Innlent

Óska Mjólku velfarnaðar

Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra telur að starfsemi nýja mjólkurbúsins Mjólku standist lög. "Mér sýnist að bændum sé heimilt að standa utan við kerfið. Það er ekkert sem bannar framleiðslu á ostum utan greiðsulmarks," segir hann. Ráðherra telur að bændurnir, sem standa utan við búvörusamninga og greiðslumarkskerfið, sæki þá hvorki réttindi né skyldur til hins opinbera. "Svo geta menn velt fyrir sér hvort þeir geti þetta fjárhagslega en það er bara þeirra mál. Ég óska þeim bara velfarnaðar í þeirra störfum," segir Guðni.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×