Golf

Axel hafði betur á lokaholunni

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Axel Bóasson.
Axel Bóasson. Mynd/GSÍ

Axel Bóasson bar sigur úr býtum á B59 Hotel mótinu í golfi sem fram fór á Akranesi um helgina. Mótið er hluti af golfmótaröð GSÍ og var um fyrsta mót ársins að ræða.

Axel lauk keppni á samtals sex höggum undir pari og hafði betur með minnsta mun því Haraldur Franklín Magnús hafnaði í öðru sæti á samtals fimm höggum undir pari.

Mikil spenna var á lokakaflanum en Haraldur hafði eins högga forystu fyrir lokahringinn.

Líkt og hjá konunum réðust úrslitin á átjándu og síðustu holunni sem Axel fór á pari á meðan Haraldur Franklín var á einu yfir pari.

Þrír voru jafnir í þriðja sæti þar sem þeir Guðmundur Rúnar Hallgrímsson, Hlynur Bergsson og Hákon Örn Magnússon luku allir leik á samtals fjórum höggum undir pari.

Smelltu hér til að skoða lokastöðuna í mótinu.


Tengdar fréttir
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.