Lífið

Minningartónleikar til heiðurs Biogen í kvöld

Sigurbjörn hefði átt 36 ára afmæli þann 24. febrúar og verður afmælissöngurinn því sunginn á miðnætti.
Sigurbjörn hefði átt 36 ára afmæli þann 24. febrúar og verður afmælissöngurinn því sunginn á miðnætti.
Í kvöld verða haldnir minningartónleikar til heiðurs tónlistarmanninum Sigurbirni Þorgrímssyni, Bjössa Biogen, sem lést í fyrra. Tónleikarnir verða haldnir á vegum Möller Records í samstarfi við Extreme Chill, Weirdcore og Muhaha Records. Þeir hefjast klukkan 20 á Nýlenduvöruverslun Hemma & Valda og standa til lokunar í kvöld.

Minningartónleikarnir verða með svipuðu sniði og fyrir ári síðan þegar Extreme Chill stóð fyrir tónleikum á Kaffibarnum. Margir vinir Bjössa heitins spila saman og heiðra minningu hans. Sigurbjörn var vel þekktur hér á landi sem einn af frumkvöðlum í íslensku dans- og raftónlistar senunni og naut mikillar virðingar sem tónlistarmaður bæði hérlendis og erlendis.

Bjössi hefði átt 36 ára afmæli þann 24. febrúar og verður afmælissöngurinn því sunginn á miðnætti.

Tónlistarmenn sem koma fram eru Skurken, PLX, Beatmakin Troopa, Cold, Jafet Melge, ThizOne, Quadruplos, Steve Sampling, Fu Kaisha og Yoda Remote. Dj Árni Vector og Dj AnDre verða svo með tónlist á milli atriða og halda fólkinu í gírnum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.