Handbolti

Gullmoli dagsins: Valtýr Björn og Buttercup heimsóttu Aftureldingu

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Valtýr Björn Valtýsson með Val Sævarssyni, söngvara Buttercup, í þessu skemmtilega innslagi.
Valtýr Björn Valtýsson með Val Sævarssyni, söngvara Buttercup, í þessu skemmtilega innslagi. Skjámynd/Stöð 2

Henry Birgir Gunnarsson og Kjartan Atli Kjartansson eru búnir að taka upp nýjan skemmtilegan lið í þætti sínum Sportið í dag en þá grafa þeir upp daglega eina skemmtilega frétt úr safni stöðvarinnar.

Þessi liður nefnist „Gullmoli dagsins“ og í einum þeirra var tekin fyrir heimsókn til handboltaliðsins Aftureldingar.

Bjarki Sigurðsson var í stóru hlutverki í Mosfellsbænum í kringum aldarmótin og hann fékk heimsókn frá íþróttafréttamanninum Valtýr Birni Valtýssyni og hljómsveitinni Buttercup árið 2000.

Afturelding vann þrefalt í karlahandboltanum tímabilið 1998-1999 og fylgdi því eftir með því að verða deildarmeistari tímabilið á eftir.

„Þessi er frábær. Þetta er handbolti og Afturelding þegar þeir voru upp á sitt besta í handboltanum í gamla daga. Okkar manni Valtaranum, Valtýr Birni, datt það í hug að fá Buttercup með sér í heimsókn og úr varð frábær uppákoma sem þið fáið að sjá núna,“ kynnti Henry Birgir Gunnarsson innslagið sem má sjá hér fyrir neðan.

Klippa: Gullmoli dagsins: Afturelding og Buttercup

Buttercup syngur þarna lagið sitt „Endalausar nætur“ en söngvararnr eru Valur Sævarsson og Íris Kristinsdóttir.

Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.