Tími fyrir fisk Kristján Ingimarsson skrifar 16. maí 2020 12:30 Nú er lag. Tækifæri til markaðssetningar á hvítum fiski hafa sjaldan blasað eins vel við en í kjölfar Covid – 19 hefur komið í ljós hversu viðkvæmur hvítfiskmarkaðurinn er víða. Vilji eða kunnátta fólks til að elda fisk heima er takmörkuð varan er of oft þannig framsett að hún höfðar ekki nægilega vel til fólks, hún þarf að vera aðlaðandi og aðgengileg. Eftirspurn, neysla og framboð af fiski hefur hrunið í kjölfar Covid - 19. Laxinn hefur reyndar ekki farið eins illa út úr þessu og hvítfiskurinn en lax hefur þróast í þá átt að vera sér prótein hópur og aðskilið sig frá öðrum fiski þannig að nú er stundum talað um lambakjöt, nautakjöt, svínakjöt, kjúkling, lax og fisk (eða hvítfisk). Dregið hefur úr heimamatreiðslu á fiski í Bretlandi og víða annarsstaðar í Evrópu síðasta áratuginn en þetta hefur ekki verið vandamál þar sem eftirspurn og neysla á fiski utan heimila hefur verið góð. Það er að segja þangað til Covid – 19 skall á. Á einni nóttu lokaðist allt. Hótel, veitingastaðir og mötuneyti skelltu í lás. Þar með varð smásalan, verslanir og verslanakeðjur, eina söluleiðin fyrir fisk (já og aðra ferskvöru). Sumir gerðu sér vonir um að neyslumynstur á fiski myndi breytast á þann hátt að fiskneysla myndi færast yfir í heimaeldamennsku en það gerðist ekki eins og kom berlega í ljós þegar fólk fór að byrgja sig upp af vörum í upphafi faraldursins. Nautakjöt, svínakjöt, lambakjöt, lax og ekki síst kjúklingur voru rifin úr hillum stórmarkaða en eftir sat fiskurinn. Þegar frá leið hvarf fiskurinn svo hægt og rólega eins og eftirspurnin. Að hluta til vegna þess að eldra fólki var ráðlagt að halda sig heima. Og er það þá eldra fólk sem hefur meiri kunnáttu og vilja en yngra fólk til að elda fisk heima? Í kjölfarið ákváðu margir stórmarkaðir að loka borðum með ferskar vörur, þar á meðal fiskborðum, vegna endurskipulagninga á vöktum og að fleira fólk vantaði til þess að fylla á þurrvöruhillur. Eftir stendur að tækifæri eru til að auka markaðshlutdeild á smásölumarkaðinum en ef ekkert verður að gert gæti hlutdeildin minnkað, sér í lagi ef það er stðareynd að það er frekar eldra fólk heldur en yngra fólk sem kann og vill matreiða fisk heima. Kannski þarf að hugsa framsetninguna upp á nýtt. Þessi staða er í það minnsta umhugsunarefni og tilefni þessara skrifa. Er það hlutverk okkar að kenna ungum Evrópubúum að elda fisk? Ekki endilega en samt, þarna er tækifæri til að styrkja markaðinn og þar með að auka verðmæti og eftirspurn eftir íslenskum fiski. Við skulum ekki gleyma okkur. Svo ekki sé nú minnst á hollustu og heilsusjónarmið til þess að Córóna hugmyndina. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sjávarútvegur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Skoðun Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Nú er lag. Tækifæri til markaðssetningar á hvítum fiski hafa sjaldan blasað eins vel við en í kjölfar Covid – 19 hefur komið í ljós hversu viðkvæmur hvítfiskmarkaðurinn er víða. Vilji eða kunnátta fólks til að elda fisk heima er takmörkuð varan er of oft þannig framsett að hún höfðar ekki nægilega vel til fólks, hún þarf að vera aðlaðandi og aðgengileg. Eftirspurn, neysla og framboð af fiski hefur hrunið í kjölfar Covid - 19. Laxinn hefur reyndar ekki farið eins illa út úr þessu og hvítfiskurinn en lax hefur þróast í þá átt að vera sér prótein hópur og aðskilið sig frá öðrum fiski þannig að nú er stundum talað um lambakjöt, nautakjöt, svínakjöt, kjúkling, lax og fisk (eða hvítfisk). Dregið hefur úr heimamatreiðslu á fiski í Bretlandi og víða annarsstaðar í Evrópu síðasta áratuginn en þetta hefur ekki verið vandamál þar sem eftirspurn og neysla á fiski utan heimila hefur verið góð. Það er að segja þangað til Covid – 19 skall á. Á einni nóttu lokaðist allt. Hótel, veitingastaðir og mötuneyti skelltu í lás. Þar með varð smásalan, verslanir og verslanakeðjur, eina söluleiðin fyrir fisk (já og aðra ferskvöru). Sumir gerðu sér vonir um að neyslumynstur á fiski myndi breytast á þann hátt að fiskneysla myndi færast yfir í heimaeldamennsku en það gerðist ekki eins og kom berlega í ljós þegar fólk fór að byrgja sig upp af vörum í upphafi faraldursins. Nautakjöt, svínakjöt, lambakjöt, lax og ekki síst kjúklingur voru rifin úr hillum stórmarkaða en eftir sat fiskurinn. Þegar frá leið hvarf fiskurinn svo hægt og rólega eins og eftirspurnin. Að hluta til vegna þess að eldra fólki var ráðlagt að halda sig heima. Og er það þá eldra fólk sem hefur meiri kunnáttu og vilja en yngra fólk til að elda fisk heima? Í kjölfarið ákváðu margir stórmarkaðir að loka borðum með ferskar vörur, þar á meðal fiskborðum, vegna endurskipulagninga á vöktum og að fleira fólk vantaði til þess að fylla á þurrvöruhillur. Eftir stendur að tækifæri eru til að auka markaðshlutdeild á smásölumarkaðinum en ef ekkert verður að gert gæti hlutdeildin minnkað, sér í lagi ef það er stðareynd að það er frekar eldra fólk heldur en yngra fólk sem kann og vill matreiða fisk heima. Kannski þarf að hugsa framsetninguna upp á nýtt. Þessi staða er í það minnsta umhugsunarefni og tilefni þessara skrifa. Er það hlutverk okkar að kenna ungum Evrópubúum að elda fisk? Ekki endilega en samt, þarna er tækifæri til að styrkja markaðinn og þar með að auka verðmæti og eftirspurn eftir íslenskum fiski. Við skulum ekki gleyma okkur. Svo ekki sé nú minnst á hollustu og heilsusjónarmið til þess að Córóna hugmyndina.
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun