Tesla Model 3 verður mest seldi rafbíll allra tíma Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 6. janúar 2020 07:30 Tesla Model 3 verður líklega mest seldi rafbíll allra tíma innan ársfjórðungsins. Vísir/Getty Á þessum ársfjórðungi mun Tesla verða fyrsta fyrirtækið til að selja rafbíl í milljón eintökum. Á síðasta ári seldi Tesla Model 3 bílinn sinn í 300.000 eintökum á heimsvísu. Tesla hefur selt um 450.000 eintök af Model 3 og um 900.000 bíla í heildina síðan 2008. Model 3 kom fyrst út 2017 og seldist í 1764 eintökum, 146.055 árið á eftir og loks í 300.815 eintökum í fyrra. Þar af voru 92.550 í fjórða ársfjórðungi síðasta árs. Stærsti keppinautur Model 3 er Nissan Leaf. Samkvæmt tilkynningu frá Nissan frá 5. mars 2019 hafði Leaf selst í 400.000 eintökum frá upphafi. Bíllinn kom fyrst út árið 2010. Leaf var fyrsti rafbíllinn til að ná 400.000 eintaka markinu. Samkvæmt tilkynningu frá 25. nóvember 2019 hafði Leaf náð yfir 430.000 eintökum. Það má því áætla að um 450.000 - 460.000 eintök hafi verið seld þegar allar tölur hafa skilað sér fyrir 2019. Miðað við það þá er Tesla með sín 448.634 seldu eintök af Model 3 má ætla að Model 3 nái Leaf nokkuð örugglega á næstu vikum. Það er næsta öruggt að það gerist á fyrsta ársfjórðungi. Þá má áætla að Model 3 verði fyrsti rafbíllinn til að ná 500.000 seldum eintökum. Ef fyrsti ársfjórðungur ársins 2020 verður eitthvað í líkingu við ann fjórða árið 2019 þá verður Telsa búið að ná milljón eintaka markinu í heildarsölu innan ársfjórðungsins.Myndband af Tesla Model 3 við vetraraðstæður má sjá hér að neðan frá Youtube rásinni Engineering Explained. Bílar Tengdar fréttir Cybertruck frá Tesla líklega ekki löglegur á götum Evrópu Það gilda ýmsar reglur um hönnun bíla sem á að selja í Evrópu. Miðað við kynningarútgáfu af Cybertruck frá Tesla er líklegt að hann þyrfti til dæmis að vera með hliðarspegla, að minnsta kosti myndavélaútskot, framljósin þurfa að vera stærri og meiri aðskilnaður á milli þeirra og svo framvegis. 17. desember 2019 07:00 Tesla fær að smíða bíla í Kína Tesla hefur fengið grænt ljós á að smíða bíla í Kína. Framleiðandinn ætlar að reisa verksmiðju í austurhluta Sjanghæ. Verksmiðjan mun heita Gigafactory 3 eða Gígaverksmiðja 3. Hinar tvær eru Nevada og New York í Bandaríkjunum. 21. október 2019 14:00 Mest lesið Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Drónaumferð við herstöð í Belgíu Erlent Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Erlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent
Á þessum ársfjórðungi mun Tesla verða fyrsta fyrirtækið til að selja rafbíl í milljón eintökum. Á síðasta ári seldi Tesla Model 3 bílinn sinn í 300.000 eintökum á heimsvísu. Tesla hefur selt um 450.000 eintök af Model 3 og um 900.000 bíla í heildina síðan 2008. Model 3 kom fyrst út 2017 og seldist í 1764 eintökum, 146.055 árið á eftir og loks í 300.815 eintökum í fyrra. Þar af voru 92.550 í fjórða ársfjórðungi síðasta árs. Stærsti keppinautur Model 3 er Nissan Leaf. Samkvæmt tilkynningu frá Nissan frá 5. mars 2019 hafði Leaf selst í 400.000 eintökum frá upphafi. Bíllinn kom fyrst út árið 2010. Leaf var fyrsti rafbíllinn til að ná 400.000 eintaka markinu. Samkvæmt tilkynningu frá 25. nóvember 2019 hafði Leaf náð yfir 430.000 eintökum. Það má því áætla að um 450.000 - 460.000 eintök hafi verið seld þegar allar tölur hafa skilað sér fyrir 2019. Miðað við það þá er Tesla með sín 448.634 seldu eintök af Model 3 má ætla að Model 3 nái Leaf nokkuð örugglega á næstu vikum. Það er næsta öruggt að það gerist á fyrsta ársfjórðungi. Þá má áætla að Model 3 verði fyrsti rafbíllinn til að ná 500.000 seldum eintökum. Ef fyrsti ársfjórðungur ársins 2020 verður eitthvað í líkingu við ann fjórða árið 2019 þá verður Telsa búið að ná milljón eintaka markinu í heildarsölu innan ársfjórðungsins.Myndband af Tesla Model 3 við vetraraðstæður má sjá hér að neðan frá Youtube rásinni Engineering Explained.
Bílar Tengdar fréttir Cybertruck frá Tesla líklega ekki löglegur á götum Evrópu Það gilda ýmsar reglur um hönnun bíla sem á að selja í Evrópu. Miðað við kynningarútgáfu af Cybertruck frá Tesla er líklegt að hann þyrfti til dæmis að vera með hliðarspegla, að minnsta kosti myndavélaútskot, framljósin þurfa að vera stærri og meiri aðskilnaður á milli þeirra og svo framvegis. 17. desember 2019 07:00 Tesla fær að smíða bíla í Kína Tesla hefur fengið grænt ljós á að smíða bíla í Kína. Framleiðandinn ætlar að reisa verksmiðju í austurhluta Sjanghæ. Verksmiðjan mun heita Gigafactory 3 eða Gígaverksmiðja 3. Hinar tvær eru Nevada og New York í Bandaríkjunum. 21. október 2019 14:00 Mest lesið Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Drónaumferð við herstöð í Belgíu Erlent Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Erlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent
Cybertruck frá Tesla líklega ekki löglegur á götum Evrópu Það gilda ýmsar reglur um hönnun bíla sem á að selja í Evrópu. Miðað við kynningarútgáfu af Cybertruck frá Tesla er líklegt að hann þyrfti til dæmis að vera með hliðarspegla, að minnsta kosti myndavélaútskot, framljósin þurfa að vera stærri og meiri aðskilnaður á milli þeirra og svo framvegis. 17. desember 2019 07:00
Tesla fær að smíða bíla í Kína Tesla hefur fengið grænt ljós á að smíða bíla í Kína. Framleiðandinn ætlar að reisa verksmiðju í austurhluta Sjanghæ. Verksmiðjan mun heita Gigafactory 3 eða Gígaverksmiðja 3. Hinar tvær eru Nevada og New York í Bandaríkjunum. 21. október 2019 14:00