Innlent

778 hafa skorað á Ólaf að staðfesta ekki fjárlögin

Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands.
Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands.

Forsetaembættinu hafa borist 778 tölvubréf með samhljóða áskorun þar sem skorað er Ólaf Ragnar Grímsson, forseta Íslands, að staðfesta ekki fjárlög næsta árs sem eru nú til þriðju umræðu á Alþingi.

Í seinustu viku hófst átak þar sem skorað er á Ólaf Ragnar að samþykkja ekki fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar þar sem það muni velta gríðarlegum skuldaklafa yfir á almenning í landinu til margra ára. Hörður Torfason er meðal þeirra sem standa að áskoruninni og vefsíðunni sem var opnuð.

,,Skuldum sem til var stofnað af óheilindum af hálfu athafnamanna sem störfuðu í skjóli stjórnmálaflokka, stjórnsýslu og stofnanaumhverfis sem hafa algerlega brugðist hlutverki sínu," segir í áskoruninni.

Örnólfur Thorsson, forsetaritari, vildi í samtali við Vísi ekki segja til um það hvort forsetinn ætli að bregðast sérstaklega við tölvubréfunum.

Áskorunina er að finna hér.




Tengdar fréttir

Skora á Ólaf að skrifa ekki undir fjárlagafrumvarpið

Hafið er átak þar sem skorað er á Ólaf Ragnar Grímsson, forseta Íslands, að samþykkja ekki fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar. Hörður Torfason er meðal þeirra sem standa að áskoruninni og vefsíðunni sem hefur verið opnuð. Fjárlagafrumvarpið er meðal annars sagt eiga heima á öskuhaug sögunnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×