Patrekur hefur sett upp þriggja ára áætlun til að koma Stjörnunni í hæstu hæðir Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 17. maí 2020 14:15 Patrekur Jóhannesson mun þjálfa Stjörnuna á næstu leiktíð. Mynd/Stöð 2 Sport Patrekur Jóhannesson, nýráðinn þjálfari karlaliðs Stjörnunnar í Olís deild karla í handbolta, hefur sett upp áætlun sem á að skila Stjörnunni í hæstu hæðir handboltans. Þá reiknar hann með að liðið spili heimaleiki sína í TM höllinni eða Mýrinni eins og hún er oftast kölluð. Henry Birgir Gunnarsson ræddi við Patrek í þættinum Sportið í dag í liðinni viku. Viðtalið má sjá í spilaranum hér að neðan. „Stjarnan hefur verið á bilinu sjöunda til níunda sæti undanfarin ár og þar á undan í fyrstu deild. Ég er með þriggja ára plan og í þeim liðum sem ég hef síðast verið að þjálfa hér á Íslandi þá hefur þetta endað vel eftir tvö ár en auðvitað vil ég alltaf berjast um efstu sætin. Það breytist aldrei sama hvar ég fer að þjálfa,“ sagði Patrekur er Henry spurði hann út í hvar Stjarnan myndi enda á næstu leiktíð. „Ég geri mér alveg grein fyrir því að þetta tekur tíma. Það er margt sem þarf að vera. Lykilatriði að liðið sé í toppstandi og þetta hangir allt saman. Það er verið að tala um Mýrina, Ásgarð og allt þetta. Við leysum það vandamál með því að vera með gott og áhugavert lið sem fólk vill sjá. Þá koma fleiri á völlinn. En markmið er að keppa um efsta sætið á þessum þremur árum.“ „Auðvitað viðurkenni ég það að hugmyndin var ekkert slæm að vera með keppnishús í Ásgarði og allt það en ég geri ráð fyrir því að við verðum í Mýrinni. Þú vinnur leikina ekkert í höllum, þú þarft að sýna það á gólfinu og auðvitað þarf stúkan og fleiri öryggisatriði að vera í lagi. Lykilatriði er samt að ég og leikmennirnir verðum þannig lið að fólk vill koma og horfa á okkur sama hvert húsið er,“ sagði Patrekur að lokum. Körfuknattleikslið Stjörnunnar leikur sína heimaleiki í Ásgarði og mikil kergja myndaðist í Garðabæ síðasta vetur er handboltalið félagsins vildi einnig leika sína heimaleiki þar. Sjá einnig: Körfuknattleiksdeild Stjörnunnar vill ekki deila Ásgarði með handboltanum Klippa: Patrekur reiknar með að spila í TM höllinni Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. Handbolti Íslenski handboltinn Olís-deild karla Sportið í dag Tengdar fréttir Patrekur vill akademíu í samstarfi við körfuna Patrekur Jóhannesson, sem tekur við handboltaliði karla hjá Stjörnunni 1. júní, vill að farin verði sama leið í Garðabæ og á Selfossi með því að koma á fót handboltaakademíu. 15. maí 2020 18:00 Stjarnan semur við markahæstu leikmenn HK og KA Stjarnan ætlar sér stóra hluti í Olís-deild karla á næstu leiktíð og heldur áfram að bæta markamaskínum í sinn hóp. 25. apríl 2020 14:30 ÍR selur Hafþór til Stjörnunnar Handboltamaðurinn Hafþór Vignisson gengur í raðir Stjörnunnar frá ÍR eftir tímabilið. 1. apríl 2020 15:36 Patrekur hættur hjá Skjern Patrekur Jóhannesson hefur stýrt Skjern í síðasta sinn. 5. febrúar 2020 10:07 Stjarnan fær tvo af bestu mönnum Fjölnis Fjórir leikmenn hafa gengið í raðir karlaliðs Stjörnunnar í handbolta á síðustu dögum. 13. maí 2020 13:03 Mest lesið „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Fótbolti Böl Börsunga í Belgíu Fótbolti Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Körfubolti „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Sport Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Enski boltinn Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Handbolti Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Fótbolti Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Körfubolti Fleiri fréttir Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Janus Daði myndaður í heimsókn hjá Barcelona Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Teitur inn í landsliðið Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Haukur magnaður í sigri Löwen Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið Sjá meira
