Samkrull tals og tóna Magnús Jóhannsson skrifar 27. maí 2015 07:00 Samkvæmt upplýsingum frá Alþjóðaheilbrigðisstofnuninni (WHO) um ástandið í löndum á borð við Ísland eru um 16 þúsund Íslendingar það mikið heyrnarskertir að þeir þyrftu heyrnartæki. Ekki nema hluti hópsins er þó með heyrnartæki og ekki má gleyma því að tækin bæta ekki upp heyrnartapið nema að hluta til. Þar að auki er annar mun stærri hópur sem er með það mikla heyrnarskerðingu að hún skerðir lífsgæði að einhverju marki. Samtals er þetta um 15% þjóðarinnar eða nálægt 50 þúsund einstaklingar. Þessi hópur er fólk á öllum aldri þó að eldri borgarar séu í meirihluta.Mannleg samskipti Eitt af því allra mikilvægasta í lífinu eru mannleg samskipti sem að talsverðu leyti fara fram með því að hlusta á talað mál og skilja það sem sagt er. Fjölmargir þættir geta truflað það að við náum að meðtaka það sem aðrir segja en hjá heyrnarskertum eru þessir þættir fleiri og vega þyngra en hjá þeim sem hafa fulla heyrn. Bergmál og glymjandi í húsakynnum er iðulega mjög truflandi og ættu arkitektar og hönnuðir að taka slíkt með í reikninginn oftar en raun ber vitni. Sumir einstaklingar hafa tamið sér að tala óskýrt eða tala óþægilega hratt og þeir gera sjálfum sér með þessu mikinn óleik vegna þess að þegar við tölum ætlumst við oftast til þess að aðrir hlusti og skilji það sem okkur liggur á hjarta.Útvarp og sjónvarp Sú var tíð að þulir í útvarpi og sjónvarpi voru undantekningarlítið fólk sem hafði sterka rödd, skýran framburð og skildist þess vegna vel, jafnvel við léleg móttökuskilyrði. Þessu hefur því miður hrakað og sumir þulir eru þvoglumæltir og jafnvel með áberandi framburðargalla. Annað sem er enn verra er það sem er aðalumfjöllunarefni þessa pistils en það er samkrull tals og tóna. Þetta er gamalþekkt vandamál í kvikmyndum, þegar bakgrunnstónlist eða umhverfishljóð gera það að verkum að það sem leikararnir segja skilar sér illa eða alls ekki. Á undanförnum árum hefur slíkt samkrull tals og tóna því miður verið að ryðja sér til rúms í ýmis konar efni, bæði í útvarpi og sjónvarpi. Þetta virðist vera einhvers konar tískubóla, sumum kann að þykja þetta fínt eða sniðugt, nútímatækni gerir þetta auðvelt í framkvæmd en flestir gera þetta sennilega án þess að hugsa út í afleiðingarnar. Þetta er alls ekki bundið við lélegt efni og sem dæmi hafa eðalþættir í sjónvarpi, á borð við Landann og Orðbragð, verið þessu marki brenndir. Það stefnir hreinlega í það að flestu efni í útvarpi og sjónvarpi sé spillt á þennan hátt. Þetta er sorgleg þróun. Ég skora á allt þáttagerðarfólk á útvarps- og sjónvarpsstöðvum að íhuga þessi mál og blanda ekki að óþörfu saman efni sem truflar hlustun hjá 15% þjóðarinnar.Textun í sjónvarpi Iðulega væri hægt að leysa vandamálin með textun en sú aðferð er mjög vannýtt og tæknilegum annmörkum háð. Textun með aðstoð 888 á textavarpi er meingölluð í flestum tækjum, með stafabrengli (broddstafi og aðra íslenska stafi vantar) sem gerir textann illlæsilegan og virkar ekki á tímaflakkinu. Á 21. öld hljóta að vera til tæknilausnir á þessum vanda sem sjónvarpsstöðvar og símafélög þurfa að leysa í sameiningu en símafélögin sjá í flestum tilfellum um dreifingu sjónvarpsefnis. Notkun táknmáls er líka gróflega vannýtt og gæti verið efni í annan pistil.Tekið skal fram að höfundur þekkir þessi mál af eigin reynslu þar sem hann er heyrnarskertur, með eyrnasuð og notar heyrnartæki. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson Skoðun Skoðun Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Sjá meira
