Fyrir ekki svo löngu síðan slógust skemmtistaðirnir í Bandaríkjunum um að partýljónið Paris Hilton mundi reka inn nefið en nú er öldin önnur og greinilegt að það er farið að halla undan fæti hjá Hilton.
Henni var nýlega meinaður aðgangur að nýjasta klúbbnum í New York þvi eins og eigandi staðarins orðaði það vildi hann engar "Paris Hilton týpur" inn á sínum stað. Nú hefur hefur hún bæst á svartan lista hjá skemmtistað í Los Angeles og því verður greyið Paris að fara að taka sig saman í andlitinu áður en hún verður útilokuð frá skemmtanalífinu eins og það leggur sig.