Tímabundin tækifæri Guðmundur Haukur Guðmundsson skrifar 17. apríl 2020 09:00 Það þarf ekki að fara mörgum orðum um það áfall sem íslenskt hagkerfi hefur orðið fyrir vegna COVID-19 og þau efnahagslegu áhrif sem veiran hefur á fyrirtæki í landinu, bæði stór og smá. Stjórnvöld leggja nú á ráðin um næsta aðgerðapakka og er þrýst á að sá pakki feli í sér frekari stuðning við fyrirtæki, einkum lítil og meðalstór. Áhugavert er að líta til nágrannaríkja okkar í þessu samhengi og þeirra ríkisaðstoðarkerfa (e. state aid schemes) sem erlend stjórnvöld hafa sett á laggirnar til stuðnings fyrirtækjum þar í landi. Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) framfylgir ríkisaðstoðarreglum EES-samningsins og taka reglurnar til sérstakra aðstæðna líkt og COVID-19. Hvers kyns ríkisaðstoð eða ríkisaðstoðarkerfi þarf að hljóta samþykki ESA áður en það kemst til framkvæmdar og hefur ESA nýverið stofnað starfshóp til þess að aðstoða íslensk stjórnvöld við að hrinda ríkisaðstoðarkerfum hratt í framkvæmd. ESA og framkvæmdastjórn ESB hafa einnig kynnt tímabundna útvíkkun á ríkisaðstoðarreglum til þess að veita stjórnvöldum aukið svigrúm til að bæta rekstrarhæfni fyrirtækja. Felur þetta meðal annars í sér möguleika á beinum fjárstuðningi, endurgreiðanlegum fyrirgreiðslum, skattaívilnunum eða lánsábyrgðum. Ólíkt nágrannalöndum okkar hafa íslensk stjórnvöld, þegar þetta er ritað, ekki ennþá nýtt sér þessar tímabundnu útvíkkanir á ríkisaðstoðarreglum EES-samningsins, eða tilkynnt ríkisaðstoðarkerfi formlega til ESA. Á meðan hefur Danmörk fengið sjö ríkisaðstoðarkerfi samþykkt, Noregur fimm og Svíþjóð þrjú. Af 27 aðildarríkjum Evrópusambandsins hafa 23 sett á laggirnar margvísleg ríkisaðstoðarkerfi, og sum ríki fleiri en eitt. Það virðist því ganga hraðar fyrir sig að hrinda slíkum ríkisaðstoðarkerfum í framkvæmd erlendis. Vissulega er það svo að almennar aðgerðir, sem gilda fyrir öll fyrirtæki, falla ekki undir eftirlit ESA með ríkisaðstoð og geta ríki því hrint þeim í framkvæmd án aðkomu ESA. Hins vegar hefur hlutfall ríkisaðstoðar af landsframleiðslu verið fremur lágt á Íslandi í gegnum tíðina, og talsvert lægra en meðaltal ríkja Evrópusambandsins. Með fyrrgreindum útvíkkunum á ríkisaðstoðarreglum eru möguleikar íslenskra stjórnvalda, til þess að grípa inn í og styðja fyrirtæki í vanda, meiri nú en í fjármálahruninu. Aftur á móti er það einungis tímabundið og ættu stjórnvöld því að skoða þessa möguleika vandlega og hvernig nágrannaþjóðir okkar hafa nýtt þetta tímabundna tækifæri. Höfundur er verkefnastjóri hjá Samkeppniseftirlitinu. Skoðanir eru höfundar og þurfa ekki nauðsynlega að endurspegla afstöðu eða stefnu Samkeppniseftirlitsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Efnahagsmál Samkeppnismál Mest lesið Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez skrifar Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað ætlar þú að vera þegar þú verður stór? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Sköpum störf við hæfi! Unnur Hrefna Jóhannsóttir skrifar Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán skrifar Skoðun Tikkað í skipulagsboxin Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjúklingur settur í fangaklefa Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Ég kalla hann Isildur; mentorinn minn er gervigreind Björgmundur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað er „furry“ annars? Jóhanna Jódís Antonsdóttir skrifar Skoðun Jafnaðarmennskan og verkalýðsbaráttan Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Hljóð og mynd íslenskra varna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Leiðsöguhundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Fimmtíu ár frá lokum Víetnamstríðsins Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að undirbúa börnin okkar fyrir heim sem er að hverfa Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar Sjá meira
Það þarf ekki að fara mörgum orðum um það áfall sem íslenskt hagkerfi hefur orðið fyrir vegna COVID-19 og þau efnahagslegu áhrif sem veiran hefur á fyrirtæki í landinu, bæði stór og smá. Stjórnvöld leggja nú á ráðin um næsta aðgerðapakka og er þrýst á að sá pakki feli í sér frekari stuðning við fyrirtæki, einkum lítil og meðalstór. Áhugavert er að líta til nágrannaríkja okkar í þessu samhengi og þeirra ríkisaðstoðarkerfa (e. state aid schemes) sem erlend stjórnvöld hafa sett á laggirnar til stuðnings fyrirtækjum þar í landi. Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) framfylgir ríkisaðstoðarreglum EES-samningsins og taka reglurnar til sérstakra aðstæðna líkt og COVID-19. Hvers kyns ríkisaðstoð eða ríkisaðstoðarkerfi þarf að hljóta samþykki ESA áður en það kemst til framkvæmdar og hefur ESA nýverið stofnað starfshóp til þess að aðstoða íslensk stjórnvöld við að hrinda ríkisaðstoðarkerfum hratt í framkvæmd. ESA og framkvæmdastjórn ESB hafa einnig kynnt tímabundna útvíkkun á ríkisaðstoðarreglum til þess að veita stjórnvöldum aukið svigrúm til að bæta rekstrarhæfni fyrirtækja. Felur þetta meðal annars í sér möguleika á beinum fjárstuðningi, endurgreiðanlegum fyrirgreiðslum, skattaívilnunum eða lánsábyrgðum. Ólíkt nágrannalöndum okkar hafa íslensk stjórnvöld, þegar þetta er ritað, ekki ennþá nýtt sér þessar tímabundnu útvíkkanir á ríkisaðstoðarreglum EES-samningsins, eða tilkynnt ríkisaðstoðarkerfi formlega til ESA. Á meðan hefur Danmörk fengið sjö ríkisaðstoðarkerfi samþykkt, Noregur fimm og Svíþjóð þrjú. Af 27 aðildarríkjum Evrópusambandsins hafa 23 sett á laggirnar margvísleg ríkisaðstoðarkerfi, og sum ríki fleiri en eitt. Það virðist því ganga hraðar fyrir sig að hrinda slíkum ríkisaðstoðarkerfum í framkvæmd erlendis. Vissulega er það svo að almennar aðgerðir, sem gilda fyrir öll fyrirtæki, falla ekki undir eftirlit ESA með ríkisaðstoð og geta ríki því hrint þeim í framkvæmd án aðkomu ESA. Hins vegar hefur hlutfall ríkisaðstoðar af landsframleiðslu verið fremur lágt á Íslandi í gegnum tíðina, og talsvert lægra en meðaltal ríkja Evrópusambandsins. Með fyrrgreindum útvíkkunum á ríkisaðstoðarreglum eru möguleikar íslenskra stjórnvalda, til þess að grípa inn í og styðja fyrirtæki í vanda, meiri nú en í fjármálahruninu. Aftur á móti er það einungis tímabundið og ættu stjórnvöld því að skoða þessa möguleika vandlega og hvernig nágrannaþjóðir okkar hafa nýtt þetta tímabundna tækifæri. Höfundur er verkefnastjóri hjá Samkeppniseftirlitinu. Skoðanir eru höfundar og þurfa ekki nauðsynlega að endurspegla afstöðu eða stefnu Samkeppniseftirlitsins.
Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir Skoðun
Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar
Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir Skoðun