Formaður HSÍ: Menn voru byrjaðir að kalla eftir ákvörðun Anton Ingi Leifsson skrifar 6. apríl 2020 21:00 Guðmundur B. Ólason er formaður HSÍ. vísir Guðmundur B. Ólafsson, formaður HSÍ, var gestur Seinni bylgjunnar í kvöld þar sem hann fór yfir ákvörðun sambandsins að blása allt mótahald af vegna kórónuveirunnar. Guðmundur segir að ákvörðunin hafi auðvitað verið erfið en hann segir að eftir tilkynningar síðustu daga hafi verið ljóst að það væri erfitt að klára yfirstandandi tímabil. „Þetta er ákvörðun sem við erum búin að bíða með að taka þangað til að við vorum komin með alveg fullnægjandi upplýsingar. Það var eiginlega alveg ljóst að við hefðum ekki getað klárað mótið miðað við þær upplýsingar sem við fengum um samkomubannið og jafnframt að það yrði afnumið á lengri tíma,“ sagði Guðmundur í Seinni bylgjunni. „Þá lá eiginlega alveg fyrir að þessi tveggja metra reglan sem gerir mönnum ekki kleift að æfa, að hún yrði ekki afnumin fyrr en hugsanlega um miðjan eða seinni hlutann af maí. Þetta er ályktun sem við drögum af þessum upplýsingum sem við höfum fengið og þá var ljóst að við gátum ekki klárað mótið.“ Hann segir að þetta snúist ekki bara um hvenær menn geta byrjað að spila heldur þurfi menn nokkrar vikur til þess að koma sér í gang og forða leikmönnum frá meiðslum. „Þetta snýst líka um það, sem fólk gerir sér ekki grein fyrir, að áður en við gætum spilað þá hefðu liðin þurft að æfa í tvær til þrjár vikur til þess að komast í form og koma í veg fyrir meiðslahættu. Þegar þetta er skoðað í heild sinni, að við gætum ekki byrjað að æfa fyrr en um miðjan eða seinni part maí, þá erum við komin svo langt fram í júní að þá koma önnur vandamál upp.“ Einhverjir hafa sett spurningarmerki við ákvörðun HSÍ, afhverju hún þurfi að koma núna en einhverjir vildu bíða enn frekar með að taka ákvörðunina. „Það er einfaldlega útaf því að fjórða maí þá byrjar þetta að afnumast í hlutum, vonum við. Þá byrja menn ekki á tveggja metra reglunin - heldur stækka hópinn og gera hann að 50 manna eða 100 manna hópum til að koma atvinnulífinu í gang. Ég hugsa að það verði í algjörum forgangi og tveggja metra reglan er líklega sú síðasta sem menn munu afnuma.“ „Auðvitað gætum við hugsanlega beðið lengur en það er alveg ljóst að miðað við þessar tímasetningar þá hefðum við þurft að spila mótið fram í júní. Þá erum við komin með önnur vandamál eins og félagaskiptaglugginn er 1. júní og menn eru byrjaðir að skipta um lið. Það eru alls konar flækjur inn í það og svo koma enn fleiri þegar landsliðið kemur inn. Þyrftum við þá að gera hlé - svo þetta var niðurstaðan og tókum lýðræðislega umræðu inn í hreyfingunni. Menn voru byrjaðir að kalla eftir því að það kæmi ákvörðun og þess vegna var þetta niðurstaðan.“ Brot úr viðtalinu má sjá hér að neðan. Klippa: Seinni bylgjan - Formaður HSÍ Seinni bylgjan er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Olísdeildir karla og kvenna í handbolta og er á dagskrá öll mánudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. Olís-deild karla Olís-deild kvenna Seinni bylgjan Íslenski handboltinn Mest lesið Leik lokið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Körfubolti „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Körfubolti „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Körfubolti Amorim vildi ekki ræða framtíðina Fótbolti Ægir valinn verðmætastur Körfubolti „Okkur er alveg sama núna“ Fótbolti Tottenham vann Evrópudeildina Fótbolti Sjáðu markið sem tryggði Tottenham titilinn Fótbolti Sveindís til félags í eigu stórstjarna Fótbolti Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins Körfubolti Fleiri fréttir Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Kolstad kláraði úrslitaeinvígið Baldur mátaði sig við þá bestu og setur stefnuna á toppinn Uppgjörið: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ „Það er kúnst að leggja þetta til hliðar og byrja að fókusa“ Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Framarar fengu drjúgan tíma til að sóla sig um helgina Dagur bikarmeistari eftir maraþon vítakeppni Sigur hjá Kolstad í fyrsta leik úrslitanna Óðinn markahæstur í fyrsta leik úrslitaeinvígisins Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Táraðist vegna ólýsanlegrar gleði „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Arnór stýrði sínum mönnum í undanúrslit „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Elvar í aðalhlutverki þegar Melsungen tók stórt skref í titilslagnum „Ég get ekki beðið“ Stærsti íþróttaviðburður sem fram hafi farið hér á landi Svona var blaðamannafundur Vals fyrir seinni úrslitaleikinn „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Aldís Ásta Svíþjóðarmeistari Sjá meira
Guðmundur B. Ólafsson, formaður HSÍ, var gestur Seinni bylgjunnar í kvöld þar sem hann fór yfir ákvörðun sambandsins að blása allt mótahald af vegna kórónuveirunnar. Guðmundur segir að ákvörðunin hafi auðvitað verið erfið en hann segir að eftir tilkynningar síðustu daga hafi verið ljóst að það væri erfitt að klára yfirstandandi tímabil. „Þetta er ákvörðun sem við erum búin að bíða með að taka þangað til að við vorum komin með alveg fullnægjandi upplýsingar. Það var eiginlega alveg ljóst að við hefðum ekki getað klárað mótið miðað við þær upplýsingar sem við fengum um samkomubannið og jafnframt að það yrði afnumið á lengri tíma,“ sagði Guðmundur í Seinni bylgjunni. „Þá lá eiginlega alveg fyrir að þessi tveggja metra reglan sem gerir mönnum ekki kleift að æfa, að hún yrði ekki afnumin fyrr en hugsanlega um miðjan eða seinni hlutann af maí. Þetta er ályktun sem við drögum af þessum upplýsingum sem við höfum fengið og þá var ljóst að við gátum ekki klárað mótið.“ Hann segir að þetta snúist ekki bara um hvenær menn geta byrjað að spila heldur þurfi menn nokkrar vikur til þess að koma sér í gang og forða leikmönnum frá meiðslum. „Þetta snýst líka um það, sem fólk gerir sér ekki grein fyrir, að áður en við gætum spilað þá hefðu liðin þurft að æfa í tvær til þrjár vikur til þess að komast í form og koma í veg fyrir meiðslahættu. Þegar þetta er skoðað í heild sinni, að við gætum ekki byrjað að æfa fyrr en um miðjan eða seinni part maí, þá erum við komin svo langt fram í júní að þá koma önnur vandamál upp.“ Einhverjir hafa sett spurningarmerki við ákvörðun HSÍ, afhverju hún þurfi að koma núna en einhverjir vildu bíða enn frekar með að taka ákvörðunina. „Það er einfaldlega útaf því að fjórða maí þá byrjar þetta að afnumast í hlutum, vonum við. Þá byrja menn ekki á tveggja metra reglunin - heldur stækka hópinn og gera hann að 50 manna eða 100 manna hópum til að koma atvinnulífinu í gang. Ég hugsa að það verði í algjörum forgangi og tveggja metra reglan er líklega sú síðasta sem menn munu afnuma.“ „Auðvitað gætum við hugsanlega beðið lengur en það er alveg ljóst að miðað við þessar tímasetningar þá hefðum við þurft að spila mótið fram í júní. Þá erum við komin með önnur vandamál eins og félagaskiptaglugginn er 1. júní og menn eru byrjaðir að skipta um lið. Það eru alls konar flækjur inn í það og svo koma enn fleiri þegar landsliðið kemur inn. Þyrftum við þá að gera hlé - svo þetta var niðurstaðan og tókum lýðræðislega umræðu inn í hreyfingunni. Menn voru byrjaðir að kalla eftir því að það kæmi ákvörðun og þess vegna var þetta niðurstaðan.“ Brot úr viðtalinu má sjá hér að neðan. Klippa: Seinni bylgjan - Formaður HSÍ Seinni bylgjan er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Olísdeildir karla og kvenna í handbolta og er á dagskrá öll mánudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Seinni bylgjan er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Olísdeildir karla og kvenna í handbolta og er á dagskrá öll mánudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Olís-deild karla Olís-deild kvenna Seinni bylgjan Íslenski handboltinn Mest lesið Leik lokið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Körfubolti „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Körfubolti „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Körfubolti Amorim vildi ekki ræða framtíðina Fótbolti Ægir valinn verðmætastur Körfubolti „Okkur er alveg sama núna“ Fótbolti Tottenham vann Evrópudeildina Fótbolti Sjáðu markið sem tryggði Tottenham titilinn Fótbolti Sveindís til félags í eigu stórstjarna Fótbolti Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins Körfubolti Fleiri fréttir Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Kolstad kláraði úrslitaeinvígið Baldur mátaði sig við þá bestu og setur stefnuna á toppinn Uppgjörið: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ „Það er kúnst að leggja þetta til hliðar og byrja að fókusa“ Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Framarar fengu drjúgan tíma til að sóla sig um helgina Dagur bikarmeistari eftir maraþon vítakeppni Sigur hjá Kolstad í fyrsta leik úrslitanna Óðinn markahæstur í fyrsta leik úrslitaeinvígisins Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Táraðist vegna ólýsanlegrar gleði „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Arnór stýrði sínum mönnum í undanúrslit „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Elvar í aðalhlutverki þegar Melsungen tók stórt skref í titilslagnum „Ég get ekki beðið“ Stærsti íþróttaviðburður sem fram hafi farið hér á landi Svona var blaðamannafundur Vals fyrir seinni úrslitaleikinn „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Aldís Ásta Svíþjóðarmeistari Sjá meira