Fyndna frelsið Hersir Aron Ólafsson skrifar 8. september 2016 12:09 Ég lyfti borði í gær, fékk smáan skurð á hendi og bað góðan vin um að útvega mér plástur. Hann sagði (eðlilega) nei. Fylgdi svo eftir með; „veistu ekki að það eru tugir manna uppi á spítala akkurat núna með brotna leggi, ónýt augu og drepsóttir – hvaða máli heldurðu að þessi skurður skipti?“. Ég skammaðist mín á stundinni og vafði höndina í eldhúspappír, enda fáránlegt að gera eitthvað mál úr þessu þegar margir höfðu það miklu verra en ég. Ég kom heim seinna um kvöldið og hlammaði mér fyrir framan sjónvarpið með pabba. Þrýsti á tónhæðartakkann með minni pappírsvöfðu krumlu og reyndi að hækka, en ekkert gerðist. Takkinn hlaut að vera bilaður. Ég spurði pabba hvort ekki væri rétt að kaupa fjarstýringu, það væri svo nýmóðins og sniðugt – og flestir nágrannar okkar væru með svoleiðis. Hann snöggreiddist og æpti á mig; „AFSAKAÐU MEÐAN ÉG ÆLI, heldurðu að við getum ekki lesið bara textann? Og hvað heldurðu að gerist ef allir verða með fjarstýringar og geta bara stillt sjónvarpið að vild? Hefurðu ekki séð nágrannana, sem eru allir með fjarstýringar? Augun á þeim eru orðin kössótt, þeir eru sjónvarpssjúkir, þeir ganga veginn til glötunar!“. Ég skammaðist mín enn meira, auðvitað gat ég bara lesið textann og verið lukkulegur með það. Myndin var m.a.s. þýdd af einum virtasta þýðanda þjóðarinnar. Þessi ýktu (en sönnu) dæmi úr mínu eigin lífi eru ágæt endurspeglun þess sem sést í samfélaginu á hverjum degi. Þar sem litlu frelsismálin eru sett í samhengi við eitthvað stórt og skelfilegt og síðan keppst við að gera lítið úr fólkinu sem vekur máls á þeim. Atvikin komu upp í hugann þegar gamalt myndband frá SUS komst í dreifingu á samfélagsmiðlum á dögunum. Þar var rætt við nítján ára gamlan sjálfráða háskólanema sem fannst sæta nokkurri furðu að mega ekki kaupa sér áfenga drykki hér á landi, líkt og henni var þá bannað skv. 18. gr. áfengislaga nr. 75/1998. Ennfremur gat hún ekki sótt skólaskemmtanir með félögum sínum löglega, sem flestar voru haldnar á öldurhúsum bæjarins – en meirihluti háskólanema er yfir 20 ára gamall. Við þetta má reyndar bæta að þrátt fyrir að vera orðin ríflega 20 ára í dag getur þessi sami háskólanemi ekki keypt sér rauðvín, bjór eða annan áfengan drykk í verslun á sunnudögum frekar en nokkur annar landsmaður. Hún má ekki heldur kaupa það í hefðbundnum búðum, og ef hún gerist svo djörf að flytja frá miðpunkti höfuðborgarsvæðisins er ekki hægt að kaupa það yfir höfuð eftir kl 18. Þetta er þó allt vel skiljanlegt, enda myndu minnstu breytingar á fyrirkomulaginu spilla lýðheilsu landans og gera út af við æskuna, líkt og við sjáum í flestum nágrannalöndum okkar – þar sem börn og ungmenni eru líkari tómeygðum áfengisdauðum vofum heldur en mannfólki. Auk þess er talsverður fjöldi bjór- og landasala starfandi hérlendis, sem anna ágætlega eftirspurn þeirra sem ekki eru orðnir 20 ára, eða búa langt frá næstu vínbúð – svo vandamálið er í sjálfu sér ekki stórvægilegt. En aftur að myndbandinu umrædda. Fyrir neðan færsluna voru fjölmargar athugasemdir frá einstaklingum á öllum aldri. Margir þeirra voru mjög ósáttir við frásögn háskólanemans og fannst lítið til vandans koma. Sagði þar m.a. eftirfarandi; „Láttu þá mömmu þína kaupa bjór handa þér!“, „Persónulega finnst mér þetta ekki skipta máli“ og „Hugur minn er hjá börnunum sem fá ekki að kaupa vín,“. Ritari Samfylkingarinnar gróf svo upp færsluna á dögunum og deildi með tilheyrandi athugasemdum frá félögum sínum á borð við „RIP“, „#prayforher“ og „haha“. Við lesturinn læddist að greinarhöfundi sá grunur að margir þeirra sem lögðu orð í belg ættu erfitt með að setja fram nokkra vitræna gagnrýni á það sem lagt var til, og gripu því til þess ráðs að gera grín að viðmælandanum með „vandamálið“ sitt. Að mörgu leyti má vel sammælast um það að vandamál háskólanemans í myndbandinu var ekki ýkja stórt eða alvarlegt, enda reyndi hann hvergi að halda því fram. Einmitt þar liggur hins vegar hundurinn Lúkas grafinn. Vandamálin þurfa ekki endilega að vera stór og hörmuleg til þess að megi tala um þau. Margt af því frelsi sem þykir sjálfsagt í dag var eitt sinn „lítið“ og „asnalegt“ baráttumál. „Láttu þá mömmu þína kaupa bjór handa þér!