Þúsund orð um ekki neitt! Þorgrímur Sigmundsson skrifar 12. mars 2020 08:30 Þegar þetta er skrifað er nýlokið blaðamannafundi hvar þrír ráðherrar komu fram fyrir hönd framkvæmdavaldsins til að greina frá aðgerðaráætlun ríkisstjórnarinnar vegna COVID-19 og mögulegra efnahagslegra áhrifa hennar. Ef frá er talin tímabundin niðurfelling gistináttaskattsins var annað sett fram sem óútfærðar „hugsanlega og kannski“ aðgerðir þar sem fæðuöryggi þjóðarinnar var ekki nefnt á nafn. Hvað þá heldur viðbrögð við stöðu sjávarútvegsfyrirtækja sem nú glíma við loðnubrest annað árið í röð og fyrirtækja sem byggja afkomu sína á þjónustu við útgerðina. Má því taka fundinn saman í eftirfarandi setningu. Þúsund orð um ekki neitt! Svínaflensan, fjármálakreppan og nú COVID-19, samt eru til stjórmálaflokkar sem vilja innleiða óheft milliríkjaviðskipti með landbúnaðarvörur. Vörum sem njóta opinberra styrkja og eru framleiddar við mun lakara lyfja- og dýravelferðareftirlit. Það er flestum ljóst að slík innleiðing myndi ganga frá íslenskum landbúnaði í núverandi mynd. Hvað þarf til? Í svari frá dómsmálaráðherra við skriflegri fyrirspurn Karls Gauta Hjaltasonar þingmanns Miðflokksins, þar sem hann spurði dómsmálaráðherra meðal annars um birgðastöðu matvæla, kom í ljós að ekki hafa verið gerðar sérstakar viðbragðsáætlanir ef flutningsleiðir að landinu myndu lokast skyndilega. Hinsvegar var þetta skoðað árið 2009 vegna heimsfaraldurs inflúensu en þá kom í ljós að birgðir af matvælum voru almennt frekar litlar. Hvað þarf til þess að Íslendingar sem tilheyra þessu pólitíska umhverfi átti sig á mikilvægi þess að þjóðin sé sjálfbær í matvælaframleiðslu og að íslenskur landbúnaður verði að búa við það rekstrarumhverfi, stuðning og vernd til að hann geti verið fær um að tryggja þjóðinni fæðuöryggi til lengri tíma ? Svarið við þessu er því miður að hvorki svínaflensan, fjármálakreppan né COVID-19 dugar þar til. Svo ekki er gott að gera sér í hugarlund hvílíkar hamfarir þyrfti til að breyta viðhorfum þessara ESB þjóna til mikilvægi íslenskrar matvælaframleiðslu og þörf hennar fyrir vernd og stuðning. Við verðum að tryggja öfluga hagsmunagæslu íslensks landbúnaðar frammi fyrir sameginlegu EES nefndinni, ásamt því að efla íslenska matvæla framleiðslu. Höfundur er varaþingmaður Miðflokksins Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir Skoðun Halldór 13.09.2025 Halldór Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson Skoðun Skoðun Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Sjá meira
Þegar þetta er skrifað er nýlokið blaðamannafundi hvar þrír ráðherrar komu fram fyrir hönd framkvæmdavaldsins til að greina frá aðgerðaráætlun ríkisstjórnarinnar vegna COVID-19 og mögulegra efnahagslegra áhrifa hennar. Ef frá er talin tímabundin niðurfelling gistináttaskattsins var annað sett fram sem óútfærðar „hugsanlega og kannski“ aðgerðir þar sem fæðuöryggi þjóðarinnar var ekki nefnt á nafn. Hvað þá heldur viðbrögð við stöðu sjávarútvegsfyrirtækja sem nú glíma við loðnubrest annað árið í röð og fyrirtækja sem byggja afkomu sína á þjónustu við útgerðina. Má því taka fundinn saman í eftirfarandi setningu. Þúsund orð um ekki neitt! Svínaflensan, fjármálakreppan og nú COVID-19, samt eru til stjórmálaflokkar sem vilja innleiða óheft milliríkjaviðskipti með landbúnaðarvörur. Vörum sem njóta opinberra styrkja og eru framleiddar við mun lakara lyfja- og dýravelferðareftirlit. Það er flestum ljóst að slík innleiðing myndi ganga frá íslenskum landbúnaði í núverandi mynd. Hvað þarf til? Í svari frá dómsmálaráðherra við skriflegri fyrirspurn Karls Gauta Hjaltasonar þingmanns Miðflokksins, þar sem hann spurði dómsmálaráðherra meðal annars um birgðastöðu matvæla, kom í ljós að ekki hafa verið gerðar sérstakar viðbragðsáætlanir ef flutningsleiðir að landinu myndu lokast skyndilega. Hinsvegar var þetta skoðað árið 2009 vegna heimsfaraldurs inflúensu en þá kom í ljós að birgðir af matvælum voru almennt frekar litlar. Hvað þarf til þess að Íslendingar sem tilheyra þessu pólitíska umhverfi átti sig á mikilvægi þess að þjóðin sé sjálfbær í matvælaframleiðslu og að íslenskur landbúnaður verði að búa við það rekstrarumhverfi, stuðning og vernd til að hann geti verið fær um að tryggja þjóðinni fæðuöryggi til lengri tíma ? Svarið við þessu er því miður að hvorki svínaflensan, fjármálakreppan né COVID-19 dugar þar til. Svo ekki er gott að gera sér í hugarlund hvílíkar hamfarir þyrfti til að breyta viðhorfum þessara ESB þjóna til mikilvægi íslenskrar matvælaframleiðslu og þörf hennar fyrir vernd og stuðning. Við verðum að tryggja öfluga hagsmunagæslu íslensks landbúnaðar frammi fyrir sameginlegu EES nefndinni, ásamt því að efla íslenska matvæla framleiðslu. Höfundur er varaþingmaður Miðflokksins
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar