Þúsund orð um ekki neitt! Þorgrímur Sigmundsson skrifar 12. mars 2020 08:30 Þegar þetta er skrifað er nýlokið blaðamannafundi hvar þrír ráðherrar komu fram fyrir hönd framkvæmdavaldsins til að greina frá aðgerðaráætlun ríkisstjórnarinnar vegna COVID-19 og mögulegra efnahagslegra áhrifa hennar. Ef frá er talin tímabundin niðurfelling gistináttaskattsins var annað sett fram sem óútfærðar „hugsanlega og kannski“ aðgerðir þar sem fæðuöryggi þjóðarinnar var ekki nefnt á nafn. Hvað þá heldur viðbrögð við stöðu sjávarútvegsfyrirtækja sem nú glíma við loðnubrest annað árið í röð og fyrirtækja sem byggja afkomu sína á þjónustu við útgerðina. Má því taka fundinn saman í eftirfarandi setningu. Þúsund orð um ekki neitt! Svínaflensan, fjármálakreppan og nú COVID-19, samt eru til stjórmálaflokkar sem vilja innleiða óheft milliríkjaviðskipti með landbúnaðarvörur. Vörum sem njóta opinberra styrkja og eru framleiddar við mun lakara lyfja- og dýravelferðareftirlit. Það er flestum ljóst að slík innleiðing myndi ganga frá íslenskum landbúnaði í núverandi mynd. Hvað þarf til? Í svari frá dómsmálaráðherra við skriflegri fyrirspurn Karls Gauta Hjaltasonar þingmanns Miðflokksins, þar sem hann spurði dómsmálaráðherra meðal annars um birgðastöðu matvæla, kom í ljós að ekki hafa verið gerðar sérstakar viðbragðsáætlanir ef flutningsleiðir að landinu myndu lokast skyndilega. Hinsvegar var þetta skoðað árið 2009 vegna heimsfaraldurs inflúensu en þá kom í ljós að birgðir af matvælum voru almennt frekar litlar. Hvað þarf til þess að Íslendingar sem tilheyra þessu pólitíska umhverfi átti sig á mikilvægi þess að þjóðin sé sjálfbær í matvælaframleiðslu og að íslenskur landbúnaður verði að búa við það rekstrarumhverfi, stuðning og vernd til að hann geti verið fær um að tryggja þjóðinni fæðuöryggi til lengri tíma ? Svarið við þessu er því miður að hvorki svínaflensan, fjármálakreppan né COVID-19 dugar þar til. Svo ekki er gott að gera sér í hugarlund hvílíkar hamfarir þyrfti til að breyta viðhorfum þessara ESB þjóna til mikilvægi íslenskrar matvælaframleiðslu og þörf hennar fyrir vernd og stuðning. Við verðum að tryggja öfluga hagsmunagæslu íslensks landbúnaðar frammi fyrir sameginlegu EES nefndinni, ásamt því að efla íslenska matvæla framleiðslu. Höfundur er varaþingmaður Miðflokksins Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 20.12.2025 Halldór Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Sjá meira
Þegar þetta er skrifað er nýlokið blaðamannafundi hvar þrír ráðherrar komu fram fyrir hönd framkvæmdavaldsins til að greina frá aðgerðaráætlun ríkisstjórnarinnar vegna COVID-19 og mögulegra efnahagslegra áhrifa hennar. Ef frá er talin tímabundin niðurfelling gistináttaskattsins var annað sett fram sem óútfærðar „hugsanlega og kannski“ aðgerðir þar sem fæðuöryggi þjóðarinnar var ekki nefnt á nafn. Hvað þá heldur viðbrögð við stöðu sjávarútvegsfyrirtækja sem nú glíma við loðnubrest annað árið í röð og fyrirtækja sem byggja afkomu sína á þjónustu við útgerðina. Má því taka fundinn saman í eftirfarandi setningu. Þúsund orð um ekki neitt! Svínaflensan, fjármálakreppan og nú COVID-19, samt eru til stjórmálaflokkar sem vilja innleiða óheft milliríkjaviðskipti með landbúnaðarvörur. Vörum sem njóta opinberra styrkja og eru framleiddar við mun lakara lyfja- og dýravelferðareftirlit. Það er flestum ljóst að slík innleiðing myndi ganga frá íslenskum landbúnaði í núverandi mynd. Hvað þarf til? Í svari frá dómsmálaráðherra við skriflegri fyrirspurn Karls Gauta Hjaltasonar þingmanns Miðflokksins, þar sem hann spurði dómsmálaráðherra meðal annars um birgðastöðu matvæla, kom í ljós að ekki hafa verið gerðar sérstakar viðbragðsáætlanir ef flutningsleiðir að landinu myndu lokast skyndilega. Hinsvegar var þetta skoðað árið 2009 vegna heimsfaraldurs inflúensu en þá kom í ljós að birgðir af matvælum voru almennt frekar litlar. Hvað þarf til þess að Íslendingar sem tilheyra þessu pólitíska umhverfi átti sig á mikilvægi þess að þjóðin sé sjálfbær í matvælaframleiðslu og að íslenskur landbúnaður verði að búa við það rekstrarumhverfi, stuðning og vernd til að hann geti verið fær um að tryggja þjóðinni fæðuöryggi til lengri tíma ? Svarið við þessu er því miður að hvorki svínaflensan, fjármálakreppan né COVID-19 dugar þar til. Svo ekki er gott að gera sér í hugarlund hvílíkar hamfarir þyrfti til að breyta viðhorfum þessara ESB þjóna til mikilvægi íslenskrar matvælaframleiðslu og þörf hennar fyrir vernd og stuðning. Við verðum að tryggja öfluga hagsmunagæslu íslensks landbúnaðar frammi fyrir sameginlegu EES nefndinni, ásamt því að efla íslenska matvæla framleiðslu. Höfundur er varaþingmaður Miðflokksins
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar