90% sýna batamerki eftir byltingarkennda meðferð 28. febrúar 2016 11:00 Gunnar Bjarni Ragnarsson, yfirlæknir lyflækninga krabbameina á Landspítalanum. MYND/Ernir Krabbamein hefur fylgt mannkyninu frá upphafi vega. Í elstu læknahandbók veraldar, Edwin Smith-rollunni, sem talin er að hafi verið rituð um 1600 fyrir Krists burð í Egyptalandi, er að finna elstu rituðu heimildirnar um krabbamein. Þar fjalla læknar um réttu handtökin við brjóstnám eftir að æxli hefur myndast. „Það er engin meðferð til,“ ritar höfundurinn. Á síðustu árum og áratugum hafa gríðarlegar framfarir átt sér stað í meðhöndlun krabbameina. Skurðaðgerðir eru orðnar mun þróaðri og miklar framfarir hafa orðið í lyfjameðferð. Komin eru fram krabbameinslyf sem beinast að ákveðnum ferlum í krabbameinsfrumum og eru þá oft markvissari en hefðbundin lyf. Svo eru dæmi þess að hægt sé að fá frumudrepandi lyf á annan hátt en um munn eða í æð, t.d. þegar frumudrepandi lyf eru gefin beint í kviðarhol sjúklinga í tengslum við skurðaðgerðir. Geislameðferðir, þar sem beitt er orkuríkum geislum til að eyða krabbameinsfrumum, eru líka orðin markvissari með nýrri tækni þar sem næst að beita geislunum aðallega á krabbameinsæxlin og hlífa þá frekar eðlilegum vef. Aðferðum þar sem ónæmiskerfið er virkjað í meðhöndlun krabbameina er ört stækkandi svið innan krabbameinslækninga. Rannsóknir og tilraunir undanfarin ár hafa verið lofandi. Þó að margar slíkar meðferðir séu aðeins á tilraunastigi og ekki komnar í almenna notkun, þá boða þær vonandi breytta tíma í meðhöndlun krabbameina. Ein aðferð ónæmismeðferðar við krabbameini tekur til þess þegar T-frumur, sem eru hluti af ónæmiskerfi líkamans, eru teknar úr líkama sjúklings og meðhöndlaðar á tilraunastofum þannig að þær eiga fyrst og fremst að ráðast á krabbameinsfrumur. Þeim er síðan dælt í sjúklinginn í þeirri von að sú hersveit herji á krabbameinið. Meðferð í þessum anda var beitt í nýlegri rannsókn sem stýrt var af Fred Hutchinson-krabbameinsrannsóknarstöðinni í Seattle í Bandaríkjunum. Þá eru notaðir sérhæfðir viðtakar, svokallaðir CAR (e. chimeric antigen receptor) en með henni skeyta vísindamenn saman mótefni við T-frumuviðtaka og með genabreytingum er þeim bætt á yfirborð T-frumna. T-fruman er þá vopnuð og sérhæfð, eins konar leyniskytta ónæmiskerfisins, sem á að ráðast aðallega á krabbameinsfrumurnar. Fred Hutchinson-rannsóknarstöðin hefur ekki birt endanlegar rannsóknarniðurstöður í ritrýndu tímariti en svo virðist sem afrakstur tilraunarinnar sé stórbrotinn. Tuttugu og níu einstaklingar tóku þátt í tilrauninni, allt krabbameinssjúklingar með langt gengið bráðahvítblæði í eitilfrumum. Niðurstöðurnar sem stjórnendur rannsóknarinnar kynntu eru á þann veg að 27 af þessum 29 einstaklingum sýndu batamerki eftir að hafa hlotið meðferðina. Gunnar Bjarni Ragnarsson, yfirlæknir lyflækninga krabbameina á Landspítalanum, var í sérnámi við Fred Hutchinson-rannsóknarstöðina og vann þar sem krabbameinslæknir í nokkur ár. Þar stýrði hann svipuðum rannsóknum, þar sem frumum var breytt til að meðhöndla krabbameinssjúklinga. Þessar rannsóknir voru hluti í þróun þeirra rannsókna sem rannsóknarstöðin stendur nú fyrir. „Það er mjög forvitnilegt að fylgjast með þessu og við fylgjumst spennt með.“ Hann bendir á að þó að aðferðin sé í eðli sínu svipuð og gerist í bólusetningum þá sé um að ræða mjög flókna aðferð í framkvæmd. „Það er erfiðara að virkja ónæmiskerfið gegn krabbameinum heldur en gegn sýkingum, vegna þess að krabbameinin eru komin frá okkur sjálfum, krabbameinsfrumur eru miklu líkari okkar eigin líkama en til dæmis veirusýktar frumur.“ Aðferðinar eru þó ekki hættulausar og oft er þess konar tilraunameðferðum einungis ætlaðar þeim sem hafa litlu að tapa í baráttu sinni. Veruleg vandamál komu upp í rannsókninni. Tveir sjúklingar létust og sjö sjúklingar fengu bráðaviðbrögð og þurftu að þola miklar bólgur um allan líkamann. Læknar geta meðhöndlað hvítblæði með viðteknum aðferðum og því er óvíst hvort þessi nýja aðferð sé áhættunnar virði. Auk þess er óvíst hvort að hún virki gegn öðrum tegundum krabbameina. „Þessi aðferð á einungis við um fáar tegundir krabbameina og þetta er jafnframt afar einstaklingsmiðuð aðferð,“ segir Gunnar og ítrekar um leið að í klínískum rannsóknum skoði vísindamenn hvort skaðsemin réttlæti hugsanlegan ávinning. Gunnar segir framfarir gerast í litlum skrefum. Hann bíður þess nú að sjá niðurstöðurnar birtar í viðurkenndum tímaritum. „Þetta er gríðarlega flókið í framkvæmd. Ég á ekki von á því að þetta verði tekið upp á Íslandi á næstu árum, við höfum einfaldlega ekki aðstöðu til þess. Þetta er enn þá á tilraunastigi og hvergi komið í almenna notkun.