Handbolti

Bikarmeistararnir staðfesta komu Sigtryggs

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Sigtryggur leikur í fyrsta sinn í Olís-deildinni á næsta tímabili.
Sigtryggur leikur í fyrsta sinn í Olís-deildinni á næsta tímabili. mynd/aue

ÍBV hefur staðfest komu handboltamannsins Sigtryggs Daða Rúnarssonar. Í síðustu viku greindi Vísir frá því að hann væri væntanlega á leið til Eyja.

Sigtryggur skrifaði undir þriggja ára samning við ÍBV. Hann hefur leikið í Þýskalandi allan sinn feril í meistaraflokki, með Aue, Balingen-Weilstetten og síðast Lübeck-Schwartau.

Sigtryggur, sem verður 24 ára í júní, lék fjölda leikja fyrir yngri landslið Íslands og var í U-18 ára liðinu sem vann til bronsverðlauna á HM 2015 í Rússlandi.

Auk Sigtryggs hefur ÍBV fengið Ásgeir Snæ Vignisson frá Val. Sigurbergur Sveinsson er hins vegar hættur.

ÍBV varð bikarmeistari á síðasta tímabili eftir sigur á Stjörnunni í úrslitaleik, 26-24. Eyjamenn voru í 7. sæti Olís-deildarinnar þegar keppni var hætt vegna kórónuveirufaraldursins.

ÍBV komnir/farnir

Komnir:

  • Sigtryggur Daði Rúnarsson frá Lübeck-Schwartau (Þýskalandi)
  • Ásgeir Snær Vignisson frá Val

Farnir:

  • Sigurbergur Sveinsson hættur
  • Kristján Örn Kristjánsson til Pays d'Aix (Frakklandi)

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×