Innlent

628 ár tekur að jafna launamun kynjanna með þessu áframhaldi

Með sama áframhaldi mun taka meira en 600 ár að jafna launamun íslenskra karla og kvenna. Í sameiginlegu frumvarpi leggur stórnarandstaðan til að réttindi Jafnréttisstofu verði stórefld, með það í huga að jafna stöðu kynjanna.

Meðallaun íslenskra kvenna eru rúm 63 prósent af launum karla. Þetta hefur ekkert breyst síðustu 12 ára og samkvæmt útreikningum atvinnu- og stjórnmálahóps Femínistafélagsins mun það taka 628 ár að leiðrétta kynbundinn launamun með sama áframhaldi.

Kolbrún Halldórsdóttir talaði fyrir frumvarpi stjórnarandstöðunnar á Alþingi í dag.

Meðal þess sem talið er vinna gegn launajafnrétti er svokölluð launaleynd, ákvæði í ráðningarsamningum sem fjölmörg fyrirtæki láta starfsmenn sína skrifa undir.

Frumvarp stjórnarandstöðunnar felur meðal annars í sér að Jafnréttisstofa getur krafið opinberar stofnanir, sveitarfélög, atvinnurekendur og félagasamtök um allar þær upplýsingar sem nauðsynlegar teljast þegar athugað er hvort atvinnurekandi brjóti gegn Jafnréttislögum. Frumvarpið myndi væntanlega gera slík ákvæði í ráðningarsamningi að engu.

Lagt er til að jafnréttisfulltrúi taki til starfa á öllum vinnustöðum og að vð skipun í opnberar nefndir, ráð og stjórnir skuli ávallt á það minnt þegar óskað er tilnefninga að tilnefndur sé einn karl og ein kona.

Pétur Blöndal kvaddi sér hljóðs, tók fram að launamunurinn væri óásættanlegur en vildi vita hversu langt stjórnarandstaðan vildi ganga til að afla persónuupplýsinga og aflétta persónuvernd.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×