Innlent

Eldsneytisverð hefur lækkað um 2 krónur

Skeljungur, Olís, Atlantsolía og Orkan hafa lækkað verð á eldsneyti um tvær krónur í dag . N1 hefur ekki lækkað verð í dag og segir Hermann Guðmundsson, forstjóri N1, að þar á bæ vilji menn bíða og sjá til hvað gerist.

Hermann segir að gengislækkun krónunnar hafi étið upp þá lækkun sem hafi orðið í gær. Þá segir hann jafnframt að menn vilji bíða og sjá þangað til að stöðugleiki sé kominn á verðið. Það sé ekki til hagsbóta fyrir neytendur að verðið sé hækkað eða lækkað hér um leið og eitthvað gerist á mörkuðum erlendis.


















Fleiri fréttir

Sjá meira


×