í Olís-deild karla á næsta tímabili.
Martin Nagy í leik með Pick Szeged. Hann leikur með Val í Olís-deild karla á næsta tímabili.

Valur hefur fengið markvörðinn Martin Nagy á láni frá ungverska stórliðinu Pick Szeged út næsta tímabil.

Nagy, sem er 21 árs, er ætlað að fylla skarð Daníels Freys Andréssonar hjá deildarmeisturum Vals.

Ungverjinn er engin smásmíði en hann telur heila 2,04 metra. Hann hefur verið þriðji markvörður Pick Szeged á eftir Mirko Alilovic og Roland Mikler. Hjá Pick Szeged lék hann með Stefáni Rafni Sigurmannssyni.

Nagy hefur verið fastamaður í yngri landsliðum Ungverjalands og þykir mjög efnilegur markvörður.

Valur varð deildarmeistari á síðasta tímabili. Keppni var hætt um miðjan mars vegna kórónuveirufaraldursins.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.