Sportpakkinn: Tryggvi mun fara mikið hærra Sindri Sverrisson skrifar 24. febrúar 2020 19:00 Tryggvi Snær Hlinason átti sinn besta landsleik í gær. vísir/bára „Þetta var nánast fullkominn leikur hjá honum,“ sagði Benedikt Guðmundsson, fyrrverandi þjálfari Tryggva Snæs Hlinasonar, eftir stórleik Tryggva í sigrinum gegn Slóvakíu í Laugardalshöll í gær. Benedikt segir drauminn að Tryggvi gangi í raðir eins af risaliðum Evrópu á næstu þremur árum. „Þetta var geðveik frammistaða, bæði í vörn og sókn. Það er ekki oft sem að menn eiga báða vallarhelmingana. Hann var frábær í sókn og vörn,“ sagði Benedikt við Svövu Kristínu Grétarsdóttur í Sportpakkanum á Stöð 2. Innslagið má sjá hér að neðan. Tryggvi skoraði 26 stig í leiknum, tók 17 fráköst og varði átta skot. Í hvaða þætti leiksins telur Benedikt miðherjann hafa bætt sig mest? „Í öllu. Hann er að verða betri í öllum þáttum leiksins. Hann er orðinn betri sendingamaður, hefur alltaf verið góður frákastari en er samt orðinn betri, það er orðið betra hvernig hann tímasetur vörðu skotin, þetta er allt að verða betra. En mestu framfarirnar eru sóknarlega. Hann er orðinn meiri skorari en hann var. Það að skora 26 stig í landsleik er geggjað.“ Benedikt tekur undir að það breyti miklu hjá íslenska liðinu að hafa svo hávaxinn en jafnframt öflugan miðherja: „Við höfum ekki átt alvöru hágæða miðherja síðan að Pétur Guðmundsson var að spila. Þetta kemur með algjörlega nýja vídd inn í landsliðið og gefur okkur möguleika á að verða alvöru landslið á evrópskan mælikvarða, ekki bara bakvarðasveit með „undersized“ karla eins og Hlyn [Bæringsson] til að slást við þessa stóru stráka. Núna erum við með alvöru miðherja, í fyrsta sinn í áratugi. Að vera svo með frábæra bakverði eins og Martin [Hermannsson], og millitýpur eins og Hauk Páls, gerir að verkum að ég er alveg ofsalega spenntur fyrir landsliðinu næstu 10-15 árin,“ segir Benedikt. Benedikt þjálfaði Tryggva hjá Þór á Akureyri þegar þessi 22 ára gamli leikmaður var enn mjög ómótaður leikmaður, enda byrjaði hann ekki að æfa körfubolta fyrr en hann var 16 ára gamall. Tryggvi er nú leikmaður Zaragoza í efstu deild Spánar. Bjóst Benedikt við því að hann næði svona langt? „Já, maður vissi að þakið væri hátt hjá honum. Þegar ég var með hann þá var hann tiltölulega nýbyrjaður en samt orðinn alveg svakalega spennandi eintak og nokkuð góður. Ég held að hann hafi þennan hæfileika að verða betri þegar hann spilar með betri mönnum. Hann aðlagast gæðunum í kringum hann. Ég sé hann fara nokkuð langt, hann á nóg inni og fer mikið hærra. Núna er hann í einu af þremur bestu liðum Spánar, sem er sterkasta deildin í Evrópu. Ég held að Evrópa henti honum betur en NBA, en ég held að NBA sé ekki útilokað. En ég vona að eftir svona þrjú ár verði hann kominn í eitthvað af risaliðunum í Evrópu, eins og Olympiacos, Panathinaikos, Barcelona eða Real Madrid. Það er draumurinn.“ Klippa: Nánast fullkominn leikur hjá Tryggva Körfubolti Sportpakkinn Tengdar fréttir Meira en 29 ár síðan 2,16 metra maður skoraði síðast 20 stig fyrir íslenska landsliðið Tryggvi Snær Hlinason átti sinn besta landsleik á ferlinum í gærkvöldi þegar hann fór fyrir sigri Íslands á Slóvakíu í Laugardalshöllinni. 24. febrúar 2020 12:00 Tryggvi: Mjög gott að komast aðeins heim og fylla á afurðina að heiman Tryggvi Hlinason átti einn sinn besta landsleik frá upphafi þegar íslenska landsliðið í körfubolta sigraði það slóvakíska í gær, 83-74. Leikurinn var hluti af undankeppni HM 2023. 