„Evrópusambandið treysti sér ekki til þess að gefa svör núna“ Anton Ingi Leifsson skrifar 7. apríl 2020 20:00 Rut Jónsdóttir leikmaður Íslands, Snorri Steinn Guðjónsson þjálfari Vals og Aron Pálmarsson leikmaður Íslands. Karla- og kvennalandslið Íslands í handbolta eiga fyrirhugaða leiki í undankeppnum EM og HM en óvíst er hvort þessir leikir fara fram á tilsettum tíma. Einnig eiga Valsmenn að leika í EHF-bikarnum í júní en kórónuveiran hefur sett strik í reikninginn þar eins og á fleiri stöðum. Guðjón Guðmundsson ræddi við Róbert Geir Gíslason, framkvæmdarstjóra HSÍ, í Sportpakka kvöldsins þar sem þeir fóru yfir stöðuna hjá landsliðinu og Val. Það er ekki allt búið hjá HSÍ nefnilega. „Við erum enn með á dagskránni í sumar bæði karla- og kvennalandsleiki. Karlalandsliðið er fyrirhugað að spila við Sviss, heima og heiman, mánaðarmótin júlí og júní og kvennalandsliðið með fjóra leiki í undankeppni EM í byrjun júní. Við erum að bíða svara frá EHF hvað varðar um þessa leiki.“ Valsmenn eru komnir í 8-liða úrslit Áskorendabikarsins og áttu að leika gegn Halden frá Noregi í mars en þeim leikjum var frestað fram í júní. Óvíst er hvort eða hvenær þeir fara fram. „Áður en við tókum ákvörðunina í gær um að aflýsa öllu hér heima þá vorum við í sambandi við Evrópusambandið. Við vorum að óska eftir svörum frá þeim bæði varðandi landsliðin og varðandi leiki Vals í Evrópukeppninni. Evrópusambandið treysti sér ekki til þess að gefa svör núna.“ „Þeir stefna á því að vera með svör tilbúin fljótlega eftir páska. Þangað til er bara óvissa. Við vitum ekki hvað þeir gera. Umræðan um Meistaradeildina er að spila hana í ágúst. Hvað verður vitum við ekki og bíðum svara eins og aðrir.“ Hefur Róbert trú á að allir þessir leikir fari fram? „Ég hef trú á því að landsleikirnir verði leiknir á einhverjum tímapunkti. Ég efast um að kvennalandsleikirnir verði leiknir í byrjun júní. Það er bara svo skammt í það. Varðandi karlalandsliðið mánaðarmótin júní og júlí, ég veit ekki hvort við leikum þá eða í haust. Þeir leikir verða alltaf leiknir því við þurfum að skera úr hvaða lið fer á HM í Egyptalandi. Eins þarf að skera úr hvaða lið fer á EM í desember,“ sagði Róbert. Innslagið má sjá hér að neðan. Klippa: Sportpakkinn - Róbert um stöðuna hjá landsliðinu og Val Handbolti Mest lesið John Cena hættur að glíma Sport Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Þjálfari Orra Steins látinn fara Fótbolti Lunga NFL-stjörnu féll saman eftir nálastungumeðferð Sport Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Fótbolti Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Formúla 1 Hundrað ára vaxtarræktarkappi Sport Fleiri fréttir Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Íslendingaliðin unnu öll og skipa sér í þrjú efstu sætin Bjarki Már raðaði inn mörkunum í seinni hálfleik Stelpurnar okkar mættar aftur í Olís deildina Forsetinn mætir ekki á úrslitaleik HM kvenna Leik lokið: Haukar - KA/Þór 35-20 | Þriggja leikja taphrinu lokið með fimmtán marka sigri Gerir miklar kröfur til sjálfs síns: „Það má aldrei slaka á“ Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Boða uppsagnir hjá Íslendingaliðinu Rúnar snýr aftur í þýsku úrvalsdeildina „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ „Má ekki gleyma kónginum á Akureyri“ Haukur í ham gegn sveinum Guðjóns Vals Framarar hefndu loks með stórsigri KA - Afturelding 22-28 | Öruggt hjá gestunum á Akureyri Gísli meiddist en fór aftur inn á völlinn: „Þurfti að tala læknana svolítið til“ Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Danir úr leik á HM Taphrina HK á enda eftir dramatískar lokasekúndur Tíu íslensk mörk er Magdeburg vann Melsungen Haukar jafna Val að stigum á toppi deildarinnar FH sótti sigur í greipar ÍBV og Valur vann spennutrylli Benedikt með fjögur mörk í öruggum sigri Holland áfram í undanúrslit og mætir Noregi Norska landsliðið flaug áfram í undanúrslit Stórleikur Birgis Steins í sex marka sigri Fjögur mörk Elvars dugðu skammt í þungu tapi Sjá meira
