Þúsund orð um ekki neitt! Þorgrímur Sigmundsson skrifar 12. mars 2020 08:30 Þegar þetta er skrifað er nýlokið blaðamannafundi hvar þrír ráðherrar komu fram fyrir hönd framkvæmdavaldsins til að greina frá aðgerðaráætlun ríkisstjórnarinnar vegna COVID-19 og mögulegra efnahagslegra áhrifa hennar. Ef frá er talin tímabundin niðurfelling gistináttaskattsins var annað sett fram sem óútfærðar „hugsanlega og kannski“ aðgerðir þar sem fæðuöryggi þjóðarinnar var ekki nefnt á nafn. Hvað þá heldur viðbrögð við stöðu sjávarútvegsfyrirtækja sem nú glíma við loðnubrest annað árið í röð og fyrirtækja sem byggja afkomu sína á þjónustu við útgerðina. Má því taka fundinn saman í eftirfarandi setningu. Þúsund orð um ekki neitt! Svínaflensan, fjármálakreppan og nú COVID-19, samt eru til stjórmálaflokkar sem vilja innleiða óheft milliríkjaviðskipti með landbúnaðarvörur. Vörum sem njóta opinberra styrkja og eru framleiddar við mun lakara lyfja- og dýravelferðareftirlit. Það er flestum ljóst að slík innleiðing myndi ganga frá íslenskum landbúnaði í núverandi mynd. Hvað þarf til? Í svari frá dómsmálaráðherra við skriflegri fyrirspurn Karls Gauta Hjaltasonar þingmanns Miðflokksins, þar sem hann spurði dómsmálaráðherra meðal annars um birgðastöðu matvæla, kom í ljós að ekki hafa verið gerðar sérstakar viðbragðsáætlanir ef flutningsleiðir að landinu myndu lokast skyndilega. Hinsvegar var þetta skoðað árið 2009 vegna heimsfaraldurs inflúensu en þá kom í ljós að birgðir af matvælum voru almennt frekar litlar. Hvað þarf til þess að Íslendingar sem tilheyra þessu pólitíska umhverfi átti sig á mikilvægi þess að þjóðin sé sjálfbær í matvælaframleiðslu og að íslenskur landbúnaður verði að búa við það rekstrarumhverfi, stuðning og vernd til að hann geti verið fær um að tryggja þjóðinni fæðuöryggi til lengri tíma ? Svarið við þessu er því miður að hvorki svínaflensan, fjármálakreppan né COVID-19 dugar þar til. Svo ekki er gott að gera sér í hugarlund hvílíkar hamfarir þyrfti til að breyta viðhorfum þessara ESB þjóna til mikilvægi íslenskrar matvælaframleiðslu og þörf hennar fyrir vernd og stuðning. Við verðum að tryggja öfluga hagsmunagæslu íslensks landbúnaðar frammi fyrir sameginlegu EES nefndinni, ásamt því að efla íslenska matvæla framleiðslu. Höfundur er varaþingmaður Miðflokksins Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Íslenskur Pútínismi Diana Burkot,Nadya Tolokonnikova Skoðun Þegar skynjun ráðherra verður að lögum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Þú hengir ekki bakara fyrir smið Davíð Bergmann Skoðun Samfélagsmiðlar og ósýnilegu börnin Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Að fara í stríð við sjálfan sig Rakel Hinriksdóttir Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð Skoðun Móðurást, skömm og verkjalyf Hjördís Eva Þórðardóttir Skoðun Af hverju eru Íslendingar svona feitir? Einar Baldvin Árnason Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Samtökin 22 eru ekki í okkar nafni Hópur samkynhneigðra Skoðun Skoðun Skoðun Af hverju eru Íslendingar svona feitir? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Íslenskur Pútínismi Diana Burkot,Nadya Tolokonnikova skrifar Skoðun Félagsráðgjafar lykilaðilar í stuðningi við geðheilbrigði Steinunn Bergmann skrifar Skoðun Skemmtilegri borg Skúli Helgason skrifar Skoðun Drögum úr svifryksmengun frá umferð heilsunnar vegna Þröstur Þorsteinsson skrifar Skoðun Að fara í stríð við sjálfan sig Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Þú hengir ekki bakara fyrir smið Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvaða menntakerfi kæri þingmaður? Hermann Austmar skrifar Skoðun Friðarfundur utanríkisráðherra Íslands og Palestínu og leiðtogablæti Júlíus Valsson skrifar Skoðun Nýtt Reykjavíkurmódel í leikskólamálum Andri Reyr Haraldsson,Óskar Hafnfjörð Gunnarsson skrifar Skoðun Móðurást, skömm og verkjalyf Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Framsókn sem þjónar fólki, ekki kerfum Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Samfélagsmiðlar og ósýnilegu börnin Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ég þori að veðja Jóhann Karl Ásgeirsson Gígja skrifar Skoðun Munum eftir baráttu kvenna alltaf og alls staðar Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Verkfærið sem vantar í fjármálastjórnun sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Að klúðra með stæl í tilefni alþjóðlega Mistakadagsins Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kvartað yfir erlendum aðilum? