Er vont að vera ohf? Steinar B. Aðalbjörnsson skrifar 16. október 2017 09:00 Árið 2006 var opinbera hlutafélagið Matvælarannsóknir Íslands (Matís) stofnað og tók félagið svo til starfa 1. janúar 2007. Þá runnu saman í eina sæng nokkrar stofnanir og fyrirtæki sem hjá störfuðu margir af færustu sérfræðingum Íslendinga í málum tengdum sjávarfangi, landbúnaði, rannsóknum á matvælaörverum og líftækni. Innan þessara eininga hafði byggst upp gríðarleg þekking, jafnvel til áratuga, eins og tilfellið var til að mynda með Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins (Rf). Á löngum starfstíma Rf fóru fram öflugar rannsóknir á sjávarfangi, þá sérstaklega fiski, rannsóknir sem í dag eru grunnur að þekkingu Íslendinga á nýtingu á hinu verðmæta hráefni sem úr hafinu okkar kemur. Það væri of langt mál að telja alla þá færu sérfræðinga sem störfuðu hjá Rf og komu að sértækum og viðamiklum rannsóknum í gegnum tíðina. En eins og með alla sigra, hvort sem þeir eru í íþróttum eða atvinnulífinu, þá er enginn einn sem gerir allt, getur allt, né býr til öll verðmætin; hér er um samvinnu að ræða þar sem verkum er skipt og vinnan unnin í þéttu samstarfi við fyrirtæki í sjávarútvegi og tengdum greinum (í þessu tilfelli mikilvægar grunnrannsóknir í mikilvægustu atvinnugrein Íslendinga). Í ágætri grein sem vinur minn Svavar Hávarðsson hjá Fiskifréttum skrifaði nú fyrir stuttu kemur fram gríðarlega gróska sem á sér stað í kringum sjávarútveginn. Og takið eftir; mesta verðmætasköpunin er kannski ekki í veiðunum sjálfum heldur í afleiddum fyrirtækjum og störfum. Í greininni voru nefnd öflug fyrirtæki á borð við Iceprotein/Protis, Kerecis sem er án nokkurs vafa að “meika það í Ameríku”, Codland, Þorbjörn, Vísir, Skaginn 3X og Margildi, sem hafa nýtt sér verðminni afurðir frá fiskveiðum og fundið farveg fullnýtingar og aukinnar verðmætasköpunar. Og það eru mun fleiri fyrirtæki sem eru á sömu góðu braut. Það sem vakti athygli mína í þessum góða pistli Svavars var tvennt. Annars vegar var það að Þór Sigfússon, eigandi og fyrrverandi framkvæmdastjóri Sjávarklasans skuli nefndur sem helsti talsmaður fullnýtingar og óhefðbundinnar verðmætasköpunar í íslenskum sjávarútvegi. Þór er aldeilis fínn þegar kemur að sjávarfangi og hefur verið öflugur bandamaður þegar kemur að jákvæðri umfjöllun um sjávarútveginn en það má ekki gleyma þeim sem vinnuna hafa unnið, stundað rannsóknirnar, sótt til þess fjármagn, jafnvel út fyrir landsteinana né heldur má gleyma menntastofnunum okkar sem hafa leikið ákveðið lykilhlutverk. Aukinheldur má ekki gleyma fjármögnunaraðilum, til dæmis Aukið verðmæti sjávarfangs (AVS) sjóðnum sem grunnur var lagður að hjá Rf og skipt hefur gríðarmiklu máli í sjávarútvegstengdum rannsóknum Íslendinga. Það er ekki nóg að koma með öll fallegu orðin og lýsingarnar um hversu verðmætur íslenskur sjávarútvegur er, sem hann svo sannarlega er, heldur verður að vinna vinnuna, stunda rannsóknirnar, keyra þróunina áfram og fá niðurstöður sem hægt er að nota í samtölum við aðra, aðrar þjóðir og þá sem áhuga hafa á afurðum úr íslenskum sjó. Án rannsókna væri sú mikilvæga þekking sem við höfum í dag ekki til staðar. Hitt sem vakti athygli mína var að flestöll fyrirtækin sem Svavar nefndi á nafn hafa á einum eða öðrum tíma “stoppað við hjá Matís”, ef svo má að orði komast, fengið aðstoð í formi aðstöðu til rannsókna eða kafað í þekkingarbrunn starfsmanna Matís, enda er lögbundið hlutverk Matís að aðstoða viðskiptavini til aukinnar verðmætasköpunar, matvælaöryggis og lýðheilsu. Meira að segja þá var rannsóknafyrirtækið Iceprotein, sem stendur á bak við Protis, upphaflega í eigu Rf/Matís sem sproti út úr rannsóknum Rf. Þessi fyrirtæki gleyma ekki þeim mikilvæga þætti Matís í velgengni sinni, það veit ég, enda eru talsmenn og –konur þeirra dugleg að nefna sína samstarfsaðila þegar svo ber undir. En annað er oft upp á teningnum þegar almennt er skrifað um velgengni sprotafyrirtækja í sjávarútvegi; þá vilja fögru orðin og fallegu lýsingarnar ryðja úr vegi upplýsingum sem koma úr grunnrannsóknum sjávarútvegsins. Af hverju ætli það sé? Er betra ef fyrirtæki í einkaeigu, og ekki tengt ríkinu, tala um þessi mikilvægu mál? Ætli það sé vont.......óheppilegt að vera ohf?Höfundur er forstöðumaður miðlunar og samskipta hjá Matís. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason Skoðun Ekki sprengja börn! Ellen Calmon Skoðun Skoðun Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Sjá meira
