Samkrull tals og tóna Magnús Jóhannsson skrifar 27. maí 2015 07:00 Samkvæmt upplýsingum frá Alþjóðaheilbrigðisstofnuninni (WHO) um ástandið í löndum á borð við Ísland eru um 16 þúsund Íslendingar það mikið heyrnarskertir að þeir þyrftu heyrnartæki. Ekki nema hluti hópsins er þó með heyrnartæki og ekki má gleyma því að tækin bæta ekki upp heyrnartapið nema að hluta til. Þar að auki er annar mun stærri hópur sem er með það mikla heyrnarskerðingu að hún skerðir lífsgæði að einhverju marki. Samtals er þetta um 15% þjóðarinnar eða nálægt 50 þúsund einstaklingar. Þessi hópur er fólk á öllum aldri þó að eldri borgarar séu í meirihluta.Mannleg samskipti Eitt af því allra mikilvægasta í lífinu eru mannleg samskipti sem að talsverðu leyti fara fram með því að hlusta á talað mál og skilja það sem sagt er. Fjölmargir þættir geta truflað það að við náum að meðtaka það sem aðrir segja en hjá heyrnarskertum eru þessir þættir fleiri og vega þyngra en hjá þeim sem hafa fulla heyrn. Bergmál og glymjandi í húsakynnum er iðulega mjög truflandi og ættu arkitektar og hönnuðir að taka slíkt með í reikninginn oftar en raun ber vitni. Sumir einstaklingar hafa tamið sér að tala óskýrt eða tala óþægilega hratt og þeir gera sjálfum sér með þessu mikinn óleik vegna þess að þegar við tölum ætlumst við oftast til þess að aðrir hlusti og skilji það sem okkur liggur á hjarta.Útvarp og sjónvarp Sú var tíð að þulir í útvarpi og sjónvarpi voru undantekningarlítið fólk sem hafði sterka rödd, skýran framburð og skildist þess vegna vel, jafnvel við léleg móttökuskilyrði. Þessu hefur því miður hrakað og sumir þulir eru þvoglumæltir og jafnvel með áberandi framburðargalla. Annað sem er enn verra er það sem er aðalumfjöllunarefni þessa pistils en það er samkrull tals og tóna. Þetta er gamalþekkt vandamál í kvikmyndum, þegar bakgrunnstónlist eða umhverfishljóð gera það að verkum að það sem leikararnir segja skilar sér illa eða alls ekki. Á undanförnum árum hefur slíkt samkrull tals og tóna því miður verið að ryðja sér til rúms í ýmis konar efni, bæði í útvarpi og sjónvarpi. Þetta virðist vera einhvers konar tískubóla, sumum kann að þykja þetta fínt eða sniðugt, nútímatækni gerir þetta auðvelt í framkvæmd en flestir gera þetta sennilega án þess að hugsa út í afleiðingarnar. Þetta er alls ekki bundið við lélegt efni og sem dæmi hafa eðalþættir í sjónvarpi, á borð við Landann og Orðbragð, verið þessu marki brenndir. Það stefnir hreinlega í það að flestu efni í útvarpi og sjónvarpi sé spillt á þennan hátt. Þetta er sorgleg þróun. Ég skora á allt þáttagerðarfólk á útvarps- og sjónvarpsstöðvum að íhuga þessi mál og blanda ekki að óþörfu saman efni sem truflar hlustun hjá 15% þjóðarinnar.Textun í sjónvarpi Iðulega væri hægt að leysa vandamálin með textun en sú aðferð er mjög vannýtt og tæknilegum annmörkum háð. Textun með aðstoð 888 á textavarpi er meingölluð í flestum tækjum, með stafabrengli (broddstafi og aðra íslenska stafi vantar) sem gerir textann illlæsilegan og virkar ekki á tímaflakkinu. Á 21. öld hljóta að vera til tæknilausnir á þessum vanda sem sjónvarpsstöðvar og símafélög þurfa að leysa í sameiningu en símafélögin sjá í flestum tilfellum um dreifingu sjónvarpsefnis. Notkun táknmáls er líka gróflega vannýtt og gæti verið efni í annan pistil.Tekið skal fram að höfundur þekkir þessi mál af eigin reynslu þar sem hann er heyrnarskertur, með eyrnasuð og notar heyrnartæki. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Sjá meira
