Innlent

Halldór ætlar að auka norræna samvinnu og styrkja Norðurlöndin

Halldór Ásgrímsson segir það mikilvægt að auka norræna samvinnu til að gera Norðurlöndin sterkari á tímum alþjóðavæðingar. Á fundi forsætisráðherra Norðurlandanna í morgun var Halldór valinn næsti framkvæmdastjóri Norrænu ráðherranefndarinnar.

Norðurlandaráðsþing stendur nú yfir í Kaupmannahöfn. Á fundi forsætisráðherra Norðurlandanna í morgun stóð valið milli Halldórs Ásgrímssonar, og finnska umhverfisráðherrans Jan Erik-Enestam.

"Mér finnst mjög mikilvægt að það náist samstaða á Norðurlöndum um að nýta norrænt samstarf til að auka samkeppnishæfni Norðurlandanna á tímum alþjóðavæðingar."

Halldór tekur við um áramótin af Svíanum Per Unckel, sem þá lýkur fjögurra ára starfstímabili.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×