Erlent

Borgar átta milljónir fyrir kvöldverð með Söru Palin

Sara Palin.
Sara Palin.

Cathy Maples ætlar að borga tæplega átta milljónir króna, eða 63 þúsund dollara, fyrir málsverð með fyrrum varaforsetaefni Repúblikana, Söru Palin.

Ástæðan fyrir því að Cathy er tilbúin að borga svo mikið til þess að borða með þessum litríka fyrrum frambjóðenda, er ekki vegna sérstaks áhuga á Söru sjálfri, heldur rennur féð óskipt til HIV smitaðra uppgjafarhermanna.

Kvöldverðurinn var boðinn upp á e-bay. Peningurinn verður notaður til þess að fjármagna reiðhjólaáætlun fyrir hermennina.

Sara Palin er búsett í Alaska þar sem hún var áður fylkisstjóri. Cathy þarf að ferðast til hennar, og segir það minnsta mál.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×