Russell Westbrook var í stuði í nótt er Houston tapaði á heimavelli fyrir LA Clippers í NBA-körfuboltanum en fjórir leikir fóru fram í nótt.
Russell Westbrook's 29-point, 15-rebound double-double puts him atop Thursday's leaderboard.
— NBA Fantasy (@NBAFantasy) March 6, 2020
Westbrook is the #NBAFantasy Player of the Night! pic.twitter.com/UkzCWikpzx
Westbrook skoraði 29 stig, tók 15 fráköst og gaf fimm stoðsendingar fyrir Houston sem var að tapa sínum öðrum leik í röð.
Clippers hefur aftur á móti verið á fínu skriði. Liðið hefur unnið sex leiki í röð en Kawhi Leonard var stigahæstur þeirra með 25 stig.
Will Barton throws the ball off the defenders' back, resulting in an easy dunk for your Heads Up Play of the Day! pic.twitter.com/ekhKXIhHYP
— NBA TV (@NBATV) March 6, 2020
Úrslit næturinnar:
Denver - Charlotte 114-112
LA Clippers - Houston 120-105
Philadelphia - Sacramento 125-108
Toronto - Golden State 121-113