Erlent

Hótunarbréf með hvítu dufti send bandarískum þingmönnum

Bréf með hvítu dufti voru send til þriggja þingmanna á Bandaríkjaþingi og til fjölda fjölmiðla í Bandaríkjunum í gær.

Rannsókn leiddi í ljós að duftið var meinlaust en það sem stendur í bréfinu hefur vakið athygli. Þar er því hótað að allir 100 fulltrúar Öldungadeildarinnar muni fá næstu bréf og að í þeim verði banvænir sýklar.

Bréfritari krefst þess að þingmenn hætti að hygla bönkum og fjármálafyrirtækjum á kostnað almennings og að efnt verði til stjórnlagaþings í Bandaríkjunum. Þau bréf sem vitað er um hingað til voru póstlögð í Oregon.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×