Körfubolti

Patrick Ewing með kórónuveiruna

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Patrick Ewing er í guðatölu hjá New York Knicks.
Patrick Ewing er í guðatölu hjá New York Knicks. vísir/getty

New York Knicks goðsögnin Patrick Ewing hefur verið lagður inn á spítala í Washington og er í einangrun eftir að hafa verið greindur með kórónuveiruna.

Ewing er 57 ára gamall og er þjálfari Georgetown háskólans í dag. Hann sendi fylgjendum sínum á Twitter skilaboð þar sem hann staðfesti tíðindin.

Ewing er hluti af heiðurshöll NBA deildarinnar en á 17 ára ferli sínum í deildinni var hann 11 sinnum valinn í Stjörnuliðið. Þá á hann tvö Ólympíugull en hann var meðal annars hluti af The Dream Team á Ólympíuleikunum í Barcelona árið 1992.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.