Sport

Sportið í dag: Víðir mætir í settið, Anna Úrsúla, FIFA, Kári og Tortímandinn

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Sportið í dag er dagskrá Stöðvar 2 Sports á hverjum virkum degi klukkan 15:00.
Sportið í dag er dagskrá Stöðvar 2 Sports á hverjum virkum degi klukkan 15:00. vísir/vilhelm

Lokaþáttur vikunnar af Sportinu í dag verður ekki af verri endanum. Þátturinn hefst klukkan 15:00 á Stöð 2 Sport.

Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, mætir í settið. Hann ræðir m.a. um framkvæmd Íslandsmótsins í fótbolta með tilliti til áhorfenda.

Handboltakonan sigursæla Anna Úrsúla Guðmundsdóttir, sem hefur lagt skóna á hilluna, verður í spjalli sem og Hjálmar Pálsson hjá körfuknattleiksdeild Þórs á Akureyri.

Hitað verður upp fyrir úrslitahelgina í Íslandsmótinu í FIFA og þá verður Kári Kristján Kristjánsson með pistil úr bílskúrnum góða í Vestmannaeyjum ásamt Tortímandanum.

Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×