Segir að handboltinn í Þrótti hafi ekki verið aflagður en það komi til greina Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 7. apríl 2020 11:46 Þróttur endaði í 5. sæti Grill 66 deildar karla í vetur. mynd/facebook-síða þróttar Finnbogi Hilmarsson, formaður aðalstjórnar Þróttar R., segir að ekki hafi enn verið tekin ákvörðun um framtíð handboltans í félaginu. Í samtali við Vísi sagði Vala Valtýsdóttir, formaður handknattleiksdeildar Þróttar, að búið væri að leggja handboltann í félaginu niður. Hún sagði að þetta væri ákvörðun aðalstjórnar Þróttar og vísaði á Finnboga. Hann segir að ákvörðunin hafi ekki enn verið tekin en umræðan um framtíð handboltans í Þrótt væri óljós vegna aðstöðuvandamála. „Við erum ekki búin að leggja handboltann niður en það er umræða sem við þurfum að taka. Það er ekki búið að taka neina ákvörðun. Það þarf að skoða þau mál öll í heild sinni út frá okkar aðstöðumálum,“ sagði Finnbogi í samtali við Vísi. „Tímabilið endaði bara í gær og við höfum ekkert hist eftir að það kláraðist. Þetta er eitthvað sem við þurfum að skoða.“ Gengur illa að halda starfseminni út En kemur til greina að leggja handboltann í Þrótti niður? „Það er eitthvað sem við þurfum virkilega að skoða. Það er mjög erfitt að halda starfseminni úti og gengur illa að byggja upp yngri flokka þegar svona margar æfingar falla niður. Það gengur illa að fá fólk til að starfa við þetta og borga æfingagjöld, eðlilega því það falla svo margar æfingar niður,“ svaraði Finnbogi. „Við höfum verið í mjög miklum vanda og þetta verður verra og verra eftir því sem árin líða. Þess vegna höfum við þurft að spyrja okkur þessarar spurningar nánast á hverju ári: eigum við að taka eitt tímabil í viðbót. Við eigum eftir að setjast niður og taka þessa ákvörðun um hvort við höldum þessu áfram.“ Þróttarar æfa í Laugardalshöllinni þegar hún er laus.vísir/vilhelm Iðkendum fækkað á síðustu árum Þróttarar æfa í Laugardalshöllinni en hún er ekki alltaf laus og aðrir viðburðir hafa forgang. „Okkur er lofað úrbótum, við fáum fleiri tíma og betri aðstöðu, en það er ekki staðið við það,“ sagði Finnbogi. Hann segir að iðkendum í yngri flokkum Þróttar hafi fækkað mikið á undanförnum árum. „Þetta eru undir 100 krakkar en það er ekki langt síðan þeir voru um 150. Þeim hefur snarfækkað á síðustu 4-5 árum. Notkunin á Höllinni hefur breyst svo mikið. Ef mögulegt er að leigja hana út fyrir viðburði ganga þeir alltaf fyrir. Mig minnir að í febrúar hafi um 50% tíma fallið niður.“ Æfðu í Hveragerði Finnbogi segir erfitt að leita annað til að hýsa æfingar. „Við höfum ekkert annað. Við höfum fengið nokkrar æfingar í Egilshöll sem er ekki alveg næsti bær við. Og fyrir tveimur árum síðan leigðum við nokkra tíma í Hveragerði. Öll íþróttahúsin í Reykjavík eru full og það vantar tíma fyrir félögin og skólana.“ Þróttur endaði í 5. sæti Grill 66 deildar karla á þessu tímabili sem gæti verið það síðasta hjá félaginu, allavega í bili. Olís-deild karla Íslenski handboltinn Reykjavík Þróttur Reykjavík Tengdar fréttir HSÍ flautar Íslandsmótið af HSÍ hefur ákveðið að blása öll mót á vegum sambandsins af vegna kórónuveirunnar. Þetta staðfesti sambandið á vef sínum í kvöld eftir stjórnarfund sambandsins fyrr í dag. 6. apríl 2020 18:57 Formaður HSÍ: Menn voru byrjaðir að kalla eftir ákvörðun Guðmundur B. Ólafsson, formaður HSÍ, var gestur Seinni bylgjunnar í kvöld þar sem hann fór yfir ákvörðun sambandsins að blása allt mótahald af vegna kórónuveirunnar. 6. apríl 2020 21:00 Mest lesið Notuðu mynd af röngum manni þegar þeir minntust Jota og bróður hans Fótbolti McGregor rýfur þögnina: Sá eigin dauðdaga og fann guð Sport Aron spilaði með Woltemade en sá ekki fyrir að hann yrði svona góður Enski boltinn Heimir um Ísland: „Finnst vanta aðeins kjöt á beinin“ Fótbolti Hamilton líður ömurlega á versta tímabili ferilsins Formúla 1 Pep skammast sín og biðst afsökunar Enski boltinn Sjáðu stórkostlega hjólhestaspyrnu Ronaldos Fótbolti Íhugar framtíðina og gæti hafa leikið sinn síðasta leik fyrir Breiðablik Fótbolti Gáfu sumarkaupum Liverpool einkunn: Aron tvistaði Isak Enski boltinn Vonar að titilvörnin hefjist ekki á konunni sem vann hann um daginn Sport Fleiri fréttir Alexandra kölluð inn í HM-hópinn Íslendingaliðið heldur í við toppliðið eftir risasigur Orri skoraði sex í stórsigri Haukur bjó til tíu mörk í hörkuleik á móti meisturunum Fæstir mæta á heimaleiki Íslandsmeistaranna en flestir í KA-húsið Stelpurnar okkar á HM með flottan sigur í farteskinu Gísli Þorgeir framlengir til 2030: „Ótrúlega mikilvægur hluti af liðinu okkar“ Magdeburg fékk fimmtán mörk frá Íslendingunum Óðinn markahæstur og fullkomin byrjun Kadetten hélt áfram Allt í miklum blóma á Hlíðarenda síðan Arnór Snær kom heim Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Donni markahæstur gegn lærisveinum Arnórs Stjarnan slátraði meisturunum Tumi Steinn duglegur að dreifa en það dugði ekki Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn „Hefðum klárlega viljað fá aðeins meira út úr þessari viku“ Elísa meidd fyrir HM og Alexandra með til Færeyja Þarf að græja pössun Tvíburasysturnar sameinaðar á ný eftir meira en áratug Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ „Hlustið á leikmennina“ Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Átta mörk Orra dugðu ekki gegn toppliðinu KA vann nágrannaslaginn fyrir norðan Selfoss sótti óvænt sigur og Afturelding dregst aftur úr Haukar fóru létt með HK EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Sjá meira
Finnbogi Hilmarsson, formaður aðalstjórnar Þróttar R., segir að ekki hafi enn verið tekin ákvörðun um framtíð handboltans í félaginu. Í samtali við Vísi sagði Vala Valtýsdóttir, formaður handknattleiksdeildar Þróttar, að búið væri að leggja handboltann í félaginu niður. Hún sagði að þetta væri ákvörðun aðalstjórnar Þróttar og vísaði á Finnboga. Hann segir að ákvörðunin hafi ekki enn verið tekin en umræðan um framtíð handboltans í Þrótt væri óljós vegna aðstöðuvandamála. „Við erum ekki búin að leggja handboltann niður en það er umræða sem við þurfum að taka. Það er ekki búið að taka neina ákvörðun. Það þarf að skoða þau mál öll í heild sinni út frá okkar aðstöðumálum,“ sagði Finnbogi í samtali við Vísi. „Tímabilið endaði bara í gær og við höfum ekkert hist eftir að það kláraðist. Þetta er eitthvað sem við þurfum að skoða.“ Gengur illa að halda starfseminni út En kemur til greina að leggja handboltann í Þrótti niður? „Það er eitthvað sem við þurfum virkilega að skoða. Það er mjög erfitt að halda starfseminni úti og gengur illa að byggja upp yngri flokka þegar svona margar æfingar falla niður. Það gengur illa að fá fólk til að starfa við þetta og borga æfingagjöld, eðlilega því það falla svo margar æfingar niður,“ svaraði Finnbogi. „Við höfum verið í mjög miklum vanda og þetta verður verra og verra eftir því sem árin líða. Þess vegna höfum við þurft að spyrja okkur þessarar spurningar nánast á hverju ári: eigum við að taka eitt tímabil í viðbót. Við eigum eftir að setjast niður og taka þessa ákvörðun um hvort við höldum þessu áfram.“ Þróttarar æfa í Laugardalshöllinni þegar hún er laus.vísir/vilhelm Iðkendum fækkað á síðustu árum Þróttarar æfa í Laugardalshöllinni en hún er ekki alltaf laus og aðrir viðburðir hafa forgang. „Okkur er lofað úrbótum, við fáum fleiri tíma og betri aðstöðu, en það er ekki staðið við það,“ sagði Finnbogi. Hann segir að iðkendum í yngri flokkum Þróttar hafi fækkað mikið á undanförnum árum. „Þetta eru undir 100 krakkar en það er ekki langt síðan þeir voru um 150. Þeim hefur snarfækkað á síðustu 4-5 árum. Notkunin á Höllinni hefur breyst svo mikið. Ef mögulegt er að leigja hana út fyrir viðburði ganga þeir alltaf fyrir. Mig minnir að í febrúar hafi um 50% tíma fallið niður.“ Æfðu í Hveragerði Finnbogi segir erfitt að leita annað til að hýsa æfingar. „Við höfum ekkert annað. Við höfum fengið nokkrar æfingar í Egilshöll sem er ekki alveg næsti bær við. Og fyrir tveimur árum síðan leigðum við nokkra tíma í Hveragerði. Öll íþróttahúsin í Reykjavík eru full og það vantar tíma fyrir félögin og skólana.“ Þróttur endaði í 5. sæti Grill 66 deildar karla á þessu tímabili sem gæti verið það síðasta hjá félaginu, allavega í bili.
Olís-deild karla Íslenski handboltinn Reykjavík Þróttur Reykjavík Tengdar fréttir HSÍ flautar Íslandsmótið af HSÍ hefur ákveðið að blása öll mót á vegum sambandsins af vegna kórónuveirunnar. Þetta staðfesti sambandið á vef sínum í kvöld eftir stjórnarfund sambandsins fyrr í dag. 6. apríl 2020 18:57 Formaður HSÍ: Menn voru byrjaðir að kalla eftir ákvörðun Guðmundur B. Ólafsson, formaður HSÍ, var gestur Seinni bylgjunnar í kvöld þar sem hann fór yfir ákvörðun sambandsins að blása allt mótahald af vegna kórónuveirunnar. 6. apríl 2020 21:00 Mest lesið Notuðu mynd af röngum manni þegar þeir minntust Jota og bróður hans Fótbolti McGregor rýfur þögnina: Sá eigin dauðdaga og fann guð Sport Aron spilaði með Woltemade en sá ekki fyrir að hann yrði svona góður Enski boltinn Heimir um Ísland: „Finnst vanta aðeins kjöt á beinin“ Fótbolti Hamilton líður ömurlega á versta tímabili ferilsins Formúla 1 Pep skammast sín og biðst afsökunar Enski boltinn Sjáðu stórkostlega hjólhestaspyrnu Ronaldos Fótbolti Íhugar framtíðina og gæti hafa leikið sinn síðasta leik fyrir Breiðablik Fótbolti Gáfu sumarkaupum Liverpool einkunn: Aron tvistaði Isak Enski boltinn Vonar að titilvörnin hefjist ekki á konunni sem vann hann um daginn Sport Fleiri fréttir Alexandra kölluð inn í HM-hópinn Íslendingaliðið heldur í við toppliðið eftir risasigur Orri skoraði sex í stórsigri Haukur bjó til tíu mörk í hörkuleik á móti meisturunum Fæstir mæta á heimaleiki Íslandsmeistaranna en flestir í KA-húsið Stelpurnar okkar á HM með flottan sigur í farteskinu Gísli Þorgeir framlengir til 2030: „Ótrúlega mikilvægur hluti af liðinu okkar“ Magdeburg fékk fimmtán mörk frá Íslendingunum Óðinn markahæstur og fullkomin byrjun Kadetten hélt áfram Allt í miklum blóma á Hlíðarenda síðan Arnór Snær kom heim Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Donni markahæstur gegn lærisveinum Arnórs Stjarnan slátraði meisturunum Tumi Steinn duglegur að dreifa en það dugði ekki Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn „Hefðum klárlega viljað fá aðeins meira út úr þessari viku“ Elísa meidd fyrir HM og Alexandra með til Færeyja Þarf að græja pössun Tvíburasysturnar sameinaðar á ný eftir meira en áratug Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ „Hlustið á leikmennina“ Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Átta mörk Orra dugðu ekki gegn toppliðinu KA vann nágrannaslaginn fyrir norðan Selfoss sótti óvænt sigur og Afturelding dregst aftur úr Haukar fóru létt með HK EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Sjá meira
HSÍ flautar Íslandsmótið af HSÍ hefur ákveðið að blása öll mót á vegum sambandsins af vegna kórónuveirunnar. Þetta staðfesti sambandið á vef sínum í kvöld eftir stjórnarfund sambandsins fyrr í dag. 6. apríl 2020 18:57
Formaður HSÍ: Menn voru byrjaðir að kalla eftir ákvörðun Guðmundur B. Ólafsson, formaður HSÍ, var gestur Seinni bylgjunnar í kvöld þar sem hann fór yfir ákvörðun sambandsins að blása allt mótahald af vegna kórónuveirunnar. 6. apríl 2020 21:00