Árið 2006 var opinbera hlutafélagið Matvælarannsóknir Íslands (Matís) stofnað og tók félagið svo til starfa 1. janúar 2007. Þá runnu saman í eina sæng nokkrar stofnanir og fyrirtæki sem hjá störfuðu margir af færustu sérfræðingum Íslendinga í málum tengdum sjávarfangi, landbúnaði, rannsóknum á matvælaörverum og líftækni. Innan þessara eininga hafði byggst upp gríðarleg þekking, jafnvel til áratuga, eins og tilfellið var til að mynda með Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins (Rf). Á löngum starfstíma Rf fóru fram öflugar rannsóknir á sjávarfangi, þá sérstaklega fiski, rannsóknir sem í dag eru grunnur að þekkingu Íslendinga á nýtingu á hinu verðmæta hráefni sem úr hafinu okkar kemur. Það væri of langt mál að telja alla þá færu sérfræðinga sem störfuðu hjá Rf og komu að sértækum og viðamiklum rannsóknum í gegnum tíðina. En eins og með alla sigra, hvort sem þeir eru í íþróttum eða atvinnulífinu, þá er enginn einn sem gerir allt, getur allt, né býr til öll verðmætin; hér er um samvinnu að ræða þar sem verkum er skipt og vinnan unnin í þéttu samstarfi við fyrirtæki í sjávarútvegi og tengdum greinum (í þessu tilfelli mikilvægar grunnrannsóknir í mikilvægustu atvinnugrein Íslendinga). Í ágætri grein sem vinur minn Svavar Hávarðsson hjá Fiskifréttum skrifaði nú fyrir stuttu kemur fram gríðarlega gróska sem á sér stað í kringum sjávarútveginn. Og takið eftir; mesta verðmætasköpunin er kannski ekki í veiðunum sjálfum heldur í afleiddum fyrirtækjum og störfum. Í greininni voru nefnd öflug fyrirtæki á borð við Iceprotein/Protis, Kerecis sem er án nokkurs vafa að “meika það í Ameríku”, Codland, Þorbjörn, Vísir, Skaginn 3X og Margildi, sem hafa nýtt sér verðminni afurðir frá fiskveiðum og fundið farveg fullnýtingar og aukinnar verðmætasköpunar. Og það eru mun fleiri fyrirtæki sem eru á sömu góðu braut. Það sem vakti athygli mína í þessum góða pistli Svavars var tvennt. Annars vegar var það að Þór Sigfússon, eigandi og fyrrverandi framkvæmdastjóri Sjávarklasans skuli nefndur sem helsti talsmaður fullnýtingar og óhefðbundinnar verðmætasköpunar í íslenskum sjávarútvegi. Þór er aldeilis fínn þegar kemur að sjávarfangi og hefur verið öflugur bandamaður þegar kemur að jákvæðri umfjöllun um sjávarútveginn en það má ekki gleyma þeim sem vinnuna hafa unnið, stundað rannsóknirnar, sótt til þess fjármagn, jafnvel út fyrir landsteinana né heldur má gleyma menntastofnunum okkar sem hafa leikið ákveðið lykilhlutverk. Aukinheldur má ekki gleyma fjármögnunaraðilum, til dæmis Aukið verðmæti sjávarfangs (AVS) sjóðnum sem grunnur var lagður að hjá Rf og skipt hefur gríðarmiklu máli í sjávarútvegstengdum rannsóknum Íslendinga. Það er ekki nóg að koma með öll fallegu orðin og lýsingarnar um hversu verðmætur íslenskur sjávarútvegur er, sem hann svo sannarlega er, heldur verður að vinna vinnuna, stunda rannsóknirnar, keyra þróunina áfram og fá niðurstöður sem hægt er að nota í samtölum við aðra, aðrar þjóðir og þá sem áhuga hafa á afurðum úr íslenskum sjó. Án rannsókna væri sú mikilvæga þekking sem við höfum í dag ekki til staðar. Hitt sem vakti athygli mína var að flestöll fyrirtækin sem Svavar nefndi á nafn hafa á einum eða öðrum tíma “stoppað við hjá Matís”, ef svo má að orði komast, fengið aðstoð í formi aðstöðu til rannsókna eða kafað í þekkingarbrunn starfsmanna Matís, enda er lögbundið hlutverk Matís að aðstoða viðskiptavini til aukinnar verðmætasköpunar, matvælaöryggis og lýðheilsu. Meira að segja þá var rannsóknafyrirtækið Iceprotein, sem stendur á bak við Protis, upphaflega í eigu Rf/Matís sem sproti út úr rannsóknum Rf. Þessi fyrirtæki gleyma ekki þeim mikilvæga þætti Matís í velgengni sinni, það veit ég, enda eru talsmenn og –konur þeirra dugleg að nefna sína samstarfsaðila þegar svo ber undir. En annað er oft upp á teningnum þegar almennt er skrifað um velgengni sprotafyrirtækja í sjávarútvegi; þá vilja fögru orðin og fallegu lýsingarnar ryðja úr vegi upplýsingum sem koma úr grunnrannsóknum sjávarútvegsins. Af hverju ætli það sé? Er betra ef fyrirtæki í einkaeigu, og ekki tengt ríkinu, tala um þessi mikilvægu mál? Ætli það sé vont.......óheppilegt að vera ohf?Höfundur er forstöðumaður miðlunar og samskipta hjá Matís.
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar