Handbolti

Gullmoli dagsins: Valtýr Björn og Buttercup heimsóttu Aftureldingu

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Valtýr Björn Valtýsson með Val Sævarssyni, söngvara Buttercup, í þessu skemmtilega innslagi.
Valtýr Björn Valtýsson með Val Sævarssyni, söngvara Buttercup, í þessu skemmtilega innslagi. Skjámynd/Stöð 2

Henry Birgir Gunnarsson og Kjartan Atli Kjartansson eru búnir að taka upp nýjan skemmtilegan lið í þætti sínum Sportið í dag en þá grafa þeir upp daglega eina skemmtilega frétt úr safni stöðvarinnar.

Þessi liður nefnist „Gullmoli dagsins“ og í einum þeirra var tekin fyrir heimsókn til handboltaliðsins Aftureldingar.

Bjarki Sigurðsson var í stóru hlutverki í Mosfellsbænum í kringum aldarmótin og hann fékk heimsókn frá íþróttafréttamanninum Valtýr Birni Valtýssyni og hljómsveitinni Buttercup árið 2000.

Afturelding vann þrefalt í karlahandboltanum tímabilið 1998-1999 og fylgdi því eftir með því að verða deildarmeistari tímabilið á eftir.

„Þessi er frábær. Þetta er handbolti og Afturelding þegar þeir voru upp á sitt besta í handboltanum í gamla daga. Okkar manni Valtaranum, Valtýr Birni, datt það í hug að fá Buttercup með sér í heimsókn og úr varð frábær uppákoma sem þið fáið að sjá núna,“ kynnti Henry Birgir Gunnarsson innslagið sem má sjá hér fyrir neðan.

Klippa: Gullmoli dagsins: Afturelding og Buttercup

Buttercup syngur þarna lagið sitt „Endalausar nætur“ en söngvararnr eru Valur Sævarsson og Íris Kristinsdóttir.

Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×