Samkvæmt upplýsingum frá Alþjóðaheilbrigðisstofnuninni (WHO) um ástandið í löndum á borð við Ísland eru um 16 þúsund Íslendingar það mikið heyrnarskertir að þeir þyrftu heyrnartæki. Ekki nema hluti hópsins er þó með heyrnartæki og ekki má gleyma því að tækin bæta ekki upp heyrnartapið nema að hluta til. Þar að auki er annar mun stærri hópur sem er með það mikla heyrnarskerðingu að hún skerðir lífsgæði að einhverju marki. Samtals er þetta um 15% þjóðarinnar eða nálægt 50 þúsund einstaklingar. Þessi hópur er fólk á öllum aldri þó að eldri borgarar séu í meirihluta.Mannleg samskipti Eitt af því allra mikilvægasta í lífinu eru mannleg samskipti sem að talsverðu leyti fara fram með því að hlusta á talað mál og skilja það sem sagt er. Fjölmargir þættir geta truflað það að við náum að meðtaka það sem aðrir segja en hjá heyrnarskertum eru þessir þættir fleiri og vega þyngra en hjá þeim sem hafa fulla heyrn. Bergmál og glymjandi í húsakynnum er iðulega mjög truflandi og ættu arkitektar og hönnuðir að taka slíkt með í reikninginn oftar en raun ber vitni. Sumir einstaklingar hafa tamið sér að tala óskýrt eða tala óþægilega hratt og þeir gera sjálfum sér með þessu mikinn óleik vegna þess að þegar við tölum ætlumst við oftast til þess að aðrir hlusti og skilji það sem okkur liggur á hjarta.Útvarp og sjónvarp Sú var tíð að þulir í útvarpi og sjónvarpi voru undantekningarlítið fólk sem hafði sterka rödd, skýran framburð og skildist þess vegna vel, jafnvel við léleg móttökuskilyrði. Þessu hefur því miður hrakað og sumir þulir eru þvoglumæltir og jafnvel með áberandi framburðargalla. Annað sem er enn verra er það sem er aðalumfjöllunarefni þessa pistils en það er samkrull tals og tóna. Þetta er gamalþekkt vandamál í kvikmyndum, þegar bakgrunnstónlist eða umhverfishljóð gera það að verkum að það sem leikararnir segja skilar sér illa eða alls ekki. Á undanförnum árum hefur slíkt samkrull tals og tóna því miður verið að ryðja sér til rúms í ýmis konar efni, bæði í útvarpi og sjónvarpi. Þetta virðist vera einhvers konar tískubóla, sumum kann að þykja þetta fínt eða sniðugt, nútímatækni gerir þetta auðvelt í framkvæmd en flestir gera þetta sennilega án þess að hugsa út í afleiðingarnar. Þetta er alls ekki bundið við lélegt efni og sem dæmi hafa eðalþættir í sjónvarpi, á borð við Landann og Orðbragð, verið þessu marki brenndir. Það stefnir hreinlega í það að flestu efni í útvarpi og sjónvarpi sé spillt á þennan hátt. Þetta er sorgleg þróun. Ég skora á allt þáttagerðarfólk á útvarps- og sjónvarpsstöðvum að íhuga þessi mál og blanda ekki að óþörfu saman efni sem truflar hlustun hjá 15% þjóðarinnar.Textun í sjónvarpi Iðulega væri hægt að leysa vandamálin með textun en sú aðferð er mjög vannýtt og tæknilegum annmörkum háð. Textun með aðstoð 888 á textavarpi er meingölluð í flestum tækjum, með stafabrengli (broddstafi og aðra íslenska stafi vantar) sem gerir textann illlæsilegan og virkar ekki á tímaflakkinu. Á 21. öld hljóta að vera til tæknilausnir á þessum vanda sem sjónvarpsstöðvar og símafélög þurfa að leysa í sameiningu en símafélögin sjá í flestum tilfellum um dreifingu sjónvarpsefnis. Notkun táknmáls er líka gróflega vannýtt og gæti verið efni í annan pistil.Tekið skal fram að höfundur þekkir þessi mál af eigin reynslu þar sem hann er heyrnarskertur, með eyrnasuð og notar heyrnartæki.
Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun