Golf

Axel hafði betur á lokaholunni

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Axel Bóasson.
Axel Bóasson. Mynd/GSÍ

Axel Bóasson bar sigur úr býtum á B59 Hotel mótinu í golfi sem fram fór á Akranesi um helgina. Mótið er hluti af golfmótaröð GSÍ og var um fyrsta mót ársins að ræða.

Axel lauk keppni á samtals sex höggum undir pari og hafði betur með minnsta mun því Haraldur Franklín Magnús hafnaði í öðru sæti á samtals fimm höggum undir pari.

Mikil spenna var á lokakaflanum en Haraldur hafði eins högga forystu fyrir lokahringinn.

Líkt og hjá konunum réðust úrslitin á átjándu og síðustu holunni sem Axel fór á pari á meðan Haraldur Franklín var á einu yfir pari.

Þrír voru jafnir í þriðja sæti þar sem þeir Guðmundur Rúnar Hallgrímsson, Hlynur Bergsson og Hákon Örn Magnússon luku allir leik á samtals fjórum höggum undir pari.

Smelltu hér til að skoða lokastöðuna í mótinu.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.