“ Lækning við dreifðu krabbameini er flestum tilvikum enn þá fjarlægur draumur. Rannsóknarhópurinn í Seattle bendir hins vegar á að CAR T-frumu-aðferðin gæti orðið nýtt og afar skilvirkt vopn í vopnabúri lækna. „Það verður spennandi að fylgjast með þessu,“ segir Gunnar. „Vonandi verður hægt að beita aðferðum sem þessum í nánustu framtíð. […] En þetta gerist í skrefum. Þetta er engin stórbylting sem mun skila sér í meðferð á morgun. Þannig að við verðum að bíða róleg og sjá hvernig niðurstöðurnar eru í raun og veru.“ Mest lesið Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Lífið „Við erum öll dauð hvort sem er“ Lífið Frægir fundu ástina 2025 Lífið „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Lífið Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar Lífið Útgefandi Walliams lætur hann róa Lífið Best klæddu Íslendingarnir 2025 Tíska og hönnun 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Lífið Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Lífið Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Lífið Fleiri fréttir Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni „Við erum öll dauð hvort sem er“ Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Pete orðinn pabbi Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Laufey á lista Obama „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Óskarsverðlaununum streymt á Youtube Karmað muni bíta þjófinn í rassinn þegar títan og glyttan byrja að dansa í hitanum Hreimur og Ólafur Darri perluvinir sem horfa á enska boltann saman „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Leynigesturinn hitti Heimi Karls beint í hjartastað Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Reynihvammur 39 jólahús Kópavogsbæjar Sjá meira
Krabbamein hefur fylgt mannkyninu frá upphafi vega. Í elstu læknahandbók veraldar, Edwin Smith-rollunni, sem talin er að hafi verið rituð um 1600 fyrir Krists burð í Egyptalandi, er að finna elstu rituðu heimildirnar um krabbamein. Þar fjalla læknar um réttu handtökin við brjóstnám eftir að æxli hefur myndast. „Það er engin meðferð til,“ ritar höfundurinn. Á síðustu árum og áratugum hafa gríðarlegar framfarir átt sér stað í meðhöndlun krabbameina. Skurðaðgerðir eru orðnar mun þróaðri og miklar framfarir hafa orðið í lyfjameðferð. Komin eru fram krabbameinslyf sem beinast að ákveðnum ferlum í krabbameinsfrumum og eru þá oft markvissari en hefðbundin lyf. Svo eru dæmi þess að hægt sé að fá frumudrepandi lyf á annan hátt en um munn eða í æð, t.d. þegar frumudrepandi lyf eru gefin beint í kviðarhol sjúklinga í tengslum við skurðaðgerðir. Geislameðferðir, þar sem beitt er orkuríkum geislum til að eyða krabbameinsfrumum, eru líka orðin markvissari með nýrri tækni þar sem næst að beita geislunum aðallega á krabbameinsæxlin og hlífa þá frekar eðlilegum vef. Aðferðum þar sem ónæmiskerfið er virkjað í meðhöndlun krabbameina er ört stækkandi svið innan krabbameinslækninga. Rannsóknir og tilraunir undanfarin ár hafa verið lofandi. Þó að margar slíkar meðferðir séu aðeins á tilraunastigi og ekki komnar í almenna notkun, þá boða þær vonandi breytta tíma í meðhöndlun krabbameina. Ein aðferð ónæmismeðferðar við krabbameini tekur til þess þegar T-frumur, sem eru hluti af ónæmiskerfi líkamans, eru teknar úr líkama sjúklings og meðhöndlaðar á tilraunastofum þannig að þær eiga fyrst og fremst að ráðast á krabbameinsfrumur. Þeim er síðan dælt í sjúklinginn í þeirri von að sú hersveit herji á krabbameinið. Meðferð í þessum anda var beitt í nýlegri rannsókn sem stýrt var af Fred Hutchinson-krabbameinsrannsóknarstöðinni í Seattle í Bandaríkjunum. Þá eru notaðir sérhæfðir viðtakar, svokallaðir CAR (e. chimeric antigen receptor) en með henni skeyta vísindamenn saman mótefni við T-frumuviðtaka og með genabreytingum er þeim bætt á yfirborð T-frumna. T-fruman er þá vopnuð og sérhæfð, eins konar leyniskytta ónæmiskerfisins, sem á að ráðast aðallega á krabbameinsfrumurnar. Fred Hutchinson-rannsóknarstöðin hefur ekki birt endanlegar rannsóknarniðurstöður í ritrýndu tímariti en svo virðist sem afrakstur tilraunarinnar sé stórbrotinn. Tuttugu og níu einstaklingar tóku þátt í tilrauninni, allt krabbameinssjúklingar með langt gengið bráðahvítblæði í eitilfrumum. Niðurstöðurnar sem stjórnendur rannsóknarinnar kynntu eru á þann veg að 27 af þessum 29 einstaklingum sýndu batamerki eftir að hafa hlotið meðferðina. Gunnar Bjarni Ragnarsson, yfirlæknir lyflækninga krabbameina á Landspítalanum, var í sérnámi við Fred Hutchinson-rannsóknarstöðina og vann þar sem krabbameinslæknir í nokkur ár. Þar stýrði hann svipuðum rannsóknum, þar sem frumum var breytt til að meðhöndla krabbameinssjúklinga. Þessar rannsóknir voru hluti í þróun þeirra rannsókna sem rannsóknarstöðin stendur nú fyrir. „Það er mjög forvitnilegt að fylgjast með þessu og við fylgjumst spennt með.“ Hann bendir á að þó að aðferðin sé í eðli sínu svipuð og gerist í bólusetningum þá sé um að ræða mjög flókna aðferð í framkvæmd. „Það er erfiðara að virkja ónæmiskerfið gegn krabbameinum heldur en gegn sýkingum, vegna þess að krabbameinin eru komin frá okkur sjálfum, krabbameinsfrumur eru miklu líkari okkar eigin líkama en til dæmis veirusýktar frumur.“ Aðferðinar eru þó ekki hættulausar og oft er þess konar tilraunameðferðum einungis ætlaðar þeim sem hafa litlu að tapa í baráttu sinni. Veruleg vandamál komu upp í rannsókninni. Tveir sjúklingar létust og sjö sjúklingar fengu bráðaviðbrögð og þurftu að þola miklar bólgur um allan líkamann. Læknar geta meðhöndlað hvítblæði með viðteknum aðferðum og því er óvíst hvort þessi nýja aðferð sé áhættunnar virði. Auk þess er óvíst hvort að hún virki gegn öðrum tegundum krabbameina. „Þessi aðferð á einungis við um fáar tegundir krabbameina og þetta er jafnframt afar einstaklingsmiðuð aðferð,“ segir Gunnar og ítrekar um leið að í klínískum rannsóknum skoði vísindamenn hvort skaðsemin réttlæti hugsanlegan ávinning. Gunnar segir framfarir gerast í litlum skrefum. Hann bíður þess nú að sjá niðurstöðurnar birtar í viðurkenndum tímaritum. „Þetta er gríðarlega flókið í framkvæmd. Ég á ekki von á því að þetta verði tekið upp á Íslandi á næstu árum, við höfum einfaldlega ekki aðstöðu til þess. Þetta er enn þá á tilraunastigi og hvergi komið í almenna notkun.“ Lækning við dreifðu krabbameini er flestum tilvikum enn þá fjarlægur draumur. Rannsóknarhópurinn í Seattle bendir hins vegar á að CAR T-frumu-aðferðin gæti orðið nýtt og afar skilvirkt vopn í vopnabúri lækna. „Það verður spennandi að fylgjast með þessu,“ segir Gunnar. „Vonandi verður hægt að beita aðferðum sem þessum í nánustu framtíð. […] En þetta gerist í skrefum. Þetta er engin stórbylting sem mun skila sér í meðferð á morgun. Þannig að við verðum að bíða róleg og sjá hvernig niðurstöðurnar eru í raun og veru.“
Mest lesið Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Lífið „Við erum öll dauð hvort sem er“ Lífið Frægir fundu ástina 2025 Lífið „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Lífið Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar Lífið Útgefandi Walliams lætur hann róa Lífið Best klæddu Íslendingarnir 2025 Tíska og hönnun 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Lífið Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Lífið Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Lífið Fleiri fréttir Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni „Við erum öll dauð hvort sem er“ Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Pete orðinn pabbi Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Laufey á lista Obama „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Óskarsverðlaununum streymt á Youtube Karmað muni bíta þjófinn í rassinn þegar títan og glyttan byrja að dansa í hitanum Hreimur og Ólafur Darri perluvinir sem horfa á enska boltann saman „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Leynigesturinn hitti Heimi Karls beint í hjartastað Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Reynihvammur 39 jólahús Kópavogsbæjar Sjá meira