Handbolti

Danir flauta tímabilið af | Íslendingalið meistarar

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Janus Daði hefur leikið sinn síðasta leik fyrir Aalborg. Hann er á leið til Göppingen í Þýskalandi.
Janus Daði hefur leikið sinn síðasta leik fyrir Aalborg. Hann er á leið til Göppingen í Þýskalandi. vísir/getty

Danska handknattleikssambandið hefur ákveðið að flauta tímabilið þar í landi af vegna kórónuveirufaraldursins.

Aalborg voru krýndir meistarar í dönsku karladeildinni og Esbjerg í kvennadeildinni. Bæði lið komast í Meistaradeild Evrópu.

Aalborg og Esbjerg voru efst í sínum deildum þegar keppni var frestað vegna veirunnar. 

Janus Daði Smárason og Ómar Ingi Magnússon hafa því leikið sinn síðasta leik fyrir Aalborg og kveðja liðið sem meistarar. Aalborg vann einnig titilinn í fyrra. Arnór Atlason er aðstoðarþjálfari liðsins.

Rut Jónsdóttir leikur með Esbjerg sem varð einnig meistari á síðasta tímabili. Rut hefur leikið með Esbjerg síðan 2017.

GOG, sem Íslendingarnir Viktor Gísli Hallgrímsson, Arnar Freyr Arnarsson og Óðinn Þór Ríkharðsson leika með, endaði í 2. sæti karlamegin og fer í EHF-bikarinn. Arnar Freyr og Óðinn Þór eru á förum frá GOG.

Ringsted fer upp í úrvalsdeild karla og tekur sæti Nordsjælland. Aalborg fellur úr kvennadeildinni og Vendsyssel fer upp.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×