Lífið

Baltasar Kormákur sérstakur gestur á stuttmyndahátíð unga fólksins

Boði Logason skrifar
Baltasar Kormákur mun sitja fyrir svörum á stuttmyndahátíð unga fólksins, Ljósvakaljóðum, sem fram fer á laugardaginn.
Baltasar Kormákur mun sitja fyrir svörum á stuttmyndahátíð unga fólksins, Ljósvakaljóðum, sem fram fer á laugardaginn. mynd/anton
Stuttmyndahátíð unga fólksins, Ljósvakaljóð, verður haldin í sjötta sinn um helgina og verður Baltasar Kormákur sérstakur gestur hátíðarinnar. Frítt er á hátíðina.

Hátíðn er haldin í samstarfi við Reykjavíkurborg, Bíó Paradís og Zik Zak filmworks en hún hefst á laugardaginn í Bíó Paradís á Hverfisgötu. Hátt 40 stuttmyndir bárust í keppnina frá fólki á aldrinum 15 til 25 ára. Valgeir Gunnlaugsson, tengiliður við hátíðina, segir að það sé sérstaklega góður árangur þar sem strön tímamörk voru sett á myndirnar í ár. Myndirnar eru allar undir 10 mínútum. Bestu myndirnar verða sýndar í stóra tjaldinu í bíóinu en aðgangur er ókeypis.

Hátíðin verður sett á laugardaginn klukkan 13, þar sem áhorfendum gefst kostur á að spyrja Baltasar Kormák spjörunum út. Hann mun ræða um íslenska kvikmyndagerð og þau tækifæri sem leynast í ungum kvikmyndagerðarmönnum. Að því loknu verður vinningshandritið leiklesið og í kjölfarið verður stuttmyndasýning klukkan 15:30 á bestu stuttmyndunum.

Hátíðinn lýkur svo með verðlaunaafhendingu.

Nánar má lesa um hátíðina hér.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.