Handbolti

Patrekur hættur hjá Skjern

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Patrekur tók við Skjern síðasta sumar.
Patrekur tók við Skjern síðasta sumar. vísir/getty

Patrekur Jóhannesson er hættur störfum sem þjálfari danska úrvalsdeildarliðsins Skjern.



Búið var að gefa út að Patrekur myndi hætta eftir tímabilið en starfslokin komu fyrr en áætlað var.

Að sögn Carsten Thygesen, stjórnarformanns Skjern, var þörf á nýjum manni í brúna.

„Ég ber mikla virðingur fyrir Patreki og nálgun hans á þjálfarastarfið,“ segir Thygesen á heimasíðu Skjern.

„En það er ekkert leyndarmál að okkur gengur illa í augnablikinu og við þurfum nýja orku í hópinn fyrir úrslitakeppnina.“

Claus Hansen tekur við Skjern af Patreki. Aðstoðarmaður hans það sem eftir er tímabils verður Thomas Klitgaard.

Patrekur stýrði Skjern í síðasta sinn þegar liðið tapaði fyrir Mors-Thy, 24-27, á sunnudaginn. Hann skilur við Skjern í 6. sæti dönsku deildarinnar.

Tveir íslenskir landsliðsmenn leika með Skjern; Elvar Örn Jónsson og Björgvin Páll Gústavsson.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×