Samkvæmt upplýsingum frá Alþjóðaheilbrigðisstofnuninni (WHO) um ástandið í löndum á borð við Ísland eru um 16 þúsund Íslendingar það mikið heyrnarskertir að þeir þyrftu heyrnartæki. Ekki nema hluti hópsins er þó með heyrnartæki og ekki má gleyma því að tækin bæta ekki upp heyrnartapið nema að hluta til. Þar að auki er annar mun stærri hópur sem er með það mikla heyrnarskerðingu að hún skerðir lífsgæði að einhverju marki. Samtals er þetta um 15% þjóðarinnar eða nálægt 50 þúsund einstaklingar. Þessi hópur er fólk á öllum aldri þó að eldri borgarar séu í meirihluta.Mannleg samskipti Eitt af því allra mikilvægasta í lífinu eru mannleg samskipti sem að talsverðu leyti fara fram með því að hlusta á talað mál og skilja það sem sagt er. Fjölmargir þættir geta truflað það að við náum að meðtaka það sem aðrir segja en hjá heyrnarskertum eru þessir þættir fleiri og vega þyngra en hjá þeim sem hafa fulla heyrn. Bergmál og glymjandi í húsakynnum er iðulega mjög truflandi og ættu arkitektar og hönnuðir að taka slíkt með í reikninginn oftar en raun ber vitni. Sumir einstaklingar hafa tamið sér að tala óskýrt eða tala óþægilega hratt og þeir gera sjálfum sér með þessu mikinn óleik vegna þess að þegar við tölum ætlumst við oftast til þess að aðrir hlusti og skilji það sem okkur liggur á hjarta.Útvarp og sjónvarp Sú var tíð að þulir í útvarpi og sjónvarpi voru undantekningarlítið fólk sem hafði sterka rödd, skýran framburð og skildist þess vegna vel, jafnvel við léleg móttökuskilyrði. Þessu hefur því miður hrakað og sumir þulir eru þvoglumæltir og jafnvel með áberandi framburðargalla. Annað sem er enn verra er það sem er aðalumfjöllunarefni þessa pistils en það er samkrull tals og tóna. Þetta er gamalþekkt vandamál í kvikmyndum, þegar bakgrunnstónlist eða umhverfishljóð gera það að verkum að það sem leikararnir segja skilar sér illa eða alls ekki. Á undanförnum árum hefur slíkt samkrull tals og tóna því miður verið að ryðja sér til rúms í ýmis konar efni, bæði í útvarpi og sjónvarpi. Þetta virðist vera einhvers konar tískubóla, sumum kann að þykja þetta fínt eða sniðugt, nútímatækni gerir þetta auðvelt í framkvæmd en flestir gera þetta sennilega án þess að hugsa út í afleiðingarnar. Þetta er alls ekki bundið við lélegt efni og sem dæmi hafa eðalþættir í sjónvarpi, á borð við Landann og Orðbragð, verið þessu marki brenndir. Það stefnir hreinlega í það að flestu efni í útvarpi og sjónvarpi sé spillt á þennan hátt. Þetta er sorgleg þróun. Ég skora á allt þáttagerðarfólk á útvarps- og sjónvarpsstöðvum að íhuga þessi mál og blanda ekki að óþörfu saman efni sem truflar hlustun hjá 15% þjóðarinnar.Textun í sjónvarpi Iðulega væri hægt að leysa vandamálin með textun en sú aðferð er mjög vannýtt og tæknilegum annmörkum háð. Textun með aðstoð 888 á textavarpi er meingölluð í flestum tækjum, með stafabrengli (broddstafi og aðra íslenska stafi vantar) sem gerir textann illlæsilegan og virkar ekki á tímaflakkinu. Á 21. öld hljóta að vera til tæknilausnir á þessum vanda sem sjónvarpsstöðvar og símafélög þurfa að leysa í sameiningu en símafélögin sjá í flestum tilfellum um dreifingu sjónvarpsefnis. Notkun táknmáls er líka gróflega vannýtt og gæti verið efni í annan pistil.Tekið skal fram að höfundur þekkir þessi mál af eigin reynslu þar sem hann er heyrnarskertur, með eyrnasuð og notar heyrnartæki.
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar