Guðmundur æfði menn í að vakna snemma á Ólympíuleikunum: „Algjör bilun“ Anton Ingi Leifsson skrifar 14. maí 2020 07:30 Guðjón Valur gerði upp landsliðsferilinn í Seinni bylgjunni á mánudaginn. vísir/s2s Guðjón Valur Sigurðsson segir að eitt það fyrsta sem hann muni eftir frá Ólympíuleikunum 2008 er sú staðreynd að Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari, hafi æft liðið í að vakna snemma á morgnanna því sumir leikirnir voru spilaðir árla morguns. Guðjón Valur gerði upp landsliðsferilinn í Seinni bylgjunni á mánudagskvöldið þar sem margar skemmtilegar sögur komu upp á borðið og margar þeirra sem hafa ekki heyrst áður. Ein þeirra var af Ólympíuleikunum í Peking árið 2008 þar sem Ísland náði í silfur. „Að fara á Ólympíuleikana var eitthvað sérstakt. Þetta var miklu flottara Ólympíuþorp heldur en í Grikklandi og Kínverjarnir voru alveg með þetta upp á tíu þó svo að það hafi ekki verið mikill fjöldi á leikjunum,“ sagði Guðjón Valur en þetta voru hans aðrir Ólympíuleikar. Hann fór einnig með liðinu til Grikklands árið 2004. „Það er samt svo fyndið. Maður hugsar um ákveðna leiki. Við komumst í úrslit og komum heim með silfur en eitt það fyrsta sem kemur upp er það þegar Gummi ákveður að láta okkur æfa að vakna snemma. Það er náttúrlega algjör bilun.“ „Núna þegar maður hugsar til baka segir maður bara: Gummi, hvað varstu að hugsa? En þá var það náttúrlega hugsun á bak við það. Við kláruðum leik og dagurinn eftir var frí en svo þurfum við að vakna klukkan fimm því við áttum leik klukkan níu held ég.“ Hann segir þó að allir leikmenn liðsins hafi ekki verið mættir á tilsettum tíma í morgunmatinn og Guðjón hafi þurft að ljúga að stjóranum. „Daginn áður þá mátti ekkert sofa til níu eða tíu heldur áttum við að vakna klukkan sjö og færa okkur aðeins fyrr. Það voru ákveðnir menn sem gerðu það ekki. Þjálfarinn kom að mér og spurði mig einu sinni hvar tveir voru og spurði mig hvar þeir voru. Ég sagði að þeir hafi farið fyrr í morgunmat og væru búnir sem er algjör lygi. Maður skammast sín fyrir það núna.“ Klippa: Seinni bylgjan - Guðjón um Ólympíuleikana 2008 Seinni bylgjan er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Olísdeildir karla og kvenna í handbolta og er á dagskrá öll mánudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. Handbolti Seinni bylgjan Mest lesið Ricky Hatton látinn Sport Víti í blálokin dugði Liverpool Enski boltinn Tvö frá Haaland og Manchester er blá Enski boltinn Leik lokið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Íslenski boltinn Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Íslenski boltinn Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Fótbolti Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Íslenski boltinn Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Íslenski boltinn Áfall fyrir Norðmenn: „Þetta var mun verra en ég hélt“ Sport Glódís ekki enn spilað á tímabilinu Fótbolti Fleiri fréttir Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum Sjá meira
Guðjón Valur Sigurðsson segir að eitt það fyrsta sem hann muni eftir frá Ólympíuleikunum 2008 er sú staðreynd að Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari, hafi æft liðið í að vakna snemma á morgnanna því sumir leikirnir voru spilaðir árla morguns. Guðjón Valur gerði upp landsliðsferilinn í Seinni bylgjunni á mánudagskvöldið þar sem margar skemmtilegar sögur komu upp á borðið og margar þeirra sem hafa ekki heyrst áður. Ein þeirra var af Ólympíuleikunum í Peking árið 2008 þar sem Ísland náði í silfur. „Að fara á Ólympíuleikana var eitthvað sérstakt. Þetta var miklu flottara Ólympíuþorp heldur en í Grikklandi og Kínverjarnir voru alveg með þetta upp á tíu þó svo að það hafi ekki verið mikill fjöldi á leikjunum,“ sagði Guðjón Valur en þetta voru hans aðrir Ólympíuleikar. Hann fór einnig með liðinu til Grikklands árið 2004. „Það er samt svo fyndið. Maður hugsar um ákveðna leiki. Við komumst í úrslit og komum heim með silfur en eitt það fyrsta sem kemur upp er það þegar Gummi ákveður að láta okkur æfa að vakna snemma. Það er náttúrlega algjör bilun.“ „Núna þegar maður hugsar til baka segir maður bara: Gummi, hvað varstu að hugsa? En þá var það náttúrlega hugsun á bak við það. Við kláruðum leik og dagurinn eftir var frí en svo þurfum við að vakna klukkan fimm því við áttum leik klukkan níu held ég.“ Hann segir þó að allir leikmenn liðsins hafi ekki verið mættir á tilsettum tíma í morgunmatinn og Guðjón hafi þurft að ljúga að stjóranum. „Daginn áður þá mátti ekkert sofa til níu eða tíu heldur áttum við að vakna klukkan sjö og færa okkur aðeins fyrr. Það voru ákveðnir menn sem gerðu það ekki. Þjálfarinn kom að mér og spurði mig einu sinni hvar tveir voru og spurði mig hvar þeir voru. Ég sagði að þeir hafi farið fyrr í morgunmat og væru búnir sem er algjör lygi. Maður skammast sín fyrir það núna.“ Klippa: Seinni bylgjan - Guðjón um Ólympíuleikana 2008 Seinni bylgjan er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Olísdeildir karla og kvenna í handbolta og er á dagskrá öll mánudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Seinni bylgjan er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Olísdeildir karla og kvenna í handbolta og er á dagskrá öll mánudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Handbolti Seinni bylgjan Mest lesið Ricky Hatton látinn Sport Víti í blálokin dugði Liverpool Enski boltinn Tvö frá Haaland og Manchester er blá Enski boltinn Leik lokið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Íslenski boltinn Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Íslenski boltinn Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Fótbolti Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Íslenski boltinn Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Íslenski boltinn Áfall fyrir Norðmenn: „Þetta var mun verra en ég hélt“ Sport Glódís ekki enn spilað á tímabilinu Fótbolti Fleiri fréttir Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum Sjá meira