Hannes um erlenda leikmenn: „Menn sammála um að vera ósammála“ Anton Ingi Leifsson skrifar 12. maí 2020 17:00 Hannes S. Jónsson hefur verið formaður KKÍ til margra ára. vísir/s2s Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ, segir að það sé ekki bara á Íslandi þar sem er rætt um fjölda erlenda leikmanna í hverju liði okkar því nágrannar okkar á Norðurlöndunum eru á svipuðum slóðum. Það hefur fátt verið meira rætt í körfuboltaheiminum undanfarin ár en skoðanir manna á því hversu marga erlenda leikmenn liðin eiga að geta verið með á sínum snærum. Um helgina fór fram formannafundur KKÍ en hann er haldinn annað hvert ár. Hannes segir að það hafi ekki dregið til neinna tíðinda um helgina. „Það eru engar niðurstöður um þetta mál nema að menn eru sammála um að vera ósammála. Það er þannig áfram,“ sagði Hannes í Sportinu í dag. „Menn hafa verið að velta fyrir sér heiðursmannasamkomulagi milli liða í efstu deildum eða hvernig sem það er. Ég veit að forráðamenn félaganna eru enn að ræða það sín á milli en að hendi KKÍ eða sambandsins þá er ljóst að engar breytingar verða á reglum erlenda leikmanna á næsta tímabili.“ „Félögin geta rætt sín á milli og þannig er það á ýmsum stöðum í Evrópu. Það eru ýmsar reglur um alla Evrópu og það er ekki bara á Íslandi, svo það sé tekið fram, sem eru að ræða þessi málefni erlenda leikmanna.“ „Þetta er rætt á Norðurlöndunum og á ýmsum stöðum hvernig þú getur aukið spilatíma leikmanna frá viðkomandi löndum. Þetta er ekki bara Ísland að ræða þetta og hefur ekki verið heldur er þetta mikið í umræðunni í körfuboltahreyfingunni yfir höfuð.“ Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. Íslenski körfuboltinn Sportið í dag Mest lesið Stal senunni í fagnaðarlátum Arsenal Fótbolti „Nálguðumst leikinn vitlaust“ Fótbolti Chelsea Sambandsdeildarmeistari 2025 Fótbolti Læti fyrir leik í Póllandi Fótbolti Íslandsmet féll í Andorra Sport Magdeburg á toppinn eftir enn einn stórleikinn hjá Ómari og Gísla Handbolti „Ég set spurningarmerki við þennan tímapunkt“ Íslenski boltinn United niðurlægt í Malasíu Enski boltinn Biðst afsökunar á afar ljótum ummælum í Árbæ Fótbolti Fanndís kölluð inn í landsliðið eftir fimm ára fjarveru Fótbolti Fleiri fréttir Átti einstakan leik og biðinni frá aldamótum að ljúka Grindavík sækir besta leikmann Hamars/Þórs Dani Rodriguez búin að semja við Njarðvík Daníel Guðni tekur við karlaliði Keflavíkur Náfrændurnir bestir en Thunder þarf bara einn sigur enn Hörður Axel tekur við Keflavík á nýjan leik „Frábær leikmaður en Jokic átti að vinna þessi verðlaun“ „Ódrepandi“ Knicks í sögubækurnar Emilie Hesseldal í Grindavík Úlfarnir bitu frá sér og unnu 42 stiga sigur Elsti leikmaðurinn til að fá MVP atkvæði Stórleikur Martins dugði ekki til og Alba Berlin úr leik Siakam sjóðheitur þegar Pacers komst í 2-0 „Sannleikurinn“ Edwards þarf að skjóta sópinn úr höndum OKC Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Sylvía snýr aftur með nýliðunum: „Hefur verið nauðsynlegur tími fyrir mig“ Blóðgaði dómara Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Tók við MVP-styttunni og skoraði svo 38 stig Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ EuroBasket aftur í fjórum löndum og Spánn stefnir á áhorfendamet Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Sjá meira
Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ, segir að það sé ekki bara á Íslandi þar sem er rætt um fjölda erlenda leikmanna í hverju liði okkar því nágrannar okkar á Norðurlöndunum eru á svipuðum slóðum. Það hefur fátt verið meira rætt í körfuboltaheiminum undanfarin ár en skoðanir manna á því hversu marga erlenda leikmenn liðin eiga að geta verið með á sínum snærum. Um helgina fór fram formannafundur KKÍ en hann er haldinn annað hvert ár. Hannes segir að það hafi ekki dregið til neinna tíðinda um helgina. „Það eru engar niðurstöður um þetta mál nema að menn eru sammála um að vera ósammála. Það er þannig áfram,“ sagði Hannes í Sportinu í dag. „Menn hafa verið að velta fyrir sér heiðursmannasamkomulagi milli liða í efstu deildum eða hvernig sem það er. Ég veit að forráðamenn félaganna eru enn að ræða það sín á milli en að hendi KKÍ eða sambandsins þá er ljóst að engar breytingar verða á reglum erlenda leikmanna á næsta tímabili.“ „Félögin geta rætt sín á milli og þannig er það á ýmsum stöðum í Evrópu. Það eru ýmsar reglur um alla Evrópu og það er ekki bara á Íslandi, svo það sé tekið fram, sem eru að ræða þessi málefni erlenda leikmanna.“ „Þetta er rætt á Norðurlöndunum og á ýmsum stöðum hvernig þú getur aukið spilatíma leikmanna frá viðkomandi löndum. Þetta er ekki bara Ísland að ræða þetta og hefur ekki verið heldur er þetta mikið í umræðunni í körfuboltahreyfingunni yfir höfuð.“ Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Íslenski körfuboltinn Sportið í dag Mest lesið Stal senunni í fagnaðarlátum Arsenal Fótbolti „Nálguðumst leikinn vitlaust“ Fótbolti Chelsea Sambandsdeildarmeistari 2025 Fótbolti Læti fyrir leik í Póllandi Fótbolti Íslandsmet féll í Andorra Sport Magdeburg á toppinn eftir enn einn stórleikinn hjá Ómari og Gísla Handbolti „Ég set spurningarmerki við þennan tímapunkt“ Íslenski boltinn United niðurlægt í Malasíu Enski boltinn Biðst afsökunar á afar ljótum ummælum í Árbæ Fótbolti Fanndís kölluð inn í landsliðið eftir fimm ára fjarveru Fótbolti Fleiri fréttir Átti einstakan leik og biðinni frá aldamótum að ljúka Grindavík sækir besta leikmann Hamars/Þórs Dani Rodriguez búin að semja við Njarðvík Daníel Guðni tekur við karlaliði Keflavíkur Náfrændurnir bestir en Thunder þarf bara einn sigur enn Hörður Axel tekur við Keflavík á nýjan leik „Frábær leikmaður en Jokic átti að vinna þessi verðlaun“ „Ódrepandi“ Knicks í sögubækurnar Emilie Hesseldal í Grindavík Úlfarnir bitu frá sér og unnu 42 stiga sigur Elsti leikmaðurinn til að fá MVP atkvæði Stórleikur Martins dugði ekki til og Alba Berlin úr leik Siakam sjóðheitur þegar Pacers komst í 2-0 „Sannleikurinn“ Edwards þarf að skjóta sópinn úr höndum OKC Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Sylvía snýr aftur með nýliðunum: „Hefur verið nauðsynlegur tími fyrir mig“ Blóðgaði dómara Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Tók við MVP-styttunni og skoraði svo 38 stig Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ EuroBasket aftur í fjórum löndum og Spánn stefnir á áhorfendamet Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Sjá meira