“ hefur nefnilega hljómað í mörgum útfærslum. „Hlustaðu bara á ríkisrekna útvarpið!“, „Drekktu bara vodkablandaða pilsnerinn og hættu að heimta bjór!“, „Farðu bara í mjólkurbúðina“, „Af hverju þarftu mandarínur? – borðaðu bara rófuna þína!“. Allt hefði þetta eflaust fengið fjölmörg læk á ritvéla-Facebook fortíðarinnar. Það hefur lengi verið ríkt í eyjaskeggjum landsins að vilja hafa vit fyrir öðrum og þess vegna er mikilvægt að sjá í gegnum málflutning þeirra sem hæðast að frelsinu. Ef ég vil skíra dóttur mína Villimey, kaupa mér Tuborg Rå klukkan 21:45, taka út séreignasparnaðinn minn eða byggja mér stúdíóíbúð undir 30m2 þá kemur það ekki nokkrum manni við, og þó það sé kannski fyndið og asnalegt að leggja til breytingar á rótgrónum venjum þá má ekki missa sjónar á þessum kjarna málsins. Frelsið er nefnilega ekki einkaeign þeirra hrokafullu, sem telja sig alltaf hafa rétt fyrir sér. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Skoðun Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði skrifar Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Mannauðurinn á vinnustaðnum þarf góða innivist til að dafna Ásta Logadóttir skrifar Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Árborg - spennandi kostur fyrir öll Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Tökum á glæpahópum af meiri þunga Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Betri mönnun er lykillinn Skúli Helgason,Sabine Leskopf skrifar Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson skrifar Skoðun Getur Ísland staðið fremst í heilsutækni? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar Skoðun Fjármál framhaldsskóla Róbert Ferdinandsson skrifar Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir skrifar Sjá meira
Ég lyfti borði í gær, fékk smáan skurð á hendi og bað góðan vin um að útvega mér plástur. Hann sagði (eðlilega) nei. Fylgdi svo eftir með; „veistu ekki að það eru tugir manna uppi á spítala akkurat núna með brotna leggi, ónýt augu og drepsóttir – hvaða máli heldurðu að þessi skurður skipti?“. Ég skammaðist mín á stundinni og vafði höndina í eldhúspappír, enda fáránlegt að gera eitthvað mál úr þessu þegar margir höfðu það miklu verra en ég. Ég kom heim seinna um kvöldið og hlammaði mér fyrir framan sjónvarpið með pabba. Þrýsti á tónhæðartakkann með minni pappírsvöfðu krumlu og reyndi að hækka, en ekkert gerðist. Takkinn hlaut að vera bilaður. Ég spurði pabba hvort ekki væri rétt að kaupa fjarstýringu, það væri svo nýmóðins og sniðugt – og flestir nágrannar okkar væru með svoleiðis. Hann snöggreiddist og æpti á mig; „AFSAKAÐU MEÐAN ÉG ÆLI, heldurðu að við getum ekki lesið bara textann? Og hvað heldurðu að gerist ef allir verða með fjarstýringar og geta bara stillt sjónvarpið að vild? Hefurðu ekki séð nágrannana, sem eru allir með fjarstýringar? Augun á þeim eru orðin kössótt, þeir eru sjónvarpssjúkir, þeir ganga veginn til glötunar!