Golf

Ólafía Þórunn vann fyrsta mót ársins

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir.
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir. Mynd/seth@golf.is

Atvinnukylfingurinn Ólafía Þórunn Kristinsdóttir reyndist öflugust á lokahring B59 Hotel mótsins í golfi sem fram fór á Akranesi um helgina. Mótið er hluti af golfmótaröð GSÍ og var um fyrsta mót ársins að ræða.

Heimakonan Valdís Þóra Jónsdóttir var í forystu fyrir lokahringinn en úrslitin réðust eftir dramatískar lokaholur.

Ólafía og Valdís voru jafnar á samtals þremur höggum undir pari þegar kom að því að spila átjándu og síðustu holuna. Á meðan Valdís Þóra spilaði síðustu holuna á einu höggi yfir pari var Ólafía á pari sem skilaði henni fyrsta sætinu.

Guðrún Brá Björgvinsdóttir hafnaði í þriðja sæti á samtals einu höggi yfir pari.

Smelltu hér til að skoða lokastöðuna í mótinu.



Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.