Sportpakkinn: Erfitt að sjá Valsmenn sleppa takinu af toppsætinu Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 11. mars 2020 16:30 Topplið Vals fær HK í heimsókn klukkan 19:30. vísir/bára Keppni í Olís-deild karla hefst á ný í kvöld eftir rúmlega tveggja vikna hlé. Síðast var leikið í deildinni mánudaginn 24. febrúar. Arnar Björnsson fór yfir 20. umferð Olís-deildarinnar með Guðlaugi Arnarssyni, sérfræðingi Seinni bylgjunnar. Valur er með tveggja stiga forystu á FH þegar þrjár umferðir eru eftir. Það var erfitt að sjá það fyrir laugardagskvöldið 12. október en þá töpuðu Valsmenn þriðja leiknum í röð með eins marks mun. Það var fjórði ósigur Valsmanna í sex fyrstu umferðunum. Frá þeim leik hefur Valur ekki tapað og aðeins tapað einu stigi. ÍBV fagnaði bikarmeistaratitlinum um helgina og Eyjamenn fá ÍR-inga í heimsókn. Líkt og Valsmenn hafa Eyjamenn verið á flugi í síðustu leikjum. Þeir eru í 6. sæti með 24 stig og stutt er í liðin þar fyrir ofan. ÍR er í sætinu fyrir neðan, tveimur stigum á eftir. ÍR vann leik liðanna í Austurberginu í nóvember með fimm marka mun. Liðin mætast klukkan 18:30 í kvöld. Leikurinn verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 3. Afturelding mætir botnliði Fjölni að Varmá í kvöld og getur með sigri náð 2. sætinu. Liðið er núna í 4. sæti með jafnmörg stig og Haukar og Selfoss sem mætast annað kvöld á Selfossi. Fjölnir hefur aðeins unnið tvo leiki í vetur og gert eitt jafntefli og tapað 16 leikjum. Grafarvogsliðið er fallið og leikur í Grill 66 deildinni á næsta tímabili. Fram og Stjarnan mætast í áhugaverðum leik í kvöld. Stjarnan er þremur stigum á undan Fram þegar sex stig eru í pottinum. Sigur Fram gerir baráttuna um áttunda og síðasta sætið í úrslitakeppninni áhugaverða. Stjarnan lék mjög vel í bikarkeppninni um helgina, vann Hauka í undanúrslitum en tapaði fyrir ÍBV í æsispennandi leik þar sem Stjarnan fékk svo sannarlega tækifæri til að vinna titilinn. Það hefur fjarað undan KA í síðustu leikjum og Akureyrarliðsins bíður erfitt verkefni annað kvöld gegn FH. Leikurinn átti að vera í kvöld en vegna ófærðar var honum frestað til morguns. FH er í 2. sæti og bíður eftir tækifæri til að hirða toppsætið ef Valsmenn taka upp á því að tapa leik. Eftir leikinn í kvöld á Valur eftir að spila við KA fyrir norðan og Stjörnuna á heimavelli. FH á eftir að spila við Stjörnuna heima og heimavelli og Fram á útivelli. Stórleikur 20. umferðannar verður á Selfossi annað kvöld þegar Haukar koma í heimsókn. Haukar voru á miklu flugi framan af leiktíð og unnu sjö marka sigur á Selfyssingum þegar liðin mættust í Hafnarfirði. Spurningin er hvort Haukar séu búnir að ná vopnum sínum á ný en það voru batamerki á liðinu í bikarleiknum við Stjörnuna um helgina. Fréttina í heild sinni má sjá hér fyrir neðan. Klippa: Sportpakkinn: Olís-deild karla hefst að nýju Olís-deild karla Sportpakkinn Tengdar fréttir KA-menn komast ekki suður Búið er að fresta leik FH og KA í Olís-deild karla sem átti að fara fram í Kaplakrika í kvöld. 11. mars 2020 11:31 Fyrsta handboltafólkið í sóttkví Fyrstu leikmennirnir í Olís-deildunum í sóttkví. 10. mars 2020 14:58 Mest lesið Heimir varaði McClaren við því að hann myndi ekki endast í tvo mánuði Fótbolti Hneykslaði marga með því að æfa með barnið á bakinu Sport „Hlustið á leikmennina“ Handbolti Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Enski boltinn Sadio Mané hafnaði Manchester United Enski boltinn Svíar og Danir fagna: „Nánast fullkominn dráttur“ Fótbolti Dómanefndin ósammála um „ekki mark“ Liverpool gegn Man City Enski boltinn Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ Handbolti McTominay hoppaði hærra en Ronaldo Fótbolti Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Handbolti Fleiri fréttir Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn „Hefðum klárlega viljað fá aðeins meira út úr þessari viku“ Elísa meidd fyrir HM og Alexandra með til Færeyja Þarf að græja pössun Tvíburasysturnar sameinaðar á ný eftir meira en áratug Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ „Hlustið á leikmennina“ Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Átta mörk Orra dugðu ekki gegn toppliðinu KA vann nágrannaslaginn fyrir norðan Selfoss sótti óvænt sigur og Afturelding dregst aftur úr Haukar fóru létt með HK EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Daníel lokaði markinu í Skógarseli Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ Sjá meira
Keppni í Olís-deild karla hefst á ný í kvöld eftir rúmlega tveggja vikna hlé. Síðast var leikið í deildinni mánudaginn 24. febrúar. Arnar Björnsson fór yfir 20. umferð Olís-deildarinnar með Guðlaugi Arnarssyni, sérfræðingi Seinni bylgjunnar. Valur er með tveggja stiga forystu á FH þegar þrjár umferðir eru eftir. Það var erfitt að sjá það fyrir laugardagskvöldið 12. október en þá töpuðu Valsmenn þriðja leiknum í röð með eins marks mun. Það var fjórði ósigur Valsmanna í sex fyrstu umferðunum. Frá þeim leik hefur Valur ekki tapað og aðeins tapað einu stigi. ÍBV fagnaði bikarmeistaratitlinum um helgina og Eyjamenn fá ÍR-inga í heimsókn. Líkt og Valsmenn hafa Eyjamenn verið á flugi í síðustu leikjum. Þeir eru í 6. sæti með 24 stig og stutt er í liðin þar fyrir ofan. ÍR er í sætinu fyrir neðan, tveimur stigum á eftir. ÍR vann leik liðanna í Austurberginu í nóvember með fimm marka mun. Liðin mætast klukkan 18:30 í kvöld. Leikurinn verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 3. Afturelding mætir botnliði Fjölni að Varmá í kvöld og getur með sigri náð 2. sætinu. Liðið er núna í 4. sæti með jafnmörg stig og Haukar og Selfoss sem mætast annað kvöld á Selfossi. Fjölnir hefur aðeins unnið tvo leiki í vetur og gert eitt jafntefli og tapað 16 leikjum. Grafarvogsliðið er fallið og leikur í Grill 66 deildinni á næsta tímabili. Fram og Stjarnan mætast í áhugaverðum leik í kvöld. Stjarnan er þremur stigum á undan Fram þegar sex stig eru í pottinum. Sigur Fram gerir baráttuna um áttunda og síðasta sætið í úrslitakeppninni áhugaverða. Stjarnan lék mjög vel í bikarkeppninni um helgina, vann Hauka í undanúrslitum en tapaði fyrir ÍBV í æsispennandi leik þar sem Stjarnan fékk svo sannarlega tækifæri til að vinna titilinn. Það hefur fjarað undan KA í síðustu leikjum og Akureyrarliðsins bíður erfitt verkefni annað kvöld gegn FH. Leikurinn átti að vera í kvöld en vegna ófærðar var honum frestað til morguns. FH er í 2. sæti og bíður eftir tækifæri til að hirða toppsætið ef Valsmenn taka upp á því að tapa leik. Eftir leikinn í kvöld á Valur eftir að spila við KA fyrir norðan og Stjörnuna á heimavelli. FH á eftir að spila við Stjörnuna heima og heimavelli og Fram á útivelli. Stórleikur 20. umferðannar verður á Selfossi annað kvöld þegar Haukar koma í heimsókn. Haukar voru á miklu flugi framan af leiktíð og unnu sjö marka sigur á Selfyssingum þegar liðin mættust í Hafnarfirði. Spurningin er hvort Haukar séu búnir að ná vopnum sínum á ný en það voru batamerki á liðinu í bikarleiknum við Stjörnuna um helgina. Fréttina í heild sinni má sjá hér fyrir neðan. Klippa: Sportpakkinn: Olís-deild karla hefst að nýju
Olís-deild karla Sportpakkinn Tengdar fréttir KA-menn komast ekki suður Búið er að fresta leik FH og KA í Olís-deild karla sem átti að fara fram í Kaplakrika í kvöld. 11. mars 2020 11:31 Fyrsta handboltafólkið í sóttkví Fyrstu leikmennirnir í Olís-deildunum í sóttkví. 10. mars 2020 14:58 Mest lesið Heimir varaði McClaren við því að hann myndi ekki endast í tvo mánuði Fótbolti Hneykslaði marga með því að æfa með barnið á bakinu Sport „Hlustið á leikmennina“ Handbolti Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Enski boltinn Sadio Mané hafnaði Manchester United Enski boltinn Svíar og Danir fagna: „Nánast fullkominn dráttur“ Fótbolti Dómanefndin ósammála um „ekki mark“ Liverpool gegn Man City Enski boltinn Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ Handbolti McTominay hoppaði hærra en Ronaldo Fótbolti Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Handbolti Fleiri fréttir Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn „Hefðum klárlega viljað fá aðeins meira út úr þessari viku“ Elísa meidd fyrir HM og Alexandra með til Færeyja Þarf að græja pössun Tvíburasysturnar sameinaðar á ný eftir meira en áratug Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ „Hlustið á leikmennina“ Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Átta mörk Orra dugðu ekki gegn toppliðinu KA vann nágrannaslaginn fyrir norðan Selfoss sótti óvænt sigur og Afturelding dregst aftur úr Haukar fóru létt með HK EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Daníel lokaði markinu í Skógarseli Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ Sjá meira
KA-menn komast ekki suður Búið er að fresta leik FH og KA í Olís-deild karla sem átti að fara fram í Kaplakrika í kvöld. 11. mars 2020 11:31
Fyrsta handboltafólkið í sóttkví Fyrstu leikmennirnir í Olís-deildunum í sóttkví. 10. mars 2020 14:58