Formaður KKÍ segir vandamálið stórt: Allir þurfa að taka þátt í að lækka kostnað Sindri Sverrisson skrifar 17. maí 2020 07:00 Körfuknattleiksfélögin urðu af miklum tekjum vegna kórónuveirufaraldursins. MYND/STÖÐ 2 SPORT „Vandamálið er stórt. Það er númer eitt, tvö og þrjú að við lækkum allan þennan kostnað,“ segir Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ, sem segir langflest körfuknattleiksfélög á Íslandi í dag eiga erfitt með að láta enda ná saman. Hannes ræddi við Guðjón Guðmundsson í Sportinu í dag og var hreinskilinn varðandi það að staðan væri mjög erfið hjá körfuknattleiksfélögum nú þegar kórónuveirufaraldurinn hefur bæði tekið úrslitakeppnina af félögunum og efnahagskrísa vegna faraldursins orðið til að fækka styrktaraðilum. „Það er alveg sama hverjir það eru í hreyfingunni okkar, hvort sem það eru þjálfarar, leikmenn, dómarar eða sjúkraþjálfarar, allir sem að þessu koma þurfa að gera sér grein fyrir því að næsta keppnistímabil verðum við öll að taka á okkur einhvers konar launalækkun eða minnka kostnað hvernig sem það verður gert, ef þetta á að vera gerlegt,“ segir Hannes. „Það verður erfiðara að sækja fé, það verður örugglega erfiðara meira að segja að fá fólk til að mæta í íþróttahúsin, þannig að þetta er eitthvað sem við verðum að skoða mjög alvarlega. Við erum, öll sem eitt í hreyfingunni, ábyrg fyrir því að þetta geti tekist,“ segir Hannes. Klippa: Sportið í dag - Körfuboltahreyfingin þarf að lækka kostnað Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. Dominos-deild karla Dominos-deild kvenna Íslenski körfuboltinn Sportið í dag Kjaramál Tengdar fréttir Af hverju má ekki ræða launamálin almennilega? „Það hefur alltaf verið þannig að félögunum er ekki vel við að ræða launamál, hvort sem það eru launamál erlendra eða íslenskra leikmanna,“ segir Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ. 14. maí 2020 19:00 Hannes um erlenda leikmenn: „Menn sammála um að vera ósammála“ Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ, segir að það sé ekki bara á Íslandi þar sem er rætt um fjölda erlenda leikmanna í hverju liði okkar því nágrannar okkar á Norðurlöndunum eru á svipuðum slóðum. 12. maí 2020 17:00 Mest lesið Stal senunni í fagnaðarlátum Arsenal Fótbolti „Nálguðumst leikinn vitlaust“ Fótbolti Chelsea Sambandsdeildarmeistari 2025 Fótbolti Læti fyrir leik í Póllandi Fótbolti Íslandsmet féll í Andorra Sport Magdeburg á toppinn eftir enn einn stórleikinn hjá Ómari og Gísla Handbolti United niðurlægt í Malasíu Enski boltinn „Ég set spurningarmerki við þennan tímapunkt“ Íslenski boltinn Biðst afsökunar á afar ljótum ummælum í Árbæ Fótbolti Fanndís kölluð inn í landsliðið eftir fimm ára fjarveru Fótbolti Fleiri fréttir Átti einstakan leik og biðinni frá aldamótum að ljúka Grindavík sækir besta leikmann Hamars/Þórs Dani Rodriguez búin að semja við Njarðvík Daníel Guðni tekur við karlaliði Keflavíkur Náfrændurnir bestir en Thunder þarf bara einn sigur enn Hörður Axel tekur við Keflavík á nýjan leik „Frábær leikmaður en Jokic átti að vinna þessi verðlaun“ „Ódrepandi“ Knicks í sögubækurnar Emilie Hesseldal í Grindavík Úlfarnir bitu frá sér og unnu 42 stiga sigur Elsti leikmaðurinn til að fá MVP atkvæði Stórleikur Martins dugði ekki til og Alba Berlin úr leik Siakam sjóðheitur þegar Pacers komst í 2-0 „Sannleikurinn“ Edwards þarf að skjóta sópinn úr höndum OKC Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Sylvía snýr aftur með nýliðunum: „Hefur verið nauðsynlegur tími fyrir mig“ Blóðgaði dómara Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Tók við MVP-styttunni og skoraði svo 38 stig Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ EuroBasket aftur í fjórum löndum og Spánn stefnir á áhorfendamet Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Sjá meira
