Tónlist

Kef LAVÍK heim eftir 3 mánuði í burtu

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Hljómsveitin kef LAVÍK gaf í dag út sína sjöttu smáskífu, Heim eftir 3 mánuði í burtu.
Hljómsveitin kef LAVÍK gaf í dag út sína sjöttu smáskífu, Heim eftir 3 mánuði í burtu. Vísir/Hlynur Helgi

Hljómsveitin kef LAVÍK gaf í dag út fjögurra laga EP plötu sem ber titilinn Heim eftir 3 mánuði í burtu. Þetta er fyrsta útgáfan frá kef LAVÍK sem kemur út á vegum Öldu Music.

Hljómsveitin byrjaði sem grín hjá tveimur æskuvinum frá Höfn í Hornafirði. Sveitin hefur frá árinu 2015 gefið út fimm plötur í fullri lengd og sex smáskífur en hún hefur átt hóp tryggra aðdáenda en hefur undanfarin misseri orðið vinsælli meðal breiðari hóps fólks.

Það er gestkvæmt á plötunni og kemur Steindi Jr. meðal annars fram á öllum lögunum ásamt því að JóiPé þenur sinn alkunna baritón barka. JóiPé sá einnig um að hanna umslagið ásamt Axeli Magnúsi Kristjánssyni. Þá sá Magnús Jóhann um píanóleik og Þorkell spilar á gítar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×