Karla- og kvennalandslið Íslands í handbolta eiga fyrirhugaða leiki í undankeppnum EM og HM en óvíst er hvort þessir leikir fara fram á tilsettum tíma. Einnig eiga Valsmenn að leika í EHF-bikarnum í júní en kórónuveiran hefur sett strik í reikninginn þar eins og á fleiri stöðum. Guðjón Guðmundsson ræddi við Róbert Geir Gíslason, framkvæmdarstjóra HSÍ, í Sportpakka kvöldsins þar sem þeir fóru yfir stöðuna hjá landsliðinu og Val. Það er ekki allt búið hjá HSÍ nefnilega. „Við erum enn með á dagskránni í sumar bæði karla- og kvennalandsleiki. Karlalandsliðið er fyrirhugað að spila við Sviss, heima og heiman, mánaðarmótin júlí og júní og kvennalandsliðið með fjóra leiki í undankeppni EM í byrjun júní. Við erum að bíða svara frá EHF hvað varðar um þessa leiki.“ Valsmenn eru komnir í 8-liða úrslit Áskorendabikarsins og áttu að leika gegn Halden frá Noregi í mars en þeim leikjum var frestað fram í júní. Óvíst er hvort eða hvenær þeir fara fram. „Áður en við tókum ákvörðunina í gær um að aflýsa öllu hér heima þá vorum við í sambandi við Evrópusambandið. Við vorum að óska eftir svörum frá þeim bæði varðandi landsliðin og varðandi leiki Vals í Evrópukeppninni. Evrópusambandið treysti sér ekki til þess að gefa svör núna.“ „Þeir stefna á því að vera með svör tilbúin fljótlega eftir páska. Þangað til er bara óvissa. Við vitum ekki hvað þeir gera. Umræðan um Meistaradeildina er að spila hana í ágúst. Hvað verður vitum við ekki og bíðum svara eins og aðrir.“ Hefur Róbert trú á að allir þessir leikir fari fram? „Ég hef trú á því að landsleikirnir verði leiknir á einhverjum tímapunkti. Ég efast um að kvennalandsleikirnir verði leiknir í byrjun júní. Það er bara svo skammt í það. Varðandi karlalandsliðið mánaðarmótin júní og júlí, ég veit ekki hvort við leikum þá eða í haust. Þeir leikir verða alltaf leiknir því við þurfum að skera úr hvaða lið fer á HM í Egyptalandi. Eins þarf að skera úr hvaða lið fer á EM í desember,“ sagði Róbert. Innslagið má sjá hér að neðan. Klippa: Sportpakkinn - Róbert um stöðuna hjá landsliðinu og Val
Handbolti Mest lesið John Cena hættur að glíma Sport Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Þjálfari Orra Steins látinn fara Fótbolti Lunga NFL-stjörnu féll saman eftir nálastungumeðferð Sport Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Fótbolti Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Formúla 1 Hundrað ára vaxtarræktarkappi Sport Fleiri fréttir Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Íslendingaliðin unnu öll og skipa sér í þrjú efstu sætin Bjarki Már raðaði inn mörkunum í seinni hálfleik Stelpurnar okkar mættar aftur í Olís deildina Forsetinn mætir ekki á úrslitaleik HM kvenna Leik lokið: Haukar - KA/Þór 35-20 | Þriggja leikja taphrinu lokið með fimmtán marka sigri Gerir miklar kröfur til sjálfs síns: „Það má aldrei slaka á“ Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Boða uppsagnir hjá Íslendingaliðinu Rúnar snýr aftur í þýsku úrvalsdeildina „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ „Má ekki gleyma kónginum á Akureyri“ Haukur í ham gegn sveinum Guðjóns Vals Framarar hefndu loks með stórsigri KA - Afturelding 22-28 | Öruggt hjá gestunum á Akureyri Gísli meiddist en fór aftur inn á völlinn: „Þurfti að tala læknana svolítið til“ Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Danir úr leik á HM Taphrina HK á enda eftir dramatískar lokasekúndur Tíu íslensk mörk er Magdeburg vann Melsungen Haukar jafna Val að stigum á toppi deildarinnar FH sótti sigur í greipar ÍBV og Valur vann spennutrylli Benedikt með fjögur mörk í öruggum sigri Holland áfram í undanúrslit og mætir Noregi Norska landsliðið flaug áfram í undanúrslit Stórleikur Birgis Steins í sex marka sigri Fjögur mörk Elvars dugðu skammt í þungu tapi Sjá meira