„Vandamálið er stórt. Það er númer eitt, tvö og þrjú að við lækkum allan þennan kostnað,“ segir Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ, sem segir langflest körfuknattleiksfélög á Íslandi í dag eiga erfitt með að láta enda ná saman. Hannes ræddi við Guðjón Guðmundsson í Sportinu í dag og var hreinskilinn varðandi það að staðan væri mjög erfið hjá körfuknattleiksfélögum nú þegar kórónuveirufaraldurinn hefur bæði tekið úrslitakeppnina af félögunum og efnahagskrísa vegna faraldursins orðið til að fækka styrktaraðilum. „Það er alveg sama hverjir það eru í hreyfingunni okkar, hvort sem það eru þjálfarar, leikmenn, dómarar eða sjúkraþjálfarar, allir sem að þessu koma þurfa að gera sér grein fyrir því að næsta keppnistímabil verðum við öll að taka á okkur einhvers konar launalækkun eða minnka kostnað hvernig sem það verður gert, ef þetta á að vera gerlegt,“ segir Hannes. „Það verður erfiðara að sækja fé, það verður örugglega erfiðara meira að segja að fá fólk til að mæta í íþróttahúsin, þannig að þetta er eitthvað sem við verðum að skoða mjög alvarlega. Við erum, öll sem eitt í hreyfingunni, ábyrg fyrir því að þetta geti tekist,“ segir Hannes. Klippa: Sportið í dag - Körfuboltahreyfingin þarf að lækka kostnað Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Dominos-deild karla Dominos-deild kvenna Íslenski körfuboltinn Sportið í dag Kjaramál Tengdar fréttir Af hverju má ekki ræða launamálin almennilega? „Það hefur alltaf verið þannig að félögunum er ekki vel við að ræða launamál, hvort sem það eru launamál erlendra eða íslenskra leikmanna,“ segir Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ. 14. maí 2020 19:00 Hannes um erlenda leikmenn: „Menn sammála um að vera ósammála“ Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ, segir að það sé ekki bara á Íslandi þar sem er rætt um fjölda erlenda leikmanna í hverju liði okkar því nágrannar okkar á Norðurlöndunum eru á svipuðum slóðum. 12. maí 2020 17:00 Mest lesið Stal senunni í fagnaðarlátum Arsenal Fótbolti „Nálguðumst leikinn vitlaust“ Fótbolti Chelsea Sambandsdeildarmeistari 2025 Fótbolti Læti fyrir leik í Póllandi Fótbolti Íslandsmet féll í Andorra Sport Magdeburg á toppinn eftir enn einn stórleikinn hjá Ómari og Gísla Handbolti United niðurlægt í Malasíu Enski boltinn „Ég set spurningarmerki við þennan tímapunkt“ Íslenski boltinn Biðst afsökunar á afar ljótum ummælum í Árbæ Fótbolti Fanndís kölluð inn í landsliðið eftir fimm ára fjarveru Fótbolti Fleiri fréttir Átti einstakan leik og biðinni frá aldamótum að ljúka Grindavík sækir besta leikmann Hamars/Þórs Dani Rodriguez búin að semja við Njarðvík Daníel Guðni tekur við karlaliði Keflavíkur Náfrændurnir bestir en Thunder þarf bara einn sigur enn Hörður Axel tekur við Keflavík á nýjan leik „Frábær leikmaður en Jokic átti að vinna þessi verðlaun“ „Ódrepandi“ Knicks í sögubækurnar Emilie Hesseldal í Grindavík Úlfarnir bitu frá sér og unnu 42 stiga sigur Elsti leikmaðurinn til að fá MVP atkvæði Stórleikur Martins dugði ekki til og Alba Berlin úr leik Siakam sjóðheitur þegar Pacers komst í 2-0 „Sannleikurinn“ Edwards þarf að skjóta sópinn úr höndum OKC Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Sylvía snýr aftur með nýliðunum: „Hefur verið nauðsynlegur tími fyrir mig“ Blóðgaði dómara Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Tók við MVP-styttunni og skoraði svo 38 stig Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ EuroBasket aftur í fjórum löndum og Spánn stefnir á áhorfendamet Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Sjá meira
Af hverju má ekki ræða launamálin almennilega? „Það hefur alltaf verið þannig að félögunum er ekki vel við að ræða launamál, hvort sem það eru launamál erlendra eða íslenskra leikmanna,“ segir Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ. 14. maí 2020 19:00
Hannes um erlenda leikmenn: „Menn sammála um að vera ósammála“ Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ, segir að það sé ekki bara á Íslandi þar sem er rætt um fjölda erlenda leikmanna í hverju liði okkar því nágrannar okkar á Norðurlöndunum eru á svipuðum slóðum. 12. maí 2020 17:00