Handbolti

Guðmundur leikið sinn síðasta leik í Austurríki

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Guðmundur Hólmar í leik með West Wien.
Guðmundur Hólmar í leik með West Wien. Vísir/Vefsíða West Wien

Guðmundur Hólmar Helgason, leikmaður West Wien, í austurrísku úrvalsdeildinni í handbolta hefur leikið sinn síðasta leik fyrir félagið þar sem handknattleikssambands Austurríkis hefur blásið allar keppnir á sínum vegum af.

Yfirstandandi leiktíð mun því ekki vera kláruð. Var þetta staðfest á dögunum og ljóst er að ekkert lið verður krýnt meistari, ekkert lið fellur og ekkert lið kemst upp um deild að svo stöddu.

Guðmundur Hólmar og liðsfélagar í West Wien hafa staðið í ströngu og voru í mikilli baráttu um að halda sæti sínu í efstu deild. Liðið var í góðri stöðu en þegar deildin var sett á ís vegna kórónuveirunnar var liðið efst í riðlinum sem sker úr um hvaða lið halda sæti sínu og hvaða lið falla.

Guðmundur, sem er upprunalega frá Akureyri, gekk til liðs við West Wien sumarið 2018. Skrifaði hann þá undir tveggja ára samning sem er nú á enda sem og vera hans hjá félaginu.

„Ég vil þakka liðsfélögum, starfsfólki og þjálfurum fyrir árin tvö. Ég og fjölskylda mín höfðum það mjög gott hér,“ sagði Guðmundur í viðtali við vefsíðu félagsins er brottför hans var staðfest.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.