Innlent

Fjármálaráðherra fagnar gagnrýni flokksbræðra sinna

Þeir Illugi Gunnarsson og Bjarni Benediktsson, þingmenn Sjálfstæðisflokksins, segja í viðtali við Markaðinn í dag að ýmis hagstjórnarmistök hafi verið gerð á undanförnum árum sem hafi orðið til þess að efnahagsvandi Íslendina er enn meiri enn ella. Er gagnrýninni meðal annars beint að ríkisstjórninni og ekki síst Seðlabankanum.

Illhugi segir að gagnrýninni sé þó ekki beint að flokksforystu Sjálfstæðisflokksins. Hann segir eðlilegt að menn velti fyrir sér hverjar ástæður efnahagsvandans eru og því hljóta menn að horfa til allra átta, hvort sem það er ríkisstjórnin, Seðlabankinn, atvinnulífið eða verkalýðsforystan.

Árni M. Mathiesen, fjármálaráðherra, segist ekki líta á ummæli Bjarna og Illuga sem gagnrýni á störf ríkisstjórnarinnar en bætir við að störf ríkisstjórnarinnar séu sjálfsögðu ekki hafin yfir gagnrýni.

Árni vildi ekki tjá sig um gagnrýni þingmannanna á Seðlabankann en tekur sérstaklega undir hugmyndir þeirra um nýtingu náttúruauðlinda og ráðstöfun krónubréfa.

Bankastjórn Seðlabankans sagðist ekkert hafa um málið að segja þegar leitað var viðbragða á þeim bænum.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×