Patrekur Jóhannesson, nýráðinn þjálfari karlaliðs Stjörnunnar í Olís deild karla í handbolta, hefur sett upp áætlun sem á að skila Stjörnunni í hæstu hæðir handboltans. Þá reiknar hann með að liðið spili heimaleiki sína í TM höllinni eða Mýrinni eins og hún er oftast kölluð. Henry Birgir Gunnarsson ræddi við Patrek í þættinum Sportið í dag í liðinni viku. Viðtalið má sjá í spilaranum hér að neðan. „Stjarnan hefur verið á bilinu sjöunda til níunda sæti undanfarin ár og þar á undan í fyrstu deild. Ég er með þriggja ára plan og í þeim liðum sem ég hef síðast verið að þjálfa hér á Íslandi þá hefur þetta endað vel eftir tvö ár en auðvitað vil ég alltaf berjast um efstu sætin. Það breytist aldrei sama hvar ég fer að þjálfa,“ sagði Patrekur er Henry spurði hann út í hvar Stjarnan myndi enda á næstu leiktíð. „Ég geri mér alveg grein fyrir því að þetta tekur tíma. Það er margt sem þarf að vera. Lykilatriði að liðið sé í toppstandi og þetta hangir allt saman. Það er verið að tala um Mýrina, Ásgarð og allt þetta. Við leysum það vandamál með því að vera með gott og áhugavert lið sem fólk vill sjá. Þá koma fleiri á völlinn. En markmið er að keppa um efsta sætið á þessum þremur árum.“ „Auðvitað viðurkenni ég það að hugmyndin var ekkert slæm að vera með keppnishús í Ásgarði og allt það en ég geri ráð fyrir því að við verðum í Mýrinni. Þú vinnur leikina ekkert í höllum, þú þarft að sýna það á gólfinu og auðvitað þarf stúkan og fleiri öryggisatriði að vera í lagi. Lykilatriði er samt að ég og leikmennirnir verðum þannig lið að fólk vill koma og horfa á okkur sama hvert húsið er,“ sagði Patrekur að lokum. Körfuknattleikslið Stjörnunnar leikur sína heimaleiki í Ásgarði og mikil kergja myndaðist í Garðabæ síðasta vetur er handboltalið félagsins vildi einnig leika sína heimaleiki þar. Sjá einnig: Körfuknattleiksdeild Stjörnunnar vill ekki deila Ásgarði með handboltanum Klippa: Patrekur reiknar með að spila í TM höllinni Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Handbolti Íslenski handboltinn Olís-deild karla Sportið í dag Tengdar fréttir Patrekur vill akademíu í samstarfi við körfuna Patrekur Jóhannesson, sem tekur við handboltaliði karla hjá Stjörnunni 1. júní, vill að farin verði sama leið í Garðabæ og á Selfossi með því að koma á fót handboltaakademíu. 15. maí 2020 18:00 Stjarnan semur við markahæstu leikmenn HK og KA Stjarnan ætlar sér stóra hluti í Olís-deild karla á næstu leiktíð og heldur áfram að bæta markamaskínum í sinn hóp. 25. apríl 2020 14:30 ÍR selur Hafþór til Stjörnunnar Handboltamaðurinn Hafþór Vignisson gengur í raðir Stjörnunnar frá ÍR eftir tímabilið. 1. apríl 2020 15:36 Patrekur hættur hjá Skjern Patrekur Jóhannesson hefur stýrt Skjern í síðasta sinn. 5. febrúar 2020 10:07 Stjarnan fær tvo af bestu mönnum Fjölnis Fjórir leikmenn hafa gengið í raðir karlaliðs Stjörnunnar í handbolta á síðustu dögum. 13. maí 2020 13:03 Mest lesið „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Fótbolti Böl Börsunga í Belgíu Fótbolti Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Körfubolti „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Sport Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Enski boltinn Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Handbolti Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Fótbolti Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Körfubolti Fleiri fréttir Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Janus Daði myndaður í heimsókn hjá Barcelona Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Teitur inn í landsliðið Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Haukur magnaður í sigri Löwen Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið Sjá meira
Patrekur vill akademíu í samstarfi við körfuna Patrekur Jóhannesson, sem tekur við handboltaliði karla hjá Stjörnunni 1. júní, vill að farin verði sama leið í Garðabæ og á Selfossi með því að koma á fót handboltaakademíu. 15. maí 2020 18:00
Stjarnan semur við markahæstu leikmenn HK og KA Stjarnan ætlar sér stóra hluti í Olís-deild karla á næstu leiktíð og heldur áfram að bæta markamaskínum í sinn hóp. 25. apríl 2020 14:30
ÍR selur Hafþór til Stjörnunnar Handboltamaðurinn Hafþór Vignisson gengur í raðir Stjörnunnar frá ÍR eftir tímabilið. 1. apríl 2020 15:36
Patrekur hættur hjá Skjern Patrekur Jóhannesson hefur stýrt Skjern í síðasta sinn. 5. febrúar 2020 10:07
Stjarnan fær tvo af bestu mönnum Fjölnis Fjórir leikmenn hafa gengið í raðir karlaliðs Stjörnunnar í handbolta á síðustu dögum. 13. maí 2020 13:03