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar skynjun ráðherra verður að lögum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Frá torfkofum til tækifæra Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Rétthafar framtíðarinnar Erna Mist skrifar Skoðun Er íslenskt samfélag barnvænt? Salvör Nordal skrifar Skoðun Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir skrifar Skoðun Fálmandi í myrkrinu? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Milljarðar af almannafé í rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Göngudeild gigtar - með þér í liði! Pétur Jónsson skrifar Skoðun Börn og steinefnadrykkir: Yfirlýsing frá næringarfræðingum Hópur næringarfræðinga skrifar Skoðun Fámenn sveitarfélög eru öflug og vel rekin sveitarfélög Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Margar íslenskur Sigurjón Njarðarson skrifar Sjá meira
Þegar þetta er skrifað er nýlokið blaðamannafundi hvar þrír ráðherrar komu fram fyrir hönd framkvæmdavaldsins til að greina frá aðgerðaráætlun ríkisstjórnarinnar vegna COVID-19 og mögulegra efnahagslegra áhrifa hennar. Ef frá er talin tímabundin niðurfelling gistináttaskattsins var annað sett fram sem óútfærðar „hugsanlega og kannski“ aðgerðir þar sem fæðuöryggi þjóðarinnar var ekki nefnt á nafn. Hvað þá heldur viðbrögð við stöðu sjávarútvegsfyrirtækja sem nú glíma við loðnubrest annað árið í röð og fyrirtækja sem byggja afkomu sína á þjónustu við útgerðina. Má því taka fundinn saman í eftirfarandi setningu. Þúsund orð um ekki neitt! Svínaflensan, fjármálakreppan og nú COVID-19, samt eru til stjórmálaflokkar sem vilja innleiða óheft milliríkjaviðskipti með landbúnaðarvörur. Vörum sem njóta opinberra styrkja og eru framleiddar við mun lakara lyfja- og dýravelferðareftirlit. Það er flestum ljóst að slík innleiðing myndi ganga frá íslenskum landbúnaði í núverandi mynd. Hvað þarf til? Í svari frá dómsmálaráðherra við skriflegri fyrirspurn Karls Gauta Hjaltasonar þingmanns Miðflokksins, þar sem hann spurði dómsmálaráðherra meðal annars um birgðastöðu matvæla, kom í ljós að ekki hafa verið gerðar sérstakar viðbragðsáætlanir ef flutningsleiðir að landinu myndu lokast skyndilega. Hinsvegar var þetta skoðað árið 2009 vegna heimsfaraldurs inflúensu en þá kom í ljós að birgðir af matvælum voru almennt frekar litlar. Hvað þarf til þess að Íslendingar sem tilheyra þessu pólitíska umhverfi átti sig á mikilvægi þess að þjóðin sé sjálfbær í matvælaframleiðslu og að íslenskur landbúnaður verði að búa við það rekstrarumhverfi, stuðning og vernd til að hann geti verið fær um að tryggja þjóðinni fæðuöryggi til lengri tíma ? Svarið við þessu er því miður að hvorki svínaflensan, fjármálakreppan né COVID-19 dugar þar til. Svo ekki er gott að gera sér í hugarlund hvílíkar hamfarir þyrfti til að breyta viðhorfum þessara ESB þjóna til mikilvægi íslenskrar matvælaframleiðslu og þörf hennar fyrir vernd og stuðning. Við verðum að tryggja öfluga hagsmunagæslu íslensks landbúnaðar frammi fyrir sameginlegu EES nefndinni, ásamt því að efla íslenska matvæla framleiðslu. Höfundur er varaþingmaður Miðflokksins
Skoðun Friðarfundur utanríkisráðherra Íslands og Palestínu og leiðtogablæti Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Nýtt Reykjavíkurmódel í leikskólamálum Andri Reyr Haraldsson,Óskar Hafnfjörð Gunnarsson skrifar
Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð skrifar
Skoðun Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir skrifar
Skoðun Milljarðar af almannafé í rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins Friðjón R. Friðjónsson skrifar