“. Ég skammaðist mín enn meira, auðvitað gat ég bara lesið textann og verið lukkulegur með það. Myndin var m.a.s. þýdd af einum virtasta þýðanda þjóðarinnar. Þessi ýktu (en sönnu) dæmi úr mínu eigin lífi eru ágæt endurspeglun þess sem sést í samfélaginu á hverjum degi. Þar sem litlu frelsismálin eru sett í samhengi við eitthvað stórt og skelfilegt og síðan keppst við að gera lítið úr fólkinu sem vekur máls á þeim. Atvikin komu upp í hugann þegar gamalt myndband frá SUS komst í dreifingu á samfélagsmiðlum á dögunum. Þar var rætt við nítján ára gamlan sjálfráða háskólanema sem fannst sæta nokkurri furðu að mega ekki kaupa sér áfenga drykki hér á landi, líkt og henni var þá bannað skv. 18. gr. áfengislaga nr. 75/1998. Ennfremur gat hún ekki sótt skólaskemmtanir með félögum sínum löglega, sem flestar voru haldnar á öldurhúsum bæjarins – en meirihluti háskólanema er yfir 20 ára gamall. Við þetta má reyndar bæta að þrátt fyrir að vera orðin ríflega 20 ára í dag getur þessi sami háskólanemi ekki keypt sér rauðvín, bjór eða annan áfengan drykk í verslun á sunnudögum frekar en nokkur annar landsmaður. Hún má ekki heldur kaupa það í hefðbundnum búðum, og ef hún gerist svo djörf að flytja frá miðpunkti höfuðborgarsvæðisins er ekki hægt að kaupa það yfir höfuð eftir kl 18. Þetta er þó allt vel skiljanlegt, enda myndu minnstu breytingar á fyrirkomulaginu spilla lýðheilsu landans og gera út af við æskuna, líkt og við sjáum í flestum nágrannalöndum okkar – þar sem börn og ungmenni eru líkari tómeygðum áfengisdauðum vofum heldur en mannfólki. Auk þess er talsverður fjöldi bjór- og landasala starfandi hérlendis, sem anna ágætlega eftirspurn þeirra sem ekki eru orðnir 20 ára, eða búa langt frá næstu vínbúð – svo vandamálið er í sjálfu sér ekki stórvægilegt. En aftur að myndbandinu umrædda. Fyrir neðan færsluna voru fjölmargar athugasemdir frá einstaklingum á öllum aldri. Margir þeirra voru mjög ósáttir við frásögn háskólanemans og fannst lítið til vandans koma. Sagði þar m.a. eftirfarandi; „Láttu þá mömmu þína kaupa bjór handa þér!“, „Persónulega finnst mér þetta ekki skipta máli“ og „Hugur minn er hjá börnunum sem fá ekki að kaupa vín,“. Ritari Samfylkingarinnar gróf svo upp færsluna á dögunum og deildi með tilheyrandi athugasemdum frá félögum sínum á borð við „RIP“, „#prayforher“ og „haha“. Við lesturinn læddist að greinarhöfundi sá grunur að margir þeirra sem lögðu orð í belg ættu erfitt með að setja fram nokkra vitræna gagnrýni á það sem lagt var til, og gripu því til þess ráðs að gera grín að viðmælandanum með „vandamálið“ sitt. Að mörgu leyti má vel sammælast um það að vandamál háskólanemans í myndbandinu var ekki ýkja stórt eða alvarlegt, enda reyndi hann hvergi að halda því fram. Einmitt þar liggur hins vegar hundurinn Lúkas grafinn. Vandamálin þurfa ekki endilega að vera stór og hörmuleg til þess að megi tala um þau. Margt af því frelsi sem þykir sjálfsagt í dag var eitt sinn „lítið“ og „asnalegt“ baráttumál. „Láttu þá mömmu þína kaupa bjór handa þér!“ hefur nefnilega hljómað í mörgum útfærslum. „Hlustaðu bara á ríkisrekna útvarpið!“, „Drekktu bara vodkablandaða pilsnerinn og hættu að heimta bjór!“, „Farðu bara í mjólkurbúðina“, „Af hverju þarftu mandarínur? – borðaðu bara rófuna þína!“. Allt hefði þetta eflaust fengið fjölmörg læk á ritvéla-Facebook fortíðarinnar. Það hefur lengi verið ríkt í eyjaskeggjum landsins að vilja hafa vit fyrir öðrum og þess vegna er mikilvægt að sjá í gegnum málflutning þeirra sem hæðast að frelsinu. Ef ég vil skíra dóttur mína Villimey, kaupa mér Tuborg Rå klukkan 21:45, taka út séreignasparnaðinn minn eða byggja mér stúdíóíbúð undir 30m2 þá kemur það ekki nokkrum manni við, og þó það sé kannski fyndið og asnalegt að leggja til breytingar á rótgrónum venjum þá má ekki missa sjónar á þessum kjarna málsins. Frelsið er nefnilega ekki einkaeign þeirra hrokafullu, sem telja sig alltaf hafa rétt fyrir sér.
Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun
Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson Skoðun
Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar
Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar
Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar
Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun
Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson Skoðun