24. febrúar 2020 08:30 Umfjöllun og viðtöl: Ísland - Slóvakía 83-74 | Tryggvi stórkostlegur í nauðsynlegum sigri Íslenska körfuboltalandsliðið vann góðan sigur á Slóvakíu í Laugardalshöllinni í kvöld, 83-74. 23. febrúar 2020 22:45 Umfjöllun: Kósóvó - Ísland 80-78 | Naumt tap í fyrsta leik Íslenska karlalandsliðið í körfuknattleik hóf leik í undankeppni HM í dag þegar strákarnir okkar mættu Kósovó ytra í fyrsta leik undanriðilsins í dag. Lokatölur urðu 80-78 fyrir Kósovó. Auk þessara liða eru Lúxemborg og Slóvakía í þessum riðli en tvö efstu liðin fara áfram á næsta stig undankeppni HM. 20. febrúar 2020 20:00 Tryggvi í efsta sæti í fráköstum og vörðum skotum Tryggvi Snær Hlinason hefur byrjað undankeppni HM 2023 af miklum krafti og er á toppnum eða við toppinn á fjórum af stærstu tölfræðiþáttunum. 24. febrúar 2020 14:00 Mest lesið Albert svaraði eftir að hafa verið sakaður um hugleysi Fótbolti Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull Íslenski boltinn „Hann er með einhverjar Ibiza-myndir af Slot“ Enski boltinn Dæmd í fjögurra ára fangelsi Fótbolti „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ Körfubolti „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Körfubolti Búist við að Salah verði hent úr hóp Enski boltinn Þriggja ára strákur setti heimsmet í skák Sport Salah ekki með Liverpool til Ítalíu Enski boltinn Langhlauparar í meiri hættu að fá krabbamein Sport Fleiri fréttir Rekinn út úr húsi vegna viðbragða þegar mótherji ætlaði að hlera leikhléið „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 118-67 | Toppliðið tekið til slátrunar Tryggvi reif til sín flest fráköst Ármann - Þór Þ. 110-85 | Ármenningar komnir á blað Var að fara að spila fyrsta landsleikinn fyrir Ísland þegar hann sleit „Álftanes er með dýrt lið” Blikar unnu í Grafarvogi og fimm lið eru jöfn á toppnum Uppgjörið:Keflavík - KR 104-85| Auðvelt hjá Keflavík - Vandræði KR halda áfram Uppgjör: Tindastóll-ÍA 102-87 | Stólarnir unnu bangsaleikinn Uppgjörið: Valur - Njarðvík 94-86 | Valur átti síðasta áhlaupið og tryggði sér sigurinn Uppgjör: ÍR-Álftanes 97-86 | Skoruðu tíu fleiri þrista Sjáðu böngsunum rigna í Síkinu í kvöld Frumsýna skemmtilegan gæðaleikmann í Breiðholti Spenna í Dalnum fyrir nýjum Kana 19 ára og 1.300 leikja hrina Lebrons á enda „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Hilmar með fínan leik í bikarsigri Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 95-74| Aldrei í hættu hjá Njarðvíkingum Botnlið Hamars/Þórs nálægt sigri í Grindavík Böngsum mun rigna á Króknum á föstudaginn Losa sig við goðsögn: „Var að frétta að ég verð sendur heim“ Keishana: Allir sigrar eru yfirlýsing KR með yfirburði í nýliðaslag og Haukar rétt sluppu á Króknum Uppgjör: Valur - Keflavík 92-95 | Keflavík vann toppslaginn á Hlíðarenda Valur fær manninn sem tryggði Tindastóli titilinn á Hlíðarenda Litli bróðir Stephen Curry til Golden State „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Ítalir hleyptu D-riðlinum upp í loft Sjá meira
„Þetta var nánast fullkominn leikur hjá honum,“ sagði Benedikt Guðmundsson, fyrrverandi þjálfari Tryggva Snæs Hlinasonar, eftir stórleik Tryggva í sigrinum gegn Slóvakíu í Laugardalshöll í gær. Benedikt segir drauminn að Tryggvi gangi í raðir eins af risaliðum Evrópu á næstu þremur árum. „Þetta var geðveik frammistaða, bæði í vörn og sókn. Það er ekki oft sem að menn eiga báða vallarhelmingana. Hann var frábær í sókn og vörn,“ sagði Benedikt við Svövu Kristínu Grétarsdóttur í Sportpakkanum á Stöð 2. Innslagið má sjá hér að neðan. Tryggvi skoraði 26 stig í leiknum, tók 17 fráköst og varði átta skot. Í hvaða þætti leiksins telur Benedikt miðherjann hafa bætt sig mest? „Í öllu. Hann er að verða betri í öllum þáttum leiksins. Hann er orðinn betri sendingamaður, hefur alltaf verið góður frákastari en er samt orðinn betri, það er orðið betra hvernig hann tímasetur vörðu skotin, þetta er allt að verða betra. En mestu framfarirnar eru sóknarlega. Hann er orðinn meiri skorari en hann var. Það að skora 26 stig í landsleik er geggjað.“ Benedikt tekur undir að það breyti miklu hjá íslenska liðinu að hafa svo hávaxinn en jafnframt öflugan miðherja: „Við höfum ekki átt alvöru hágæða miðherja síðan að Pétur Guðmundsson var að spila. Þetta kemur með algjörlega nýja vídd inn í landsliðið og gefur okkur möguleika á að verða alvöru landslið á evrópskan mælikvarða, ekki bara bakvarðasveit með „undersized“ karla eins og Hlyn [Bæringsson] til að slást við þessa stóru stráka. Núna erum við með alvöru miðherja, í fyrsta sinn í áratugi. Að vera svo með frábæra bakverði eins og Martin [Hermannsson], og millitýpur eins og Hauk Páls, gerir að verkum að ég er alveg ofsalega spenntur fyrir landsliðinu næstu 10-15 árin,“ segir Benedikt. Benedikt þjálfaði Tryggva hjá Þór á Akureyri þegar þessi 22 ára gamli leikmaður var enn mjög ómótaður leikmaður, enda byrjaði hann ekki að æfa körfubolta fyrr en hann var 16 ára gamall. Tryggvi er nú leikmaður Zaragoza í efstu deild Spánar. Bjóst Benedikt við því að hann næði svona langt? „Já, maður vissi að þakið væri hátt hjá honum. Þegar ég var með hann þá var hann tiltölulega nýbyrjaður en samt orðinn alveg svakalega spennandi eintak og nokkuð góður. Ég held að hann hafi þennan hæfileika að verða betri þegar hann spilar með betri mönnum. Hann aðlagast gæðunum í kringum hann. Ég sé hann fara nokkuð langt, hann á nóg inni og fer mikið hærra. Núna er hann í einu af þremur bestu liðum Spánar, sem er sterkasta deildin í Evrópu. Ég held að Evrópa henti honum betur en NBA, en ég held að NBA sé ekki útilokað. En ég vona að eftir svona þrjú ár verði hann kominn í eitthvað af risaliðunum í Evrópu, eins og Olympiacos, Panathinaikos, Barcelona eða Real Madrid. Það er draumurinn.“ Klippa: Nánast fullkominn leikur hjá Tryggva
Körfubolti Sportpakkinn Tengdar fréttir Meira en 29 ár síðan 2,16 metra maður skoraði síðast 20 stig fyrir íslenska landsliðið Tryggvi Snær Hlinason átti sinn besta landsleik á ferlinum í gærkvöldi þegar hann fór fyrir sigri Íslands á Slóvakíu í Laugardalshöllinni. 24. febrúar 2020 12:00 Tryggvi: Mjög gott að komast aðeins heim og fylla á afurðina að heiman Tryggvi Hlinason átti einn sinn besta landsleik frá upphafi þegar íslenska landsliðið í körfubolta sigraði það slóvakíska í gær, 83-74. Leikurinn var hluti af undankeppni HM 2023. 24. febrúar 2020 08:30 Umfjöllun og viðtöl: Ísland - Slóvakía 83-74 | Tryggvi stórkostlegur í nauðsynlegum sigri Íslenska körfuboltalandsliðið vann góðan sigur á Slóvakíu í Laugardalshöllinni í kvöld, 83-74. 23. febrúar 2020 22:45 Umfjöllun: Kósóvó - Ísland 80-78 | Naumt tap í fyrsta leik Íslenska karlalandsliðið í körfuknattleik hóf leik í undankeppni HM í dag þegar strákarnir okkar mættu Kósovó ytra í fyrsta leik undanriðilsins í dag. Lokatölur urðu 80-78 fyrir Kósovó. Auk þessara liða eru Lúxemborg og Slóvakía í þessum riðli en tvö efstu liðin fara áfram á næsta stig undankeppni HM. 20. febrúar 2020 20:00 Tryggvi í efsta sæti í fráköstum og vörðum skotum Tryggvi Snær Hlinason hefur byrjað undankeppni HM 2023 af miklum krafti og er á toppnum eða við toppinn á fjórum af stærstu tölfræðiþáttunum. 24. febrúar 2020 14:00 Mest lesið Albert svaraði eftir að hafa verið sakaður um hugleysi Fótbolti Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull Íslenski boltinn „Hann er með einhverjar Ibiza-myndir af Slot“ Enski boltinn Dæmd í fjögurra ára fangelsi Fótbolti „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ Körfubolti „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Körfubolti Búist við að Salah verði hent úr hóp Enski boltinn Þriggja ára strákur setti heimsmet í skák Sport Salah ekki með Liverpool til Ítalíu Enski boltinn Langhlauparar í meiri hættu að fá krabbamein Sport Fleiri fréttir Rekinn út úr húsi vegna viðbragða þegar mótherji ætlaði að hlera leikhléið „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 118-67 | Toppliðið tekið til slátrunar Tryggvi reif til sín flest fráköst Ármann - Þór Þ. 110-85 | Ármenningar komnir á blað Var að fara að spila fyrsta landsleikinn fyrir Ísland þegar hann sleit „Álftanes er með dýrt lið” Blikar unnu í Grafarvogi og fimm lið eru jöfn á toppnum Uppgjörið:Keflavík - KR 104-85| Auðvelt hjá Keflavík - Vandræði KR halda áfram Uppgjör: Tindastóll-ÍA 102-87 | Stólarnir unnu bangsaleikinn Uppgjörið: Valur - Njarðvík 94-86 | Valur átti síðasta áhlaupið og tryggði sér sigurinn Uppgjör: ÍR-Álftanes 97-86 | Skoruðu tíu fleiri þrista Sjáðu böngsunum rigna í Síkinu í kvöld Frumsýna skemmtilegan gæðaleikmann í Breiðholti Spenna í Dalnum fyrir nýjum Kana 19 ára og 1.300 leikja hrina Lebrons á enda „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Hilmar með fínan leik í bikarsigri Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 95-74| Aldrei í hættu hjá Njarðvíkingum Botnlið Hamars/Þórs nálægt sigri í Grindavík Böngsum mun rigna á Króknum á föstudaginn Losa sig við goðsögn: „Var að frétta að ég verð sendur heim“ Keishana: Allir sigrar eru yfirlýsing KR með yfirburði í nýliðaslag og Haukar rétt sluppu á Króknum Uppgjör: Valur - Keflavík 92-95 | Keflavík vann toppslaginn á Hlíðarenda Valur fær manninn sem tryggði Tindastóli titilinn á Hlíðarenda Litli bróðir Stephen Curry til Golden State „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Ítalir hleyptu D-riðlinum upp í loft Sjá meira
Meira en 29 ár síðan 2,16 metra maður skoraði síðast 20 stig fyrir íslenska landsliðið Tryggvi Snær Hlinason átti sinn besta landsleik á ferlinum í gærkvöldi þegar hann fór fyrir sigri Íslands á Slóvakíu í Laugardalshöllinni. 24. febrúar 2020 12:00
Tryggvi: Mjög gott að komast aðeins heim og fylla á afurðina að heiman Tryggvi Hlinason átti einn sinn besta landsleik frá upphafi þegar íslenska landsliðið í körfubolta sigraði það slóvakíska í gær, 83-74. Leikurinn var hluti af undankeppni HM 2023. 24. febrúar 2020 08:30
Umfjöllun og viðtöl: Ísland - Slóvakía 83-74 | Tryggvi stórkostlegur í nauðsynlegum sigri Íslenska körfuboltalandsliðið vann góðan sigur á Slóvakíu í Laugardalshöllinni í kvöld, 83-74. 23. febrúar 2020 22:45
Umfjöllun: Kósóvó - Ísland 80-78 | Naumt tap í fyrsta leik Íslenska karlalandsliðið í körfuknattleik hóf leik í undankeppni HM í dag þegar strákarnir okkar mættu Kósovó ytra í fyrsta leik undanriðilsins í dag. Lokatölur urðu 80-78 fyrir Kósovó. Auk þessara liða eru Lúxemborg og Slóvakía í þessum riðli en tvö efstu liðin fara áfram á næsta stig undankeppni HM. 20. febrúar 2020 20:00
Tryggvi í efsta sæti í fráköstum og vörðum skotum Tryggvi Snær Hlinason hefur byrjað undankeppni HM 2023 af miklum krafti og er á toppnum eða við toppinn á fjórum af stærstu tölfræðiþáttunum. 24. febrúar 2020 14:00