Falsaðar happaþrennur til lögreglu 13. október 2005 19:01 Fölsun á happaþrennum hefur verið kærð til lögreglunnar í Reykjavík, sem er með málið í rannsókn. Eigandi söluturns sem Fréttablaðið ræddi við sagði að mörgum sinnum hefði verið reynt að framvísa fölsuðum happaþrennum í söluturninum hjá sér. Nýverið hefði það tekist og viðkomandi fengið greiddar út peningaupphæðir. Afgreiðslustúlkurnar hefðu nýverið hafið störf og hefðu ekki verið nógu vel á varðbergi. "Þetta hefur verið gert með því að upphæð hefur verið tekin af einni happaþrennu og límd á aðra til að fá þrjár samsvarandi tölur og þar með vinning. Það er mikið reynt við fimm þúsund krónurnar." Hann sagði að í þeim þremur tilvikum sem starfsfólkið hefði greitt út falsaðar happaþrennur hefði verið um fimm þúsund krónur að ræða í hvert sinn. Málið hefði farið til lögreglu, en grunur léki á hver hefði verið að verki. Hann kvaðst hafa sett upp viðvörunarskilti í söluturninum hjá sér, þar sem starfsfólk væri varað við tilraunum til falsana. "Ég hef verið með happaþrennurnar til að styðja málefnið, því það er lítið upp úr þeim að hafa," sagði eigandinn, sem kvaðst vera farinn að hugsa sig tvisvar um eftir falsanirnar. Hann sagði þó að Happdrætti HÍ hefði tekið á sig skellinn í þetta sinn þótt söluturninn væri ábyrgur. Söluaðilar fengju svo lítið fyrir sinn snúð að það hefði tekið sig tæpt ár að vinna þetta tap upp ef Happaþrennan hefði ekki hlaupið undir bagga.. Steinunn Björnsdóttir deildarstjóri í happaþrennu Háskóla Íslands staðfesti að fölsunin á happaþrennum hefði verið kærð til lögreglu, en hún sagði það sjaldgæft að fólk reyndi þetta og enn fátíðara að það tækist. "Við erum alltaf að ræða þetta við fólk á sölustöðunum," sagði hún," þannig að það á að vera vakandi fyrir þessum hlutum. Við höfum ekki orðið mikið vör við tilraunir af þessu tagi í gegnum tíðina. En fólk reynir þetta." Fréttir Innlent Mest lesið Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Innlent „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Innlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Innlent „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Innlent Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Innlent Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Innlent „Margt óráðið í minni framtíð“ Innlent Fleiri fréttir Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Sjá meira
Fölsun á happaþrennum hefur verið kærð til lögreglunnar í Reykjavík, sem er með málið í rannsókn. Eigandi söluturns sem Fréttablaðið ræddi við sagði að mörgum sinnum hefði verið reynt að framvísa fölsuðum happaþrennum í söluturninum hjá sér. Nýverið hefði það tekist og viðkomandi fengið greiddar út peningaupphæðir. Afgreiðslustúlkurnar hefðu nýverið hafið störf og hefðu ekki verið nógu vel á varðbergi. "Þetta hefur verið gert með því að upphæð hefur verið tekin af einni happaþrennu og límd á aðra til að fá þrjár samsvarandi tölur og þar með vinning. Það er mikið reynt við fimm þúsund krónurnar." Hann sagði að í þeim þremur tilvikum sem starfsfólkið hefði greitt út falsaðar happaþrennur hefði verið um fimm þúsund krónur að ræða í hvert sinn. Málið hefði farið til lögreglu, en grunur léki á hver hefði verið að verki. Hann kvaðst hafa sett upp viðvörunarskilti í söluturninum hjá sér, þar sem starfsfólk væri varað við tilraunum til falsana. "Ég hef verið með happaþrennurnar til að styðja málefnið, því það er lítið upp úr þeim að hafa," sagði eigandinn, sem kvaðst vera farinn að hugsa sig tvisvar um eftir falsanirnar. Hann sagði þó að Happdrætti HÍ hefði tekið á sig skellinn í þetta sinn þótt söluturninn væri ábyrgur. Söluaðilar fengju svo lítið fyrir sinn snúð að það hefði tekið sig tæpt ár að vinna þetta tap upp ef Happaþrennan hefði ekki hlaupið undir bagga.. Steinunn Björnsdóttir deildarstjóri í happaþrennu Háskóla Íslands staðfesti að fölsunin á happaþrennum hefði verið kærð til lögreglu, en hún sagði það sjaldgæft að fólk reyndi þetta og enn fátíðara að það tækist. "Við erum alltaf að ræða þetta við fólk á sölustöðunum," sagði hún," þannig að það á að vera vakandi fyrir þessum hlutum. Við höfum ekki orðið mikið vör við tilraunir af þessu tagi í gegnum tíðina. En fólk reynir þetta."
Fréttir Innlent Mest lesið Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Innlent „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Innlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Innlent „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Innlent Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Innlent Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Innlent „Margt óráðið í minni framtíð“ Innlent Fleiri fréttir Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Sjá meira