Margt hefur breyst en sem betur fer ekki allt Sigmar Vilhjálmsson skrifar 20. maí 2020 14:01 Það hefur margt breyst í samfélaginu okkar eftir COVID-19 en sem betur fer ekki allt. Í janúar gátum við gert allt sem okkur sýndist, frelsið var framar öllu og allir máttu gera það sem þeim fannst rétt á hverjum tíma. Ferðalög voru skipulögð og landamærin við umheiminn voru ekki til. Innflytjendur matvæla töluðu um frelsi og valkost neytenda og gerðu lítið úr umræðu bænda um mikilvægi fæðuöryggis og hvað þá matvælaöryggis. Eins og hendi var veifað þá kom upp staða í heiminum þar sem allar þjóðir þurftu að standa vörð um fæðuöryggi sinnar þjóðar. Verkefnið snéri að því að halda uppi matvælaframleiðslu þrátt fyrir fjöldatakmarkanir og þá snéru aðgerðir að því að tryggja fyrst og fremst fæðu fyrir þegna hvers lands. Útflutningur var aukaatriði á þessum tímapunkti og innflutningur nánast lagðist af. Íslendingar fundu fyrir þessu og þá sérstaklega í sjávarútvegi. Allar þjóðir litu inn á við. Hér á Íslandi var það sama upp á teningnum innflutningur minnkaði verulega og þjóðin gat reytt sig íslenska bændur og matvælaframleiðendur. Auðvelt er að leiða hugann að því hvernig staðan væri ef við værum háðari innflutningi en raunin er. Ef markaðsumhverfið hér á landi væri eins og blautur draumur innflytjenda þá værum við án efa í erfiðari stöðu sem þjóð. Bara lítið dæmi um það er íslenska krónan og verðlag. Frá því í byrjun Janúar þá hefur Evran hækkað úr 137 kr. upp í 157 kr. Sem þýðir að innfluttar matvörur hefðu hækkað á neytendur um ein 15%. Annað dæmi er sá veikleiki að vera háður innflutningi á nauðsynjavörum. Það er von að við munum og lærum af þessu ástandi. Munum mikilvægi þess að standa vörð um fæðuöryggi þjóðarinnar og lærum af því að þegar öllu er á botninn hvolft þá þurfum við að sjá um okkur sjálf. Höfundur er talsmaður FESK, Félags eggja-, svína- og kjúklingabænda á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigmar Vilhjálmsson Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landbúnaður Mest lesið Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ruben Amorim og sveigjanleiki – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn í samgöngumálum er mosavaxin Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Fimmta iðnbyltingin krefst svara – strax Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Er hurð bara hurð? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Reykjavíkurmódel á kvennaári Sóley Tómasdóttir skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Valerio Gargiulo skrifar Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson skrifar Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson skrifar Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson skrifar Skoðun Ávinningur af endurhæfingu – aukum lífsgæðin Ólafur H. Jóhannsson skrifar Skoðun Hefur þú heyrt þetta áður? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Áfram gakk – með kerfisgalla í bakpokanum Harpa Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson skrifar Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Gildra dómarans Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Sótt að réttindum kvenna — núna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson skrifar Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Það hefur margt breyst í samfélaginu okkar eftir COVID-19 en sem betur fer ekki allt. Í janúar gátum við gert allt sem okkur sýndist, frelsið var framar öllu og allir máttu gera það sem þeim fannst rétt á hverjum tíma. Ferðalög voru skipulögð og landamærin við umheiminn voru ekki til. Innflytjendur matvæla töluðu um frelsi og valkost neytenda og gerðu lítið úr umræðu bænda um mikilvægi fæðuöryggis og hvað þá matvælaöryggis. Eins og hendi var veifað þá kom upp staða í heiminum þar sem allar þjóðir þurftu að standa vörð um fæðuöryggi sinnar þjóðar. Verkefnið snéri að því að halda uppi matvælaframleiðslu þrátt fyrir fjöldatakmarkanir og þá snéru aðgerðir að því að tryggja fyrst og fremst fæðu fyrir þegna hvers lands. Útflutningur var aukaatriði á þessum tímapunkti og innflutningur nánast lagðist af. Íslendingar fundu fyrir þessu og þá sérstaklega í sjávarútvegi. Allar þjóðir litu inn á við. Hér á Íslandi var það sama upp á teningnum innflutningur minnkaði verulega og þjóðin gat reytt sig íslenska bændur og matvælaframleiðendur. Auðvelt er að leiða hugann að því hvernig staðan væri ef við værum háðari innflutningi en raunin er. Ef markaðsumhverfið hér á landi væri eins og blautur draumur innflytjenda þá værum við án efa í erfiðari stöðu sem þjóð. Bara lítið dæmi um það er íslenska krónan og verðlag. Frá því í byrjun Janúar þá hefur Evran hækkað úr 137 kr. upp í 157 kr. Sem þýðir að innfluttar matvörur hefðu hækkað á neytendur um ein 15%. Annað dæmi er sá veikleiki að vera háður innflutningi á nauðsynjavörum. Það er von að við munum og lærum af þessu ástandi. Munum mikilvægi þess að standa vörð um fæðuöryggi þjóðarinnar og lærum af því að þegar öllu er á botninn hvolft þá þurfum við að sjá um okkur sjálf. Höfundur er talsmaður FESK, Félags eggja-, svína- og kjúklingabænda á Íslandi.
Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar
Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar